Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2012 | 17:00

Evróputúrinn: Marcus Fraser og Fabrizio Zanotti í forystu eftir 1. dag BMW

Marcus Fraser og Fabrizio Zanotti hafa tekið forystu á BMW International Open, sem hófst í dag á Gut Lärchenhof nálægt Köln í Þýskalandi. Báðir spiluðu á 64 höggum í dag.

Tveir Englendingar, Danny Willet og Chris Wood ásamt Íranum Paul McGinley deila 3. sætinu en þeir spiluðu allir á -7 undir pari, 65 höggum.

Í 6. sæti eru enn aðrir 3. kylfingar; allir á -6 undir pari, 66 höggum; Svíinn Pelle Edberg, Suður-Afríkubúinn Keith Horne og Frakkinn Grégory Havret.

„Heimamaðurinn“ Martin Kaymer, sem ætlaði sér stóra hluti í mótinu spilaði á 1 undir pari, 71 höggi og deilir 67. sætinu, 7 höggum á eftir forystunni

Til þess að sjá stöðuna á BMW International Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: