
Viðtal við Carly Booth fyrir Raiffeisen Prague Golf Masters (2. grein af 2)
Hér fer seinni hluti af viðtali, sem tekið var við skosku golfstjörnuna Carly Booth, fyrir Raiffeisen Prague Golf Masters mótið sem hefst á morgun á Albatross Golf Resort, rétt fyrir utan Prag, í Tékklandi:
Sp.: Þú varst alþjóðleg fimleikastjarna, hjálpar það þér að vera svona sterk og sveigjanleg?
Carly: Það hjálpaði mér alveg örugglega í golfleiknum, sérstaklega m.t.t. fjarlægðir og þar sem pabbi minn er íþróttamaður vildi hann að við prófuðum allar tegundir íþrótta þegar við vorum yngri. Ég var líka í sundi og komst næstum því í landslið Skotlands í sundi. Íþróttir voru hátt skrifaðar í fjölskyldu minni. Ég er svo ánægð að ég valdi fimleika og varði 6 árum í slíkum æfingum. Þeir (fimleikarnir) urðu ekki karríeran en þeir eru nokkuð sem ég er þakklát fyrir.
Sp. Af hverju golf?
Carly: Ég held að ég hafi verið einum og hávaxin fyrir fimleikana og hugsa að áhuginn hafi kviknað við 8 ára aldurinn þegar bróðir minn ákvað að leggja golfið fyrir sig og ég byrjaði að stunda það og náði árangri. Ég fékk meiri athygli gegnum golfið vegna þess að það voru svo fáar stelpur, sem spiluðu golf þar sem ég bjó en það voru svo margar góðar stelpur í fimleikum. Svo, þegar maður er í fimleikum, lýkur ferlinum 25 ára en golf er hægt að stunda alla ævina og svo eru peningar í golfinu líka.
Sp.: Ég las í einhvers staðar að þú værir að hugsa um að spila á LPGA?
Carly: Ég hef alltaf sagt að ég vildi hafa fast undir fótunum áður en ég færi að spila á þeirri mótaröð. Ég hugsa að það sé erfitt að gera hvorutveggja en nú þegar ég er komin með nokkurra ára undanþágu á þessari mótaröð (LET þ.e. Evrópumótaröð kvenna), hef ég tækifæri að fara þarna út án nokkurrar pressu og reyna að fá kortið mitt á þeirri mótaröð. En kannski ég reyni á næsta ári (að komast á LPGA).
Sp.: Á Twitter skrifaðir þú: Lífið er stutt, keyptu skó! Hvernig gekk að kaupa þá?
Carly: Ég var að versla í gær. En ég var bara að „browsa“ á netinu ef ég á að vera heiðarleg. Þegar ég fer heim næsta mánudag, ætla ég að versla, þannig að ég var að ákveða hvað ætti að versla, til þess að ég viti hvert eigi að fara.
Sp: Hvað ætlar þú að gera á afmælisdaginn? (Sem er í dag!!!!)
Carly: Ég hef ekki hugmynd. Ég spila í Pro-Am-inu og fer í Pro-Am dinner-inn, þannig að ég held bara upp á tímamótin þegar ég kem heim, hugsa ég, vegna þess að ég hef ekki einu sinni haldið upp á að hafa unnið Opna skoska. Ég ætla að verja einhverjum tíma með fjölskyldunni og kannski með nokkrum vinum.
Sp. Þú vannst í Sviss í síðustu viku. Kaddýinn þinn (kærestinn, Tano Goya) spilar á evrópsku mótaröðinni. Hvað hjálpaði hann þér mest með?
Carly: Ef satt skal segja var þetta brjáluð vika. Við höfum bara verið saman í 3 eða 4 mánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem hann hefir fylgst með mér… við höfum aðeins spilað golf saman 1 sinni á æfingahring, þannig að þetta var í fyrsta sinn sem hann sá mig keppa. Þetta var í fyrsta sinn sem hann var kaddý, þannig að þetta var fyrsta kaddýreynslan hans. Allt virtist ganga upp í þessari viku vegna þess að ég fór í fyrsta sinn holu í höggi. Ég fékk loks að spila við Lauru Davies, sem mig hefir blóðlangað að spila við allt frá því ég gerðist atvinnumaður og vann mót, þannig að ég var virkilega heppin þessa viku.
Sp.: Hvernig hélstu upp á sigurinn í Sviss?
Carly: Ég stökk 5 fet upp í loftið 3svar sinnum, en ég fór í engin bakflipp. Ég held að ég sé að verða of gömul fyrir þau.
Sp.: Eru sigrarnir góðir fyrir þig fjárhagslega?
Carly: Þeir hafa opnað nokkrar dyr og ég held að peningar í ár, verði ekkert áhyggjuefni. Ég þarf ekki að hugsa um hversu dýr túr-kaddýar eru allt árið og þarf ekki að hafa áhyggjur af smáatriðum. Það lyftir þungri byrði af mér og ég get notið alls meir í ár.
Heimild: LET
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024