Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2012 | 08:00

PGA: David Mathis leiðir á Travelers – hápunktar og högg 1. dags

Í gær hófst á TPC River Highlands, í Cromwell Conneticut, Travelers mótið. Það er Bandaríkjamaðurinn, David Mathis, sem tekið hefir forystuna á 6 undir pari, eða 64 höggum. Á hringnum fékk Mathis m.a. ás á 11. par-3 holuna, en auk þess 6 fugla og 2 skolla.

Aðeins 1 höggi á eftir eru Svíinn Fredrik Jacobson, Bandaríkjamaðurinn Will Claxton og Ástralinn Nathan Green.

Tíu kylfingar deila 5. sætinu, þ.á.m. US Open sigurvegarinn 2012, Webb Simpson og Masters sigurvegarinn Bubba Watson; allir á 4 undir pari, 66 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag The Travelers SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á The Travelers SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags á The Travelers, sem Bubba Watson átti, SMELLIÐ HÉR: