Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2012 | 23:00

Kristján Þór spilaði á -1 undir pari og komst gegnum niðurskurð

Kristján Þór Einarsson, GK, komst í gegnum niðurskurð í Amateur Championship, sem fram fer í Glasgow, Skotlandi.  Hann kom inn á 71 höggi í gær og spilaði á 1 undir pari í dag, glæsilegum 70 höggum!!!  Samtals er Kristján Þór því búinn að spila á 141 höggi (71 70) eða 1 undir pari.

Kristján Þór spilaði á Glasgow Gailes vellinum í dag og er sem stendur jafn 7 öðrum  í 7. sæti.

Í efsta sæti er Svíinn Daníel Jennevret á samtals 6 undir pari.

Niðurskurðinn var miðaður við 64 efstu, sem halda áfram í holukeppni á morgun og mætir Kristján Þór þá  Ricardo Melo Gouveia frá Portúgal.

Ólafur Björn Loftsson, NK, sem einnig tók þátt í mótinu komst því miður ekki í gegnum niðurskurð, spilaði á samtals 147 höggum (74 73) eða samtals 5 yfir pari.  Hann lauk keppni í 92. sæti sem hann deildi með 25 öðrum kylfingum.

Golf 1 óskar Kristjáni Þór góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna á Amateur Championship  SMELLIÐ HÉR: