Um mikilvægi þess að vera jákvæður í golfi
Hér er lítið myndskeið með Shawn Achor, sálfræðingi, með meiru, sem hlotið hefir fjöldann allan af verðlaunum m.a. af Harward háskólanum, þar sem Achor var nemandi og starfaði einnig til fjölda ára. Achor er sérfræðingur í jákvæðri sálfræði og heldur fyrirlestra um öll Bandaríkin um mikilvægi þess að vera jákvæður. Þótt í myndskeiðinu hér fókusi Achor ekki beinlínis á golf er margt í því sem kylfingar geta tekið með sér út á völl, enda er golfvöllurinn jú ekkert annað en spegill lífsins ef marka má Tiger Woods. Hér má sjá gott myndskeið um mikilvægi þess að vera jákvæður með Shawn Achor: SMELLIÐ HÉR
Patrick Cantlay gerist atvinnumaður
Patrick Cantlay, sem er nr. 1 á heimslista áhugakylfinga tilkynnti í gær að hann hyggðist gerast atvinnumaður og spila á Travelers Championship sem slíkur, en mótið hefst nú á fimmtudaginn í Cromwell, Conneticut. Cantlay skrifaði undir samning við Mark Steinberg hjá Excel Sports Management, umboðsmann Tiger og Cheyenne Woods. Hann mun spila á fyrsta móti sínu sem atvinnumaður á samta velli og hann var á 60 höggum á 2. hring Travelers Championship á síðasta ári, en það er lægsta skor áhugamanns á PGA Tour móti. „Mér finnst að það sé kominn tími á að ég spili sem atvinnumaður,” sagði Cantlay á blaðamannafundi fyrir Traveler´s Championship „Ég tel að þetta sé Lesa meira
Golfdagurinn er í dag!
Í tilefni af Ólympíuviku ÍSÍ mun Golfsamband Íslands, í samstarfi við golfklúbba vítt og breitt um landið, standa að Golfdeginum, sem verður haldinn í dag, miðvikudaginn 20. júní. Keppt verður í golfi á Ólympíuleikunum í Rio, Brasilíu, árið 2016 í fyrsta sinn frá árinu 1904. Af þessu tilefni stendur GSÍ í samstarfi við ÍSÍ fyrir Golfdeginum til að kynna Íslendingum fyrir golfi sem Ólympíuíþrótt. Á Golfdeginum mun fjöldi golfklúbba vítt og breitt um landið taka á móti börnum og unglingum og kynna þeim fyrir golfíþróttina, sem nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Opið verður milli 16-19 á æfingasvæði golfklúbba um allt land, þar sem börnum og unglingum verður kynnt íþróttin Lesa meira
Kristján Þór spilaði á -1 undir pari og komst gegnum niðurskurð
Kristján Þór Einarsson, GK, komst í gegnum niðurskurð í Amateur Championship, sem fram fer í Glasgow, Skotlandi. Hann kom inn á 71 höggi í gær og spilaði á 1 undir pari í dag, glæsilegum 70 höggum!!! Samtals er Kristján Þór því búinn að spila á 141 höggi (71 70) eða 1 undir pari. Kristján Þór spilaði á Glasgow Gailes vellinum í dag og er sem stendur jafn 7 öðrum í 7. sæti. Í efsta sæti er Svíinn Daníel Jennevret á samtals 6 undir pari. Niðurskurðinn var miðaður við 64 efstu, sem halda áfram í holukeppni á morgun og mætir Kristján Þór þá Ricardo Melo Gouveia frá Portúgal. Ólafur Björn Loftsson, Lesa meira
Viðtalið: Eva Karen Björnsdóttir, GR
Eva Karen Björnsdóttir er 14 ára og þegar búin að sigra á 2 mótum á Unglingamótaröð Arion banka í stelpuflokki. Hún vann fyrsta sigur sinn á 1. mótinu á Garðavelli á Akranesi og seinni sigur sinn á 3. mótinu á „heimavelli“ sínum, Korpúlfsstaðavelli, s.l. helgi. Eva Karen svaraði nokkrum spurningum Golf 1 og fer viðtalið hér: Fullt nafn: Eva Karen Björnsdóttir Klúbbur: Golfklúbbur Reykjavíkur/ GR Hvar og hvenær fæddistu? Í Reykjavík, 4. mars 1998. Hvar ertu alin upp? Í Grafarvoginum. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég bý með mömmu minni og pabba og á 2 systkini, eina systur og einn bróður. Við spilum öll golf nema systir mín. Hvenær byrjaðir Lesa meira
