Magnús Birgisson kenndi ráðherranum golf
Magnús Birgisson, golfkennari hjá MP Academy í Oddinum var með byrjanda í golftíma hjá sér nú fyrir helgi. Þar var kominn Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, en hann sló sitt fyrsta högg í tíma hjá Magnúsi. Það sýnir hversu góður golfkennari Magnús er að Ögmundur náði virkilega að slá og hitta boltann í sínum fyrsta tíma, en það tekst ekki öllum byrjendum. Ögmundur ætlar að taka þátt í framtaki Kiwanisfélaga, sem ætla að spila golfhring í kringum Ísland og reyna í leiðinni að slá 5 heimsmet. Þeir ætla m.a. að spila á „stærsta golfvellinum“ sem er landið sjálft og yfir stærtstu sandgryfjuna. Sjá má frétt visis.is um golfhring þeirra Kiwanismanna, sem áætlað Lesa meira
Viðtalið: Kristján Þór Einarsson, GK
Kristján Þór Einarsson, GK, tekur þátt í Amateur Championship í Glasgow, Skotlandi. Hann kom inn á 71 höggi í dag og er sem stendur í 21. sæti, eftir að fyrstu 144 hafa lokið keppni. Þetta er frábær árangur hjá Kristjáni Þór! Sjá má stöðuna með því að SMELLA HÉR: Kristján Þór er annars einn þriggja Íslendinga, sem spilar í golfliði Nicholls State University í Thibodaux, Louisiana, í Bandaríkjunum, en hinir tveir eru Pétur Freyr Pétursson, GR og Andri Þór Björnsson, GR. Þetta er mesti fjöldi Íslendinga, sem spilar í einu og sama háskólaliðinu í Bandaríkjunum. Kristján Þór er jafnframt Íslandsmeistari í höggleik 2008 og holukeppni 2009. Hann er næstyngsti kylfingur til Lesa meira
Webb Simpson í 5. sæti heimslistans eftir sigur á US Open
Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson er kominn í 5. sæti heimslistans eftir glæstan sigur á US Open í Olympic Club í fyrrakvöld. Hinn 26 ára Simpson frá Norður-Karólínu spilaði lokahringinn á 68 höggum og nældi sér þar með í fyrsta risatitil sinn á ferlinum. Hann hóf lokahringinn 4 höggum á eftir forystumönnum 3. dags og lauk hringnum 1 höggi á undan Michael Thompson og sigurvegara US Open 2010, Graeme McDowell. Með sigrinum skaust hann upp heimslistann úr 14. sætinu á topp-5, þ.e. í 5. sætið og er þetta besti árangur sem Webb Simpson hefir náð á heimslistanum. Fyrir ofan Simpson á listanum eru Luke Donald og Rory McIlroy (nr. 1 og 2) sem Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Árni Sæberg – 18. júní 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Árni Sæberg. Árni er fæddur 18. júní 1998 og er því 14 ára í dag! Árni er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og spilar á Áskorendamótar Arion banka. Hann tók m.a. þátt í 3. móti mótaraðarinnar á Húsatóftavelli í Grindavík á laugardaginn. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jim Albus, 18. júní 1940 (72 ára) ….. og …… Valgerður Kristín Olgeirsdóttir (57 ára) Auðun Helgason (38 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
LET: Carly Booth vann 2. sigur sinn á LET á Opna svissneska
Það var skoska golfstjarnan Carly Booth, sem sigraði í gær á Deutsche Bank Ladies Swiss Open, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Carly spilaði á samtals 12 undir pari, líkt og þýsku stúlkurnar Caroline Masson og Anja Monke. Á lokahringnum spilaði Carly á 68 höggum og var sem segir á samtals 12 undir pari, 276 höggum á heitum degi í Golf Gerre Losone í Ticino, Sviss. Hún fékk fugl á lokaholuna og komst í umspil við þýsku stúlkurnar Masson og Monke. Síðan fékk hún fugl 3 sinnum á par-5 18 holuna áður en hún setti niður 3 metra arnarpútt og vann tékkann fyrir 1. sætið €78,750. Carly Booth á sama afmælisdag Lesa meira
