Viðtalið: Eva Karen Björnsdóttir, GR
Eva Karen Björnsdóttir er 14 ára og þegar búin að sigra á 2 mótum á Unglingamótaröð Arion banka í stelpuflokki. Hún vann fyrsta sigur sinn á 1. mótinu á Garðavelli á Akranesi og seinni sigur sinn á 3. mótinu á „heimavelli“ sínum, Korpúlfsstaðavelli, s.l. helgi. Eva Karen svaraði nokkrum spurningum Golf 1 og fer viðtalið hér:
Fullt nafn: Eva Karen Björnsdóttir
Klúbbur: Golfklúbbur Reykjavíkur/ GR
Hvar og hvenær fæddistu? Í Reykjavík, 4. mars 1998.
Hvar ertu alin upp? Í Grafarvoginum.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég bý með mömmu minni og pabba og á 2 systkini, eina systur og einn bróður. Við spilum öll golf nema systir mín.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Um það bil 10 ára.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Pabbi minn og bróðir voru á fullu í golfinu og þeir drógu mig með.
Nú ertu búin að sigra á 2 mótum á Unglingamótaröð Arion banka uppi á Skaga og í Korpunni. Hvað gerir þú til þess að verða svona góð? Ég er búin að vera dugleg að æfa í vetur og í sumar, sem er að skila sér.
Hvernig var tilfinningin að sigra í umspilinu við Þóru Kristínu á 3. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Korpunni? Það var góð tilfinning, það er alltaf skemmtilegt að vinna.
Hver eru markmiðin fyrir sumarið – ætlar þú að taka þátt í öllum mótum Unglingamótaraðarinnar? Já, ég ætla að taka þátt í öllum mótuunum og einnig meistaramóti GR.
Í hvaða skóla ertu? Í Foldaskóla.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Hef ekki mikið pælt í því. Mér finnst bara gaman að spila mismunandi velli.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Höggleikur.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Grafarholtið og Korpan eru í uppáhaldi og líka Öndverðarnes.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Champions Gate í Orlando.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Ég hef spilað nokkra velli í Ameríku og þeir eru allt öðruvísi en hér á Íslandi.
Hvað ertu með í forgjöf? 13.6.
Hvert er lengsta drævið þitt? Sirka 220 metrar.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Það eru þessi 2 stigamót sem ég hef unnið í sumar.
Hefir þú farið holu í höggi? Nei ekki enn, en vona að það komi bráðum.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Samloku eða rúnstykki, banana og alltaf gott að hafa prins póló líka 😉
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, ég var að æfa fótbolta.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmatur: pizza, Uppáhaldsdrykkur: íslenska vatnið; Uppáhaldstónlist: ég hlusta á mjög fjölbreytta tónlist; Uppáhaldskvikmynd: þær eru mjög margar t.d „Shes the man“ og allar „Bring it on“ myndirnar.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Tiger Woods og Rory Mcllroy, ég fylgist eiginlega ekkert með kvennagolfinu svo það er engin sérstök í uppáhaldi.
Hvert er draumahollið? Tiger Woods, Rory Mcllroy og Andri bróðir.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Ég er með Rife pútter, restin er Ping G10.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já hjá nokkrum en núna er ég hjá Árna Páli.
Ertu hjátrúarfull? Nei frekar lítið.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Fara í háskólagolfið , njóta lífsins og hafa gaman.
Hvað finnst þér best við golfið? Útiveran, fjölbreyttnin og félagskapurinn.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? Andlegi þátturinn er mjög mikilvægur þannig ég myndi segja svona um 50 %.
Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Að vera sér og klúbbnum til sóma.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024