
Einn af unglingunum á US Open – Beau Hossler
Á US Open 2012 var mikið af ungum og óþekktum kylfingum, m.a. hinn 14 ára Andi Zhang frá Kína, hinn 17 ára Alberto Sanchez frá La Jolla í Kaliforníu, sem náði inn á 16. flöt í 2 höggum. Brautin er par-5, 670 yarda (612.6 metra) og það átti ekki að vera hægt að slá inn á í 2 höggum!!! En sá sem sló í gegn af unglingunum á US Open í ár var Beau Hossler.
Hossler, er líka 17 ára frá Kaliforníu og er í Santa Margarita Catholic High í Orange County. Hann varð fyrstur ungra áhugamanna til þess að komast í gegnum úrtökumót og spila á 2 US Open í röð. Síðast tókst Mason Rudolph það, árið 1951. Það sem var jafnvel enn betra var að Beau setti niður 4 metra pútt á föstudeginum á 1. holu (11. holu á hring hans) og komst þar með fram fyrir Tiger og var einn í forystu. „Ég var mjög spenntur yfir þessu,“ viðurkenndi Beau „en á sama tíma átti ég eftir að spila 40 holur!“
Bandarískum golffjölmiðlum finnst jafnvel nafnið Beau Hossler eitthvað svo golflegt og finnst hann líta út eins og ungur Jack Nicklaus, vera með sveiflu Colin Montgomerie og svala framkomu Fred Couples…. og svo er hann með púttstroku hræðslulauss unglings.
En líftími Beau á toppnum á US Open á föstudeginum varði stutt. Hann fékk skramba á 4. holuna. Á 5. braut lenti hann í glompu og kaddýinn hans og guðfaðir, Bill Schullenberg vildi að hann einbeitti sér að því að spila öruggt golf, en Beau tók 6-járn, boltinn strauk trén og Beau varða að nota wedge til að koma boltanum inn á flöt. Hann fékk skolla en þvílíkt djarft högg. Schullenberg sagði eftir þetta:„Ég á eftir að fá hjartaáfall á hringnum með þér!“
Á dagskrá hjá Beau er að spila háskólagolf í Texas, en liðsfélagi hans þar verður Jordan Spieth, 18 ára, sem nú nýverið lauk busaári sínu með golfliði meisturum NCAA, The Longhorns. Þegar Hossler spilaði á 76 höggum á sunnudeginum komst Spieth fram fyrir hann, en Spieth spilaði á samtals 139 höggum yfir helgina og hlaut verðlaun fyrir besta skor áhugamanna. Spieth var hins vegar aldrei í forystu allt mótið. Þannig að vestra velta menn því fyrir sér hvor sé betri Hossler eða Spieth?
Hvað sem öðru líður er framtíðin björt í bandarísku golfi og margir ungir og upprennandi kylfingar að koma fram. T.a.m. þegar Hossler spilaði erfiðan Olympic Club golfvöllinn á sléttu pari á laugardaginn stóðu áhorfendur upp og ætlaði lófatakinu aldrei að linna ….. og hinn 17 ára Hossler brosti. Það að ljúka leik í 29. sæti á einu af 4 risamótum golfisins, aðeins 17 ára er líka afrek sem Hossler má vera stoltur af!!!
Heimild: Golf.com
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024