Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2012 | 09:25

Eftirminnileg US Open augnablik nr. 3

Hér verður fram haldið með eftirminnileg augnablik frá liðnum US Open mótum. 5. US Open mótið 1992 Andy Dillard á US Open 1992 Andy Dillard fékk fugl á fyrstu 6 holunum á US Open 1992 og fékk þar með bestu byrjun nokkurs keppanda í hvaða risamótanna 4 sem er, á Pebble Beach. Eftir 6 holur var hann kominn 6 undir par, þrátt fyrir að hafa reynt að sjá hákarlanna í sjónum á 6. braut. Hann missti 5 metra pútt á 7. braut og það var endirinn á þessari bestu byrjun í nokkru risamóti.  Að missa 5 metra púttið á 7. flöt var bara byrjunin því hann spilaði líka verr í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2012 | 19:30

Andy Zhang 14 ára strákur tekur þátt í US Open í stað Paul Casey

Vikan var varla byrjuð og þegar eru þúsundir frétta og sagna sem hægt er að skrifa um  US Open sem hefst nú á fimmtudaginn. Þar er t.a.m. spennandi „endurkoma“ Tiger eftir glæstan sigur hans á Memorial; nýlegir sigrar Lee Westwood og Dustin Johnson.  Tekst Lee nú loks að sigra á 1. risamótinu sínu, fyrst púttin eru öll að lagast hjá honum? Hnignun og smáris Rory McIlroy  í Memphis; Casey Martin sem spilar í Olympic Club 40 ára o.fl. o.fl. En þetta er bara rétt byrjunin.  Það er  týpískt fyrir Opna bandaríska (ens.: US Open) að fram komi bragðmiklar fréttir rétt fyrir mótsbyrjun.  Þessi er bara nokkuð sæt: 14 ára strákur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2012 | 18:15

Golfmót félags kvenna í atvinnulífinu (FKVA) hjá GG – 12. júní 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2012 | 18:15

Golfmót félags kvenna í atvinnulífinu fór fram á Húsatóftavelli í dag

Í dag, 12. júní 2012, fór fram á Húsatóftavelli golfmót félags kvenna í atvinnulífinu. Það voru u.þ.b. 50 konur sem tóku þátt og spilaðar voru 13 holur. Þema mótsins var rokk og rauðar rósir.  Mikil stemmning var á staðnum þegar Golf 1 mætti á staðinn. Konunum var boðið í mat hjá HS Orku áður en mótið hófst á slaginu 15:00.  Teiggjafir voru vægast sagt með glæsilegasta móti – þ.á.m. rauðir golfhanskar, sem þátttakendur sjást með á meðfylgjandi myndum. Verðlaunin voru m.a. utanlandsferðir til London, og pokar og kassar fullir af verðlaunum í anddyri Golfskála GG. Hér má sjá nokkrar myndir úr mótinu: GOLFMÓT KVENNA Í ATVINNUREKSTRI – 12. JÚNÍ 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2012 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum (17. grein af 21): Steven O´Hara og Jordi Garcia

Í kvöld er komið að því að kynna þá sem urðu í 5. og 6. sæti á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótutúrsins, á PGA Catalunya golfvellinum, í Girona á Spáni: Steven O´Hara og Jordi Garcia. Byrjum á Steven O´Hara. Steven O´Hara. Steven O´Hara fæddist 17. júlí 1980 í Bellshill í Skotlandi og er því 31 árs. Steven er kvæntur konu sinni Jill og á 1 barn Logan (f. 2009). Meðal áhugamála hans fyrir utan golfið eru íþróttir almennt, tónlist og bílar. Steven O´Hara gerðist atvinnumaður í golfi 2001. Hann byrjaði í golfi 8 ára gamall þegar hann fann gamalt sett úti í garðskúr, í vikunni þegar sýnt var frá leikjum Opna breska, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2012 | 17:00

