Nýju strákarnir á Evróputúrnum (19. grein af 21): Andy Sullivan varð í 3. sæti í Q-school
Nú er komið að lokum þessarar kynningar á „nýju“ strákunum á evrópsku mótaröðinni; aðeins eftir að kynna þá sem urðu í 3 efstu sætunum í Q-school í desember 2011. Í 3. sæti varð Andy Sullivan. Andy fæddist 19. maí 1986 og er því nýorðinn 26 ára. Hann er sem stendur nr. 711 á heimslistanum og í 61. sæti á Race to Dubai (stigalista evrópsku mótaraðarinnar). Draumur Andy rættist þegar hann fékk að vera í liði Breta & Íra í Walker Cup árið 2011 í Royal Aberdeen Golf Club þar sem hann vann báða fjórleiki sína. Hann hafði áður sigrað á mótum um heim allan þegar hann keppti víðsvegar meðan hann Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kristín María Þorsteinsdóttir – 21. júní 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Kristín María Þorsteinsdóttir. Kristín María er fædd 21. júní 1998 og því 14 ára í dag. Kristín María er í Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Hún spilar m.a. á Áskorendamótaröð Arion banka og hefir tekið þátt í opnum mótum með góðum árangri. Kristín er dóttir Þorsteins Hallgrímssonar og Ingibjargar Valsdóttur og á 1 bróður Val, sem líka spilar á Áskorendamótaröðinni. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Kristín María Þorsteinsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Matt Kuchar 21. júní 1978 (34 ára); William McGirt 21. júní 1979 (33 ára); Bae Sang-moon, 21. júní 1986 Lesa meira
Nick Faldo útnefndur Ambassador of Golf 2012
Frægðarhallarkylfingurinn Sir Nick Faldo hefir verið útnefndur Ambassador of Golf 2012 af Northern Ohio Golf Charities. Ambassador of Golf viðurkenningin er árlega veitt þeim kylfingi sem hefir tekið íþróttina á alþjóðlegt svið og sem hefir látið sér annt um aðra utan golfvallarins. Nick Faldur hefir sigrað á 39 mótum víðs vegar um heiminn, þ.á.m. á 6 risamótum og tók þar að auki þátt í 11 Ryder bikarskeppnum í röð. Hann var 98 vikur nr. 1 á heimsilstanum. Hann er talinn besti kylfingurinn í sögu Bretlands af sumum. Utan vallar hefir Faldo gegnt stöðu golfskýranda fyrir sjónvarpsstöðvarnar CBS og Golf Channel og hann er þátttakandi í 50 verkefnum, sem tengjast Faldo Lesa meira
Kona kenndi GPS tækinu um að hún keyrði bíl sínum í sandglompu
Kona nokkur keyrði inn á golfvöll og ofan í sandglompu. Þegar lögreglan mætti á svæðið sagði hún að GPS tækið sitt hefði gefið upp ranga staðsetningu og því hefði farið sem fór. Lögreglan sagði að konan hefði verið drukkin undir stýri. Patricia Maione var haldið gegn $ 10.000,- tryggingu eftir að hún sagðist saklaus af því m.a. að keyra án ökuréttinda og í 4. sinn ölvuð undir stýri. Yfirvöld segja konuna, 47 ára, hafa fest sig í sandglompu Whitinsville Golf Club í Northbridge, Massachusetts sl. mánudag. (Komast má á heimasíðu golfklúbbsins með því að SMELLA HÉR: ) Hún sagði að skv. GPS tækinu hefði hún hlotið leiðbeiningu um að taka Lesa meira
Smá golfgrín: Hættulegt að spila golf með eiginkonunni?
