Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2012 | 15:00

Eimskipsmótaröðin (3): Úrslit eftir 2. umferð í kvennaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni

Hér eru úrslit í 2. umferð kvennaflokks á Íslandsmótinu í holukeppni, en leikirnir fóru fram fyrir hádegi í dag 23. júní 2012. Eftir hádegi verður síðan spiluð 3. umferð í kvennaflokki og verða úrslit þar ásamt úrslitum í 8 manna undankeppni karla birt í kvöld. Hér eru úrslit eftir 2. umferð í kvennaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni: 1. riðill Tinna Jóhannsdóttir, GK vann Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR 2&1 Ingunn Einarsdóttir, GKG sigur hjá   2. riðill Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK vann Rögnu Björg Ólafsdóttur, GKG 8&7 Ingunn Gunnarsdóttir, GKG vann Karen Guðnadóttur, GS 2&0   3. riðill Anna Sólveig Snorradóttir, GK vann Berglindi Björnsdóttur, GR 5&3 Þórdís Geirsdóttir, GK 3 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2012 | 13:55

Eimskipsmótaröðin (3): Úrslit 3. umferðar í karlaflokki – Alfreð Brynjar, Andri Þór, Birgir Leifur, Guðjón Henning, Haraldur Franklín, Hlynur Geir, Rúnar og Tryggvi keppa í 8 manna úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni

Í dag, 23. júní 2012, fyrir hádegi var leikin 3. umferð í karlaflokki og 2. umferð í kvennaflokki. Eftir hádegi keppa 8 efstu karlar í hverjum riðli. Ljóst er nú hverjir urðu efstir í hverju riðli og hverjir mætast, en það eru eftirfarandi keppendur: Sigurvegari 1. riðils: Hlynur Geir Hjartarson, GOS  mætir sigurvegara 8. riðils Guðjóni Henning Hilmarssyni, GKG Sigurvegari 2. riðils: Tryggvi Pétursson mætir sigurvegara 7. riðils Rúnari Arnórssyni, GK Sigurvegari 3. riðils: Andri Þór Björnsson, GR mætir sigurvegara 6. riðils Haraldi Franklín Magnús, GR Sigurvegari 4. riðils: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG mætir sigurvegara 5. riðils Alfreð Brynjari Kristinssyni, GKG   Úrslit 3. umferðar í karlaflokki í Íslandsmótinu í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2012 | 13:30

Eimskipsmótaröðin (3): Úrslit í riðlunum 8 í karlaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni

Hér á eftir fara úrslit í öllum riðlum þ.e. sætisröðun keppendanna 32 í karlaflokki  á Íslandsmótinu í holukeppni í hverjum einstökum riðli um sig eftir 3. umferðir:  1. riðill                                                                                              1. sæti Hlynur Geir Hjartarson, GOS  3 sigrar     –     átti 7 holur 2. sæti Arnar Snær Hákonarson, GR  2 sigrar     –            átti  8 holur 3. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kári Sölmundarson – 23. júní 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Kári Sölmundarson. Kári er fæddur 23. júní 1970 og er því 42 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Oddi. Kári hefir tekið þátt í ýmsum opnum mótum og staðið sig vel. T.a.m. var hann í 2. sæti á 20 ára afmælismóti Bakkakots í fyrra. Kári er kvæntur Hörpu Þórsdóttur. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Kári Sölmundarson (42 ára) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Ben Sayers, 23. júní 1856; Samuel McLaughlin Parks, Jr., 23. júní 1909; Lawson Little, 23. júní 1910; Flory Van Donck, 23. júní 1912 (100 ára stórafmæli); Colin Montgomerie, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2012 | 09:00

LPGA: Inbee Park efst á Manulife Financial LPGA Classic eftir 2. dag

Dagana 21.-24. júní er í fyrsta sinn haldið  Manulife Financial LPGA Classic. Spilað er á Grey Silo golfvellinum í  Waterloo, Ontario, Kanada en völlurinn er u.þ.b. 70 mílur frá Toronto.  Mótið er aðeins annað af 2 LPGA mótum sem haldin eru í Kanada og má fylgjast með gangi mála í beinni á Golf Channel, fyrir þá sem ná þeirri stöð hérlendis. Staðan eftir 2 mótsdaga er sú að Inbee Park er í forystu. Hún hefir spilað á samtals 9 undir pari, á 133 höggum (69 64). Í 2. sæti eru Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum, Shashan Feng frá Kína og Hee Kyung Seo frá Suður-Kóreu, allar á 8 undir pari. Lexi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2012 | 07:00

