Eimskipsmótaröðin (3) hjá GKG: Íslandsmótið í holukeppni 22. júní – fyrsti dagur
Mesta eftirsjá stórkylfinga (19. grein af 20): Tom Watson
Hinn 62 ára kylfingur myndi hafa sigrað í 6. sinn á Opna breska 2009 og jafnað met yfir flesta sigra á mótinu (þá 59 ára í Turnberry) ef hann hefði sett niður á 18. flöt. Skyldi það vera mesta eftirsjá Watson? Nei, atvikið sem Watson sér eftir átti sér stað 25 árum áður. Gefum Tom Watson orðið: „Mulligan-inn minn myndi vera höggið með 2-járninu sem ég notaði við högg á 17. flöt Opna breska 1984. Höggið sem ég sló var áhættusamt, en það var vegna legunnar. Boltinn var á svolítilli hæð þannig og það eina sem kom til greina var að slá lágt. Það var líka högg á móti vindi Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (3): 1. umferð lokið – 2 leikir fóru í umspil á Íslandsmótinu í holukeppni
Fyrstu umferð á Íslandsmótinu í holukeppni er lokið. Tveir af leikjum morgunsins fóru í umspil: Hlynur Geir Hjartarson, GOS hafði betur gegn Árna Páli Hanssyni, GR, sem komst inn í mótið á hlutkesti (þar sem Bjarki Pétursson, GB laut lægra haldi) á 19. holu. Sömu sögu er að segja af viðureign Ísaks Jasonarsonar, GK, sem vann Kjartan Dór Kjartansson á 19. holu. Annað markvert sem gerðist í morgun var að Örvar Samúelsson, GA lagði núverandi Íslandsmeistara í holukeppni, Arnór Inga Finnbjörnsson, GR. Annars er staðan eftir 1. umferð eftirfarandi: 1. riðill Hlynur Geir Hjartarson, GOS vann Árna Pál Hansson, GR á 19 holu Arnar Snær Hákonarson, GR – Magnús Lárusson, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn J. Gíslason – 22. júní 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Kristinn J. Gíslason. Kristinn er fæddur 22. júní 1952 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Kristinn er í Golfklúbbi Reykjavíkur og er góður kylfingur. Hann er kvæntur Elísabetu Maríu Erlendsdóttur og eiga þau afrekskylfingana Alfreð Brynjar, klúbbmeistara GKG 2011 og Ólafíu Þórunni, klúbbmeistara GR 2011 og Íslandsmeistara í höggleik og holukeppni 2011 og auk þess Kristinn Jósep, Elínborgu og Lóu Kristínu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Kristinn J. Gíslason Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Julio Cesar Zapata, 22. júlí 1976 (36 ára); Dustin Johnson, 22. júní 1984 Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (3): Íslandsmótið í holukeppni hófst í morgun á Leirdalsvelli hjá GKG – rástímar
Klukkan 7:30 í morgun hófst á Leirdalsvelli hjá GKG Íslandsmótið í holukeppni, þ.e. 3. mótið á Eimskipsmótaröðinni. Völlurinnn er lokaður fyrir félagsmenn GKG dagana 3 sem mótið fer fram. Gegn framvísun á félagsskírteini fá félagsmenn GKG 50% afslátt á öðrum völlum. Það eru GR-ingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Arnór Ingi Finnbjörnsson, sem eiga titil að verja. Hér eru rástímar á Íslandsmótinu í holukeppni:
Afmæli dagsins: Golfklúbburinn Hellu Rangárvöllum 60 ára!!!