Kylfingur vaknar á sjúkrahúsi úr dauðadái. Við rúmið stendur læknirinn hans og segir: „Gott að þér skuli líða betur”! En ég verð einfaldlega að spyrja þig: „Þú varst með svo mörg beinbrot, stór glóðaraugu, marbletti um allan líkamann, og sprungið milta. Hvar lentirðu í svona stórslag – á einhverjum skemmtistað???” Kylfingurinn hristi höfuðið. „Nei, þetta gerðist þegar ég var að spila golf með konunni minni. Við vorum á gríðarlega erfiðri holu og slógum bæði boltunum okkar á nærliggjandi beitiland kúa. Við leituðum bæði að boltunum okkar og þá sé ég glitta í eitthvað hvítt í afturenda einnar kýrinnar. Ég labba því að henni, lyfti upp halanum og sé þá pikkfast Lesa meira
Viðtal við Carly Booth fyrir Raiffeisen Prague Golf Masters (1. grein af 2)
Skoska golfstjarnan Carly Booth er efst á stigalista LET (ens.: ISPS Handa Order of Merit) eftir sigur sinn á Deutsche Bank Ladies Swiss Open, sem var 2. sigur hennar á LET innan stutts tímaramma og er ákveðin að viðhalda velgengninni í Prag en þar hefst Raiffeisen Prague Golf Masters á föstudaginn n.k. Blaðafulltrúi LET tók eftirfarandi viðtal við Carly: Sp: Þú ert þekkt fyrir að vera mikil sleggja. Finnst þér völlurinn henti þér? Carly Booth: Já, ég held að þetta sé örugglega völlur drævera. Hann er mjög opinn og ég hugsa að ef maður nær að slá aðeins lengra þá verði hægt að ná inn á par-5urnar í 2 höggum. Þannig Lesa meira
Evróputúrinn: BMW International Open byrjar á morgun – loksins vann Kaymer!
Martin Kaymer vann opnunarsýningarmót í gær, en með því hófst árlegt BMW International Open mótið á Golf Club Gut Lärchenhof, formlega í Þýskalandi. Þjóðverjinn (Kaymer) hlaut 18 punkta í gærkvöldi og tryggði sér þar með sigur í sýningamótinu. Kaymer, sigraði sjálft BMW International Open mótið síðast 2008. Í ár taka m.a. þátt Sergio Garcia, John Daly, Miguel Angel Jiménez, Paul Casey og sá kylfingur sem á titil að verja Pablo Larrazábal. Það voru líka þessir 6 sem voru í sýningarmótinu og urðu að spila 9 holur af höggleik auk þess að ljúka 3 golfþrautum á 18. flöt. Kaymer var á skori upp á 6 undir pari, eftir holurnar 9 og fékk Lesa meira
Neururer – þýsk fótboltaþjálfaragoðsögn á batavegi eftir að hafa hlotið hjartaáfall á golfvelli
Peter Neururer telst til þýskra þjálfaragoðsagna í Bundesligunni. Hinn 57 ára þjálfari, sem m.a. þjálfaði Schalke 04, Hertha BSC Berlin og 1. FC Köln datt niður á Golfplatz Haus Leythe nálægt Gelsenkirchen í Þýskalandi, þar sem hann var við golfleik. Komast má á heimasíðu klúbbsins til þess að sjá Leythe golfvöllinn HÉR: Neururer hlaut hjartaáfall og varð neyðarlæknir að lífga hann við aftur. Neururer var haldið sofandi á gjörgæsludeild Mariensjúkrahússins í Gelsenkirchen-Buer fram til mánudagsins s.l., en nú er búið að vekja hann úr dáinu. „Það er búið að stabílísera hjartað, og við getum víst sagt að það sé heppni í óheppninni,“ sagði Dr. Karl-Heinz Bauer, náinn vinur Neururers. Þeir sem lesa þýsku Lesa meira
Kristján Þór komst ekki áfram í Skotlandi
Kristján Þór Einarsson, GK, komst ekki áfram á Amateur Championship, sem fram fer þessa dagana í Glasgow, í Skotlandi. Fyrstu tvo dagana var spilaður höggleikur og var Kristján Þór í 7. sæti eftir 2 fyrstu dagana. Þeir sem voru í 64 efstu sætunum komust áfram í holukeppni, sem spiluð var í dag. Þar mætti Kristján Þór, á Ricardo Melo Gouveia frá Portúgal og tapaði fyrir honum 4&3. Kristján Þór kemur til landsins á morgun og ætlar að taka þátt í Íslandsmótinu í holukeppni, sem fram fer á Leirdalsvelli hjá GKG dagana 22.-24. júní n.k. Til þess að sjá stöðuna á Amateur Championship SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Björgvin Sigmundsson – 20. júní 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Björgvin Sigmundsson. Björgvin fæddist 20. júní 1985 og er því 27 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Suðurnesja og hefir unnið mörg opin mót eða staðið sig vel í þeim. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Björgvin Sigmundsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Glenna Collett Vare, 20. júní 1903; Robert Trent Jones, 20. júní 1906; Crystal Fanning 20. júní 1982 (30 ára); Florentyna Parker, 20. júní 1989 (23 ára); Jaclyn Sweeney, 20. júní 1989 (23 ára) ….. og ….. Hafþór Bardi Birgisson (39 ára) Helena Mjöll Jóhannsdóttir (52 ára) Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé (43 ára) Glerstúdíó Lesa meira