GK: Einar Haukur sló næstum vallarmet á Hvaleyrinni

Einar Haukur Óskarsson, tók þátt í innanfélagsmóti hjá GK, s.l. miðvikudag.  Það voru 139 skráðir í mótið. Einar Haukur spilaði langbest þeirra 130, sem luku keppni; var á 6 undir pari, 65 glæsihöggum. Á hringnum fékk Einar Haukur 7 fugla og 1 skolla, en skollinn kom í Hrauninu, á erfiðustu brautinni þ.e. 2. braut. Vallarmet á Hvaleyrinni af gulum er 64 högg.  Einar Haukur var því aðeins 1 höggi frá því að jafna vallarmetið og 2 frá því að setja nýtt. Glæsilegur árangur hjá þessum frábæra kylfingi, sem nýgenginn er til liðs við GK! Úrslit urðu annars eftirfarandi: Höggleikur án forgjafar 1. sæti  Einar Haukur Óskarsson GK  65 högg 2. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2012 | 03:00

LET: Elisabeth Esterl og Veronica Zorzi leiða eftir 1. dag Raiffeisenbank Prague Golf Masters

Það eru þýska stúlkan Elisabeth Esterl og Veronica Zorzi frá Ítalíu, sem leiða eftir 1. dag Raiffeisenbank Prague Golf Masters, sem fram fer í Albatross Golf Resort, rétt fyrir utan Prag í Tékklandi.  Esterl og Zorzi spiluðu báðar á 66 höggum. Þriðja sætinu deila 3 kylfingar: Mel Reid frá Englandi og Connie Chen og Lee-Ann Pace frá Suður-Afríku, en allar eru þær 2 höggum á eftir Esterl og Zorzi á 68 höggum eða 4 undir pari. Fimm kylfingar eru síðan á 3 undir pari, 69 höggum: Laura Davies og Eleanor Givens frá Englandi; Stacey Keating og Nikki Garrett frá Ástralíu og Jenni Kuosa frá Finnlandi. Skoska stjarnan Carly Booth spilaði á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2012 | 02:45

PGA: Fredrik Jacobson leiðir þegar Travelers er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags

Það er Svíinn Fredrik Jacobson, sem leiðir eftir 2. dag Travelers mótsins í Conneticut.  Jacobson er búinn að spila á 9 undir pari, samtals 131 höggi (65 66). Það tókst ekki að ljúka 2. hring vegna rigninga þannig að forysta Jacobson er tæp, því margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik. Kylfingarnir Nathan Green frá Ástralíu og Bandaríkjamaðurinn Charley Hoffman eru t.a.m. aðeins 1 höggi á eftir Jacobson en eiga eftir að ljúka við hringi sína. Þeir sem lokið hafa 2. hring eru m.a. Webb Simpson á samtals 5 undir pari (66 69);  Keegan Bradley á samtals 4 undir pari (68 68) og Bubba Watson á samtals 3 undir pari Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2012 | 20:15

Eimskipsmótaröðin (3): Úrslit eftir 2. umferð á Íslandsmótinu í holukeppni – myndasería

Önnur umferðin á Íslandsmótinu í holukeppni, sem fram fer á Leirdalsvelli, var skemmtileg og keppni oft á tíðum jöfn og spennandi. T.d. réðust úrslit í leik Árna Páls Hanssonar, GR og Magnúsar Lárussonar, GKJ ekki fyrr en á 20. holu þar sem Árni Páll hafði betur. Sjá má nokkrar myndir frá 1. mótsdegi með því að smella hér: EIMSKIPSMÓTARÖÐIN (3) ÍSLANDSMÓTIÐ Í HOLUKEPPNI 2012 HJÁ GKG Úrslit eftir 2. umferð Íslandsmótsins í holukeppni eru eftirfarandi: 1. riðill Hlynur Geir Hjartarson, GOS  –  Arnar Snær Hákonarson, GR 2&1 Árni Páll Hansson vann Magnús Lárusson, GKJ á 20. holu 2. riðill Tryggvi Pétursson, GR – Axel Bóasson, GK 2&1 Kristján Þór Einarsson, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2012 | 19:45

Evróputúrinn: Joel Sjöholm leiðir þegar BMW International Open er hálfnað í Köln

Það er Svíinn Joel Sjöholm, sem leiðir á Gut Lärchenhof nálægt Köln í Þýskalandi, á BMW International Open, þegar mótið er hálfnað. Samtals er Joel búinn að spila á 11 undir pari, samtals 133 höggum (67 66).  Hann er einn í efsta sætinu. Öðru sætinu deila 4 kylfingar, sem allir eru 2 höggum á eftir Sjöholm, búnir að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum hver. Þetta eru Englendingurinn Danny Willett, Írinn Paul McGinley, Fabrizio Zanotti frá Paraguay og Chris Wood frá Englandi. Tveir deila síðan 8. sætinu á samtals 8 undir pari; Daninn Thomas Nörret og Indverjinn Shiv Kapur. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti þegar Lesa meira