Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2012 | 09:30

Um mikilvægi þess að vera jákvæður í golfi

Hér er lítið myndskeið með Shawn Achor, sálfræðingi, með meiru, sem hlotið hefir fjöldann allan af verðlaunum m.a. af Harward háskólanum, þar sem Achor var nemandi og starfaði einnig til fjölda ára. Achor er sérfræðingur í jákvæðri sálfræði og heldur fyrirlestra um öll Bandaríkin um mikilvægi þess að vera jákvæður. Þótt í myndskeiðinu hér fókusi Achor ekki beinlínis á golf er margt í því sem kylfingar geta tekið með sér út á völl, enda er golfvöllurinn jú ekkert annað en spegill lífsins ef marka má Tiger Woods.

Hér má sjá gott myndskeið um mikilvægi þess að vera jákvæður með  Shawn Achor: SMELLIÐ HÉR