
Mesta eftirsjá stórkylfinga (18. grein af 20): Lee Westwood
Englendingurinn Lee Westwood hefir sigrað tvívegis á PGA Tour og 21 sinnum á Evrópumótaröðinni. Hann hefir 12 sinnum orðið meðal 10 efstu á risamótum, en hefir hingað til ekki tekst að sigra á neinu þeirra.
Skyldi það vera stærsta eftirsjá hans? Gefum Westwood orðið:
„Ef ég ætti val myndi ég vilja hafa tekið út hálskirtlana úr mér mun fyrr. Þeir pirruðu mig af og til í heila eilífð áður en ég lét loks fjarlæga þá fyrir 3 árum. Ég var með hita næstum 6 sinnum á hverju ári og bólginn háls og leið illa. Stundum var þetta svo slæmt að ég varð að draga mig úr mótum. Ég frestaði þessu eilíflega vegna þess að ég var svo mikill hræðslupúki að fara í skurðaðgerð. En nú er ég ánægður að hafa látið taka þá.
Ef það er eitt högg sem ég myndi gjarnan vilja spila aftur þá er það 1. púttið mitt á 18. flöt á Turnberry á lokahring Opna breska 2009. Ég hélt að ég yrði að setja niður til þess að jafna þegar ég leit aftur og sá Tom Watson slá inn á flöt fyrir aftan mig. Ég gerði ráð fyrir að hann fengi par sem þýddi að ég varð að fá fugl. Þannig að ég reyndi að setja niður en boltinn fór 3 metra fram fyrir. Síðan missti ég næsta pútt. Auðvitað vitandi það sem ég veit nú – þ.e. að Tom náði ekki pari – þá hefði ég púttað mun lausar.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024