
Afmæli dagsins: Golfklúbburinn Hellu Rangárvöllum 60 ára!!!
Golfklúbbur Hellu, GHR, var stofnaður í dag fyrir 60 árum, þ.e. 22. júní 1952. Golfklúbburinn á Hellu er 4. elsti golfklúbbur landsins á eftir Golfklúbbi Reykjavíkur (1934); Golfklúbbi Akureyrar (1935) og Golfklúbbi Vestmannaeyja (1938).
Aðalhvatamaður og stofnandi klúbbsins var Helmut Stolzenwald, en sonur hans, Rúdolf Þórarinn Stolzenwald var fyrsti formaður.

Helmut Stolzenwald, einn af stofnendum Golfklúbbsins að Hellu á Gaddstaðaflötum 1952-1957. Mynd: Í eigu Ólafs Stolzenwald.
Fyrsta vallaraðstaða klúbbsins var á Gaddastaðaflötum við Ytri-Rangá hjá Hellu og var golf stundað þar nokkuð reglubundið á 9 holu golfvelli frá 1952-58, en þá varð aðstaðan að víkja fyrir hestamannafélaginu.
Starfsemi klúbbsins lagðist því sem næst niður í kringum 1960 vegna vallarleysis, en uppúr 1970 fékkst land fyrir starfsemina að nýju að Strönd, Rangárvöllum og tók þá Einar Kristinsson á Hellu við formennsku. 1977 tók Hermann Magnússon á Hvolsvelli við formennsku sem hann gegndi til 1986, var þá völlurinn orðinn 18 holur. Svavar Friðleifsson var síðan formaður til 1997 eða í 11 ár en þá tók Guðmundur Þór Magnússon við formennskunni til ársins 2000. Núverandi formaður er Óskar Pálsson.
Golf 1 óskar félagsmönnum GHR innilega til hamingju með daginn!

Óskar Pálsson formaður GHR og Katrín Björg, kona hans taka ávallt vel á móti kylfingum sem koma að spila á Hellu. Mynd: Golf 1
Heimild: GHR
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023