Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2012 | 14:00

Carly Booth efst á stigalista LET – vonast eftir 3. sigri á Raiffeisenbank Prague Golf Masters

Hin skoska Carly Booth er full sjálfstrausts þessa viku þegar hún tíar upp á the Raiffeisenbank Prague Golf Masters mótinu, sem hefst í Albatross Golf Resort í Tékklandi, n.k. föstudag. Booth sem heldur upp á 20 ára afmæli sitt n.k. fimmtudag sigraði á Opna svissneska með glæsierni á 4. holu umspils nú um helgina.

Á þriðja stærsta móti á Evrópumóti kvenna (ens.:Ladies European Tour. skammst.: LET),vannst 2. sigur hinnar 19 ára Carly á aðeins 6 vikum en fyrri sigur hennar vannst fyrir 6 vikum á Ladies Scottish Open í maí. Carly er komin í efsta sæti á stiga ISPS Handa Order of Merit, þ.e. stigalista LET og er nú ákveðin að framhald verði í velgengninni, áður en hún spilar á Evian Masters í næsta mánuði í Frakklandi, en mótið verður eitt risamóta kvennagolfsins á næsta ári og er það mót þar sem verðlaunafé er hvað hæst.

Hin skoska Carly Booth á Opna svissneska 17. júní 2012. Mynd: LET

„Ég hlakka til í þessari viku og mér líkar völlurinn sem ég spilaði á síðasta ári þannig að vonandi get ég náð enn einum góðum árangrinum áður en ég tek mér 5 vikna frí fyrir Evian,“ sagði Booth, sem var T-29 á fyrsta móti LET í Tékklandi í fyrra.

„Ég verð til fyrir föstudaginn (1. dag mótsins).Ég fer á æfingu í dag og tek því rólega á morgun og síðan er Pro-Am mótið á fimmtudaginn og þá er ég til,“ bætti hún við.

„Markmið mitt var að vinna tvisvar áður en ég yrði 20 og ég gerði það þannig að það að sigra í þessari viku myndi verða nokkuð frábært þannig að ég reyni að gera mitt besta og sé til hvað gerist.“

Greig Stanfield, sem var kaddý fyrir Booth í The Curtis Cup, þegar hún var 15 ára tekur við af  Tano Goya, kæresta Carly, sem kaddý. Carly Booth upplýsti að enginn tími væri til að halda upp á neitt  á sunnudaginn þar sem hún á bókað flug snemma á mánudaginn til Mílan, en kannski verður það þreföld ástæða til hátíðahalda ef henni tekst að sigra.

Fyrir aðeins 6 mánuðum var Carly full eftirsjár eftir að hafa misst af tækifærum sínum á Q-school LET eftir að hafa rétt misst af einu af efstu 30 sætunum, en hún tapaði í umspili.

En hvað sem öðru líður eftir 2 sigra með stuttu millibili, þá er hún nú í efsta sæti á stigalista LET og á möguleika á að verða fyrsti skoski kvenkylfingurinn til þess að tróna þar síðan Dale Reid tókst það árið 1987.

„Mér finnst bara að ef ég get haldið áfam að spila eins og ég hef spilað núna þá sé ég enga ástæðu fyrir að ég verði þar ekki áfram (þ.e. í 1. sæti stigalistans),“ sagði hún.

Albatross Golf Resort ætti að henta Carly Booth fullkomlega, en hún spilar kraftagolf sem er kostur á par-72 golfvelinum sem er  6376 yarda, eða 5830 metra. Hún mun líklega ná inn á 4 af par-5um vallarins í 2 höggum og aðeins 10. brautin er hugsanlega undantekning.  Á mörgum par-4 anna sem taldar eru langar brautir fyrir konur mun Carly aðeins þurfa að nota mið-járnin.

Aðrar sigurstranglegar eru franska stúlkan og sleggjan Jade Schaeffer, sem á titil að verja frá síðasta ári, en sigurskor hennar var samtals 13 undir pari á 3 hringjum. Önnur þekkt nöfn í kvennagolfinu sem taka þátt eru Laura Davies, Trish Johnson, Melissa Reid, Lee-Anne Pace, Becky Brewerton og Gwladys Nocera. Fimm af sigurvegurum á LET á þessu ári eru jafnframt með en það eru Line Vedel, Carlota Ciganda, Anne-Lise Caudal, Karen Lunn og Carly Booth.

Heimild: LET