Golfklúbbur Hellu, GHR, var stofnaður í dag fyrir 60 árum, þ.e. 22. júní 1952. Golfklúbburinn á Hellu er 4. elsti golfklúbbur landsins á eftir Golfklúbbi Reykjavíkur (1934); Golfklúbbi Akureyrar (1935) og Golfklúbbi Vestmannaeyja (1938). Aðalhvatamaður og stofnandi klúbbsins var Helmut Stolzenwald, en sonur hans, Rúdolf Þórarinn Stolzenwald var fyrsti formaður. Fyrsta vallaraðstaða klúbbsins var á Gaddastaðaflötum við Ytri-Rangá hjá Hellu og var golf stundað þar nokkuð reglubundið á 9 holu golfvelli frá 1952-58, en þá varð aðstaðan að víkja fyrir hestamannafélaginu. Starfsemi klúbbsins lagðist því sem næst niður í kringum 1960 vegna vallarleysis, en uppúr 1970 fékkst land fyrir starfsemina að nýju að Strönd, Rangárvöllum og tók þá Einar Kristinsson á Lesa meira
PGA: David Mathis leiðir á Travelers – hápunktar og högg 1. dags
Í gær hófst á TPC River Highlands, í Cromwell Conneticut, Travelers mótið. Það er Bandaríkjamaðurinn, David Mathis, sem tekið hefir forystuna á 6 undir pari, eða 64 höggum. Á hringnum fékk Mathis m.a. ás á 11. par-3 holuna, en auk þess 6 fugla og 2 skolla. Aðeins 1 höggi á eftir eru Svíinn Fredrik Jacobson, Bandaríkjamaðurinn Will Claxton og Ástralinn Nathan Green. Tíu kylfingar deila 5. sætinu, þ.á.m. US Open sigurvegarinn 2012, Webb Simpson og Masters sigurvegarinn Bubba Watson; allir á 4 undir pari, 66 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag The Travelers SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á The Travelers SMELLIÐ HÉR: Lesa meira
Viðtal við Carly Booth fyrir Raiffeisen Prague Golf Masters (2. grein af 2)
Hér fer seinni hluti af viðtali, sem tekið var við skosku golfstjörnuna Carly Booth, fyrir Raiffeisen Prague Golf Masters mótið sem hefst á morgun á Albatross Golf Resort, rétt fyrir utan Prag, í Tékklandi: Sp.: Þú varst alþjóðleg fimleikastjarna, hjálpar það þér að vera svona sterk og sveigjanleg? Carly: Það hjálpaði mér alveg örugglega í golfleiknum, sérstaklega m.t.t. fjarlægðir og þar sem pabbi minn er íþróttamaður vildi hann að við prófuðum allar tegundir íþrótta þegar við vorum yngri. Ég var líka í sundi og komst næstum því í landslið Skotlands í sundi. Íþróttir voru hátt skrifaðar í fjölskyldu minni. Ég er svo ánægð að ég valdi fimleika og varði 6 árum Lesa meira
Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari velur í landsliðsverkefni unglinga
Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur valið unga og efnilega kylfinga sem munu keppa fyrir Íslands hönd í nokkrum landsliðsverkefnum sem framundan eru í sumar. Um er að ræða EM stúlkna í Þýskalandi, European Young Masters mótið í Ungverjalandi og Junior Open mótið í Englandi. Sex stúlkur keppa fyrir Íslands hönd á EM stúlkna sem fram fer í Þýskalandi 10.-14. júlí í Þýskalandi á St. Leon Rot vellinum. Sjá nánar með því að SMELLA HÉR: EM stúlkna í Þýskalandi (17-18 ára): Anna Sólveig Snorradóttir GK Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK Guðrún Pétursdóttir GR Högna Kristbjörg Knútsdóttir GK Sunna Víðisdóttir GR Særós Eva Óskarsdóttir GKG Fararstjórar: Ragnar Ólafsson Brynjar Eldon Geirsson European Young Lesa meira
Evróputúrinn: Marcus Fraser og Fabrizio Zanotti í forystu eftir 1. dag BMW
Marcus Fraser og Fabrizio Zanotti hafa tekið forystu á BMW International Open, sem hófst í dag á Gut Lärchenhof nálægt Köln í Þýskalandi. Báðir spiluðu á 64 höggum í dag. Tveir Englendingar, Danny Willet og Chris Wood ásamt Íranum Paul McGinley deila 3. sætinu en þeir spiluðu allir á -7 undir pari, 65 höggum. Í 6. sæti eru enn aðrir 3. kylfingar; allir á -6 undir pari, 66 höggum; Svíinn Pelle Edberg, Suður-Afríkubúinn Keith Horne og Frakkinn Grégory Havret. „Heimamaðurinn“ Martin Kaymer, sem ætlaði sér stóra hluti í mótinu spilaði á 1 undir pari, 71 höggi og deilir 67. sætinu, 7 höggum á eftir forystunni Til þess að sjá stöðuna á BMW Lesa meira