Mesta eftirsjá stórkylfinga (18. grein af 20): Lee Westwood
Englendingurinn Lee Westwood hefir sigrað tvívegis á PGA Tour og 21 sinnum á Evrópumótaröðinni. Hann hefir 12 sinnum orðið meðal 10 efstu á risamótum, en hefir hingað til ekki tekst að sigra á neinu þeirra. Skyldi það vera stærsta eftirsjá hans? Gefum Westwood orðið: „Ef ég ætti val myndi ég vilja hafa tekið út hálskirtlana úr mér mun fyrr. Þeir pirruðu mig af og til í heila eilífð áður en ég lét loks fjarlæga þá fyrir 3 árum. Ég var með hita næstum 6 sinnum á hverju ári og bólginn háls og leið illa. Stundum var þetta svo slæmt að ég varð að draga mig úr mótum. Ég frestaði þessu Lesa meira
Einn af unglingunum á US Open – Beau Hossler
Á US Open 2012 var mikið af ungum og óþekktum kylfingum, m.a. hinn 14 ára Andi Zhang frá Kína, hinn 17 ára Alberto Sanchez frá La Jolla í Kaliforníu, sem náði inn á 16. flöt í 2 höggum. Brautin er par-5, 670 yarda (612.6 metra) og það átti ekki að vera hægt að slá inn á í 2 höggum!!! En sá sem sló í gegn af unglingunum á US Open í ár var Beau Hossler. Hossler, er líka 17 ára frá Kaliforníu og er í Santa Margarita Catholic High í Orange County. Hann varð fyrstur ungra áhugamanna til þess að komast í gegnum úrtökumót og spila á 2 US Open Lesa meira
Carly Booth efst á stigalista LET – vonast eftir 3. sigri á Raiffeisenbank Prague Golf Masters
Hin skoska Carly Booth er full sjálfstrausts þessa viku þegar hún tíar upp á the Raiffeisenbank Prague Golf Masters mótinu, sem hefst í Albatross Golf Resort í Tékklandi, n.k. föstudag. Booth sem heldur upp á 20 ára afmæli sitt n.k. fimmtudag sigraði á Opna svissneska með glæsierni á 4. holu umspils nú um helgina. Á þriðja stærsta móti á Evrópumóti kvenna (ens.:Ladies European Tour. skammst.: LET),vannst 2. sigur hinnar 19 ára Carly á aðeins 6 vikum en fyrri sigur hennar vannst fyrir 6 vikum á Ladies Scottish Open í maí. Carly er komin í efsta sæti á stiga ISPS Handa Order of Merit, þ.e. stigalista LET og er nú ákveðin að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ai Miyazato – 19. júní 2012
Það er japanski kylfingurinn Ai Miyazato (jap.: 宮里 藍) sem er afmæliskylfingur dagsins. Ai fæddist á kvenfrelsisdaginn í Higashi, Okinawa í Japan, 19. júní 1985 og er því 27 ára í dag. Hún gerðist atvinnukylfingur 2004. Á ferli sínum hefir hún sigrað í 24 mótum sem atvinnumaður þar af í 8 á LPGA. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Daniel Silva, 19. júní 1966 (46 ára); Seema Saadekar 19. júní 1985 (27 ára); Mallory Elizabeth Blackwelder,19. júní 1987 (25 ára) ….. og …… Sjofn Bjornsdottir (55 ára) Matthías P. Einarsson (38 ára) Haukur Ingi Jónsson (40 ára stórafmæli!!!!) Tabitha Williams Steele Einar Marteinn Bergþórsson (26 ára) Bílnet Gunnar Ásgeirsson (42 ára) Sturlaugur H Böðvarsson (31 Lesa meira
Leiðrétting: Páll Orri Pálsson sigraði í strákaflokki á 3. móti Áskorendamóta- raðarinnar í Grindavík
Þau leiðu mistök áttu sér stað að svo sagði í frétt Golf 1 að Aron Atli Bergmann Valtýsson, GK, hefði sigrað strákaflokk á 3. móti Áskorendamótaraðarinnar, sem fram fór á Húsatóftavelli s.l. laugardag 16. júní 2012. Hið rétta er að Páll Orri Pálsson, GS, sigraði eftir umspil við Aron Atla. Báðir spiluðu strákarnir á 75 höggum og því varð að koma til umspils milli þeirra til þess að knýja á um úrslit. Í umspilinu hafði Páll Orri betur. Páll Orri er beðinn afsökunar á þessum leiðu mistökum.