EPD: Þórður Rafn varð í 16. sæti á Schloß Moyland Golfresort Classic mótinu
Þórður Rafn Gissurarson, GR, lauk leik í gær 17. júní 2012 á Schloß Moyland Golfresort Classic mótinu, sem er hluti af EPD-mótaröðinni. Mótið fór fram í Bedburg-Hau í Þýskalandi. Þórður Rafn spilaði samtals á 1 yfir pari, 217 höggum (70 71 76). Það var síðasti hringurinn sem varð til þess að Þórður varð ekki ofar á skortöflunni, en hann var fram að því búinn að spila báða hringi sína glæsilega undir pari. Lokahringur Þórðar byrjaði illa, hann fékk skramba, 7-u á par-4 1. brautinni; 3 skolla, 5 fugla og síðan lauk hann hringnum á skelfilegum skramba 8-u, á par-5 18. holunni. Þórður lauk keppni í 16. sæti, sem hann deildi Lesa meira
NK: Arnór Ingi Finnbjörnsson og Guðjón Petersen sigruðu á Opna Þjóðhátíðarmóti NK
Opna Þjóðhátíðardagsmótið fór fram á Nesvellinum í gær 17. júní 2012. Stíf austanátt setti svip sinn á leik þeirra sem fóru út fyrir hádegi en svo lægði töluvert eftir hádegi og þegar sólin skein var fínasta veður til golfleiks. Þegar mótið hófst höfðu færri komist að en vildu. Þó nokkrir kylfingar boðuðu forföll og nokkrir létu ekki sjá sig án útskýringa sem er að sjálfsögðu óviðunandi framkoma. Mótið, sem var haldið í samstarfi við ICELANDAIR er 18 holu höggleikur og punktakeppni og voru veitt þrenn verðlaun í báðum flokkum. Þar fyrir utan voru veitt nándarverðlaun á par þrjú holum og í tveimur höggum á 8./17. holu ásamt því að dregið Lesa meira
GSS: Sigríður Elín Þórðardóttir sigraði í punktakeppni án forgjafar á Opna kvennamóti GSS
Á laugardaginn 16. júní s.l. fór fram eitt alskemmtilegasta kvennamót Íslands: Opna kvennamót GSS. Þátttakendur í ár voru 42. Leikformið var punktakeppni með og án forgjafar og hlutu allir keppendur að venju glæsilegar teiggjafir og verðlaun af verðlaunaborðinu, sem kvennanefndin ver löngum tíma ár hvert að safna fyrir og eru með þeim glæsilegri í kvennamótum hér á landi. Auk hefðbundinna verðlauna er fjöldi óhefðbundinna verðlauna s.s. undirfatnaður fyrir flestar 6-ur; silungur fyrir flest högg í ánna o.fl. Gunnar og Hjörtur taka síðan á móti konunum að keppni lokinni með hressingu og er óvíða dekrað jafnmikið við konur á kvennamóti og á Sauðárkróki. Í punktakeppni án forgjafar sigraði Sigríður Elín Þórðardóttir, Lesa meira
GSS: Börn og unglingar spiluðu 1000 golfholur til styrktar unglingastarfi
Á föstudaginn, 15. júní s.l. fóru börn og unglingar GSS á Sauðárkróki létt með að spila 1000 golfholur eins og þau hétu að gera til styrktar unglingastarfi klúbbsins. Það tók þau aðeins um 11 klukkustundir. Frábær stemming var meðal krakkanna og allir stóðu sig frábærlega, ekki sýst þau yngstu, sem gengu allan daginn og létu engan bilbug á sér finna. Heimild: gss.is
PGA: Webb Simpson sigraði á US Open 2012
Það var Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson, sem stóð uppi sem sigurvegari US Open 2012 og er þetta 1. risamótið sem þessi fyrrum nemandi í Wake Forest (sami háskóli og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í) sigrar á. Simpson var á skori upp á samtals 1 yfir pari, 281 högg (72 73 68 68). Aðeins 1 höggi á eftir voru Norður-Írinn Graeme McDowell og Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson. Fjórða sætinu deildu þeir Jim Furyk, sem búinn var að vera í forystu mestallan lokahringinn, Jason Dufner, David Toms og John Peterson, allir frá Bandaríkjunum og Írinn Pádraig Harrington; allir á samtals 3 yfir pari, hver. Í 9. sæti var síðan sá sem líka sýndi af sér Lesa meira










