Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rúnar Arnórsson – 11. júní 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Rúnar Arnórsson.  Rúnar er fæddur 11. júní 1992 og á því 20 ára stórafmæli í dag!!! Rúnar er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og er í afrekshóp GSÍ.  Hann spilar á Eimskipsmótaröðinni, líkt og systir hans Signý Arnórsdóttir, sem leiddi lengi vel nú um helgina í kvennaflokki á Egils Gull mótinu, 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar úti í Vestmannaeyjum; en þau systkinin tóku bæði þátt.

Rúnar Arnórsson, GK ásamt holli sínu á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar nú um helgina á Egils Gull mótinu í Vestmannaeyjum. F.v.: Andri Már Óskarsson, GHR, (t.v); Magnús Lárusson, GKJ (f.m) og Rúnar Arnórsson, GK (t.h.). Mynd: Golf 1

Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Rúnar með því að SMELLA HÉR: 

Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

Rúnar Arnórsson (20 ára!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bruce Plummer, 11. júní 1957 (55 ára);  Deborah Vidal, 11. júní 1958 (54 ára);  Max Stevens, 11. júní 1963 (49 ára);  Anthony Painter, 11. júní 1965 (47 ára);  Emilee Klein, 11. júní 1974 (38 ára);  Geoff Ogilvy, 11. júní 1977 (35 ára); ….. og ……


Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is