Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2012 | 16:00

Mesta eftirsjá stórkylfinga (19. grein af 20): Tom Watson

Hinn 62 ára kylfingur myndi hafa sigrað í 6. sinn á Opna breska 2009 og jafnað met yfir flesta sigra á mótinu (þá 59 ára í Turnberry) ef hann hefði sett niður á 18. flöt.  Skyldi það vera mesta eftirsjá Watson?

Nei, atvikið sem Watson sér eftir átti sér stað 25 árum áður.

Gefum Tom Watson orðið: „Mulligan-inn minn myndi vera höggið með 2-járninu sem ég notaði við högg á 17. flöt Opna breska 1984. Höggið sem ég sló var áhættusamt, en það var vegna legunnar. Boltinn var á svolítilli hæð þannig og það eina sem kom til greina var að slá lágt. Það var líka högg á móti vindi en ég átti eftir 195 yarda í flaggið. Ég reyndi að slá með 2-járni hátt inn í vindinn og láta boltann lenda mjúkt á flötinni. En boltinn fór 30 yarda frá þeim stað sem ég var að reyna að slá hann á. Boltinn lenti við steinvegg hinnar frægu Road holu. Þetta kostaði mig sigur í mótinu, því Seve Ballesteros fékk fugl á síðustu holuna. Ef ég mætti slá þetta högg aftur myndi ég taka 3-járn og slá lágt upp hæðina og láta hann rúlla meira. Það var höggið sem ég hefði átt að slá.