Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2012 | 10:00

Leiðrétting: Páll Orri Pálsson sigraði í strákaflokki á 3. móti Áskorendamóta- raðarinnar í Grindavík

Þau leiðu mistök áttu sér stað að svo sagði í frétt Golf 1 að Aron Atli Bergmann Valtýsson, GK, hefði sigrað strákaflokk á 3. móti Áskorendamótaraðarinnar, sem fram fór á Húsatóftavelli s.l. laugardag 16. júní 2012.  Hið rétta er að Páll Orri Pálsson, GS, sigraði eftir umspil við Aron Atla.

Báðir spiluðu strákarnir á 75 höggum og því varð að koma til umspils milli þeirra til þess að knýja á um úrslit.  Í umspilinu hafði Páll Orri betur.

Páll Orri er beðinn afsökunar á þessum leiðu mistökum.