Ísak Jasonarson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2012 | 14:40

Eimskipsmótaröðin (3): 1. umferð lokið – 2 leikir fóru í umspil á Íslandsmótinu í holukeppni

Fyrstu umferð á Íslandsmótinu í holukeppni er lokið.  Tveir af leikjum morgunsins fóru í umspil: Hlynur Geir Hjartarson, GOS hafði betur gegn Árna Páli Hanssyni, GR, sem komst inn í mótið á hlutkesti (þar sem Bjarki Pétursson, GB laut lægra haldi) á 19. holu. Sömu sögu er að segja af viðureign Ísaks Jasonarsonar, GK, sem vann Kjartan Dór Kjartansson á 19. holu.

Annað markvert sem gerðist í morgun var að Örvar Samúelsson, GA lagði núverandi Íslandsmeistara í holukeppni, Arnór Inga Finnbjörnsson, GR.

Annars er staðan eftir 1. umferð eftirfarandi:

1. riðill

Hlynur Geir Hjartarson, GOS vann Árna Pál Hansson, GR á 19 holu

Arnar Snær Hákonarson, GR – Magnús Lárusson, GKJ 7&6

2. riðill

Þórður Rafn Gissurarson, GR – Tryggvi Pétursson, GR 2&0

Axel Bóasson, GK – Kristján Þór Einarsson, GK 5&4

3. riðill

Andri Þór Björnsson, GR –  Birgir Guðjónsson, GR 4&3

Pétur Freyr Pétursson, GR – Ólafur Már Sigurðsson, GR 4&3

4. riðill

Birgur Leifur Hafþórsson, GKG – Halldór Heiðar Halldórsson, GKB 5&4

Andri Már Óskarsson, GHR – Gísli Þór Þórðarson, GR 2&1

5. riðill

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR – Stefán Már Stefánsson, GR 1&0

Dagur Ebenezersson, GK –  Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG 2&1

6. riðill

Haraldur Franklín Magnús, GR – Sigmundur Einar Másson, GKG 3&2

Ísak Jasonarson, GK vann Kjartan Dór Kjartansson, GKG á 19. holu

7. riðill

Rúnar Arnórsson, GK –  Theodór Emil Karlsson, GKJ, 4&3

Einar Haukur Óskarsson, GK –  Ragnar Már Garðarsson, GKG 3&1

8. riðill

Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, GHD –  Guðjón Henning Hilmarsson, GKG 1&0

Örvar Samúelsson, GA – Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 1&0