
Golfdagurinn er í dag!
Í tilefni af Ólympíuviku ÍSÍ mun Golfsamband Íslands, í samstarfi við golfklúbba vítt og breitt um landið, standa að Golfdeginum, sem verður haldinn í dag, miðvikudaginn 20. júní. Keppt verður í golfi á Ólympíuleikunum í Rio, Brasilíu, árið 2016 í fyrsta sinn frá árinu 1904. Af þessu tilefni stendur GSÍ í samstarfi við ÍSÍ fyrir Golfdeginum til að kynna Íslendingum fyrir golfi sem Ólympíuíþrótt.
Á Golfdeginum mun fjöldi golfklúbba vítt og breitt um landið taka á móti börnum og unglingum og kynna þeim fyrir golfíþróttina, sem nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Opið verður milli 16-19 á æfingasvæði golfklúbba um allt land, þar sem börnum og unglingum verður kynnt íþróttin og kennd undirstöðuatriðin. Áhugasömum er bent á að kynna sér golfklúbba í sínu nágreni.
Nýverið stofnaði GSÍ afrekssjóðinn Forskot í samstarfi við fyrirtækin Icelandair, Valitor, Íslandsbanka, og Eimskip með það að markmiði að koma íslenskum kylfingum inn á Ólympíuleikana árið 2016. Markið er sett hátt en ef marka má þann uppgang sem orðið hefur í íslensku golfi á undanförnum árum þá er stutt í það að Íslendingar eignist kylfinga í fremstu röð.
Golf er í dag næstvinsælasta íþrótt landsins og eru um 17 þúsund manns félagar í golfklúbbi hér á landi. Stöðug fjölgun hefur verið meðal íslenskra kylfinga á undanförnum árum og er golfíþróttin líklega hvergi eins vinsæl og hér á Íslandi. Það er aldrei að vita nema að næsta Ólympíustjarna Íslands kynni sér golfíþróttina á Golfdeginum.
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023