Mesta eftirsjá stórkylfinga (17. grein af 20): Nancy Lopez

Á fyrsta heila keppnistímabili sínu á LPGA mótaröðinni, árið 1978, þá 21 árs, vann Nancy Lopez 9 mót, þar af 5 mót í röð. Hún fylgdi þessu eftir með öðrum 8 sigrum árið 1979.  Alls vann hún 48 sinnum. Skyldi sjálf Nancy Lopez sjá eftir einhverju? Gefum henni orðið: „Að sigra aldrei á U.S. Women’s Open var hræðilegt. Ég var í 2. sæti 4 sinnum. Á fyrsta árinu, sem ég spilaði í mótinu [sem atvinnumaður] árið 1977, var ég í vandræðum með rennilásinn á buxunum mínum á sunnudeginum. Á þeim dögum vorum við með skyrturnar girtar ofan í buxurnar… okkur datt aldrei í hug að vera í skyrtunum yfir buxurnar – Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2012 | 14:45

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurpáll Geir Sveinsson – 12. júní 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurpáll Geir Sveinsson. Sigurpáll Geir fæddist 12. júní 1975 og er því 37 ára í dag. Sigurpáll er þekktastur í dag, fyrir að vera golfkennari, sem m.a. sér um allt afreksstarf ásamt Björgvini Sigurbergssyni, hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Eins er Sigurpáll formaður PGA á Íslandi. Sigurpáll byrjaði í golfi árið 1989, þá 14 ára. Hann var í íslenska landsliðinu í golfi á árunum 1992-2003, en á þeim árum var hann í Golfklúbbi Akureyrar. Sigurpáll varð m.a. þrívegis  Íslandsmeistari karla (1994, 1998 og 2002) og þrisvar sinnum í sveitakeppni.  Árið 2003 gerðist Sigurpáll atvinnumaður. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2012 | 14:15

Eftirminnileg US Open augnablik nr. 2

Hér verður fram haldið að segja frá eftirminnilegum augnablikum á US Open liðinna ára: 3. US Open mótið  1908 Það er eftirminnilegt m.a. fyrir þær sakir að Ernie Way týndi bolta á flöt.   Í Myopia, í Massachusetts, púttaði Way svolítið of fast…. og týndi bolta sínum. Alex Ross, Skotinn sem sigraði árinu áður við örlítið hagstæðari aðstæður í Philadelphia Cricket Club sagði svo frá: „„Þeir voru með holustaðsetningarnar þar sem þeir vissu að erfiðast væri að koma boltanum í holu. Mike Brady púttaði 9 sinnum á einni holu og Ernie (Way)  púttaði svolítið of fast og boltinn rúllaði fram af flötinni og í  mýri. Hann fann boltann aldrei aftur. Hann er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2012 | 11:00

Anaïs Maggetti á heimavelli á Deutsche Bank Ladies Swiss Open

Ekki á morgun heldur hinn, þ.e.a.s 14. júní n.k. hefst í Golf Gerre Losone í Ticino í Sviss, Deutsche Bank Ladies Swiss Open, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Meðal keppenda er hæst „rankaði“ svissneski kylfingurinn á LET (ens.: Ladies European Tour) Anaïs Maggetti og er hún því á heimavelli þessa vikuna. Hún tók sér viku frí til þess að undirbúa sig fyrir mótið, sem hún hefir tekið þátt í 5 sinnum áður, en besti árangur hennar er 14. sætið árið 2010. Hún tíar upp enn einu sinni í heimaklúbbi sínum Golf Gerre Losone, sem er hreiðraður milli ægifagurra dala við rætur svissnesku Alpanna í Ascona-Locarno, Ticino – sem er syðsta kantóna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2012 | 08:30

Eftirminnileg US Open augnablik nr. 1

Í þessari viku hefst US Open risamótið í The Olympic Club í San Francisco í Bandaríkjunum. Það fór fyrst fram 1895 og það var Horace Rawlins, sem vann fyrsta mótið. Ætlunin er að rifja upp nokkur eftirminnileg augnablik á fyrri US Open risamótum, en af nógu er að taka, þar sem þau hafa 116 sinnum farið fram.  Verða þessar stuttu greinar birtar nokkrum sinnum á degi hverjum fram að því að 117. mótið hefst í San Francisco í þessari viku. Hefjum upprifjunina á eftirminnilegum augnablikum á liðnum US Open mótum: 1. US Open mótið 2004  Sjöunda brautin var hreint og beint helvísk á lokadegi Shinnecock Hills. Holan var ómöguleg. Billy Lesa meira