Birgir Björn, Fannar Ingi, Gísli, Henning Darri og Ragnhildur taka þátt í Finnish International Junior Championship í Vierumäki í Finnlandi – linkur til að fylgast með stöðunni
Fimm íslenskir unglingar taka þátt í Finnish International Junior Championship mótinu, sem er sterkt unglingamót og fer fram í Finnlandi. Mótið hófst í morgun. Keppt er á Classic vellinum í bænum Vierumäki, þar sem íþróttamiðstöð Finna er til staðar. Eftirtaldir taka þátt í mótinu fyrir Íslands hönd: Birgir Björn Magnússon, GK. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG. Gísli Sveinbergsson, GK. Henning Darri Þórðarson, GK. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Fararstjóri/þjálfari: Úlfar Jónsson. Fylgjast má með gangi mála á Finnish International Junior Championship mótinu með því að SMELLA HÉR:
Jónsmessumót 2012
S.l. helgi var haldið upp á Jónsmessu með pompi og prakt hjá 32 golfklúbbum landsins, næstum helmingi golfklúbba landsins. En hvað er eiginlega verið að halda upp á, á Jónsmessu? Jónsmessa er fæðingarhátíð Jóhannesar skírara og ber upp á 24. júní. Til eru ritaðar heimildir um að skrifa nafn Jóhannesar skírara Jón eða Jóan skírari eða baptisti og þaðan er heitið Jónsmessa, frekar en Jóhannesarmessa komið. Í Rómarborg á fyrstu öld e.k. var haldið upp á 24. júní sem lengsta dag ársins samkvæmt júlíanska tímatalinu og þar var haldin forn sólhvarfahátíð sem og sambærileg vetrarsólhvarfahátíð 24. desember. Rómarkirkjan ákvað að haldið skyldi upp á fæðingardaga Jesú Krists og Jóhannesar skírara Lesa meira
GVG: Sverrir Karlsson fór holu í höggi!
Sá ánægjulegi atburður gerðist þann 16. júní s.l. að Sverrir Karlsson, GVG, fór holu í höggi á 17. braut Bárarvallar á Grundarfirði (eða áttundu eins og þau í GVG eru vön að kalla hana), þ.e. höggið góða var slegið á seinni 9. Sverrir fór holu í höggi í bikarmótinu þegar hann var að keppa við Jón Björgvin. Greinilegt er að Sverrir kann við sig á 8. braut því á fyrri 9 fékk hann fugl á þá áttundu. Til verksins notaði Sverrir svo dræver. Golf 1 óskar Sverri innilega til hamingju með draumahöggið! Heimild: GVG
Eimskipsmótaröðin (3): Haraldur Franklín Magnús er Íslandsmeistari í holukeppni 2012 – Viðtal
Haraldur Franklín Magnús, GR er Íslandsmeistari í holukeppni 2012. Haraldur Franklín vann alla leiki sína í 32 manna undanúrslitunum þ.e. þá Sigmund Einar Másson, GKG; Ísak Jasonarson, GK og Kjartan Dór Kjartansson, GKG. Í 8 manna úrslitum sigraði hann klúbbfélaga sinn Andra Þór Björnsson, GR, á 21. holu og í 4 manna úrslitum vann hann Rúnari Arnórsson, GK 3&1. Haraldur Franklín mætti síðan Hlyni Geir Hjartarsyni, GOS í keppni um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni og vann þann leik 2&0. Haraldur Franklín gaf sér tíma til að svara nokkrum spurningum Golf 1: Golf 1: Hvernig verður maður svona góður í golfi eins og þú? Haraldur Franklín: Bara með því að æfa mikið. Það er Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (3): Signý Arnórsdóttir er Íslandsmeistari kvenna í holukeppni 2012 – Viðtal
Signý Arnórsdóttir, GK, er Íslandsmeistari kvenna í holukeppni 2012. Hún vann þær Hansínu Þorkelsdóttur, GKG og Heiðu Guðnadóttur, GKJ í undankeppninni, en tapaði naumlega fyrir Sunnu Víðisdóttur, GR en sá leikur fór á 20. holu. Í 4 manna úrslitunum vann Signý, klúbbfélaga sinn, Tinnu Jóhannsdóttur, 3&2. Hér á eftir fer stutt viðtal við Signýju: Golf 1: Hvernig var tilfinningin að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni? Signý: Hún var mjög góð. Hún er alltaf góð. Þetta var sætur sigur og ég er mjög ánægð. Golf 1: Er þetta 1. Íslandsmeistaratitillinn? Signý: Nei. ég varð fyrst Íslandsmeistari í holukeppni í Kiðjaberginu, 2009. Golf 1: Í undankeppninni vannstu Hansínu Þorkelsdóttur, GKG og Heiðu Guðna, Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum (21. grein af 21): David Dixon varð í 1. sæti í Q-school
Í kvöld er birt síðasta greinin í kynningu á nýju strákunum á Evróputúrnum. Með þessari grein hafa allir 37 sem hlutu kortin sín gegnum Q-school evrópsku mótaraðarinnar í Girona á Spáni í desember 2011 og sem nú, keppnistímabilið 2012, spila á Evróputúrnum, verið kynntir. Í kvöld er það sigurvegarinn Englendingurinn David Dixon! David Dixon fæddist í Bridgwater í Somerset, á Englandi 27. mars 1977 og er því 35 ára. Dixon gerðist atvinnumaður í golfi 2001. Klúbbur Dixon heima á Englandi er Enmore GC Dixon átti farsælan feril sem áhugamaður, en hápunktur þess ferils er vafalaust þátttaka hans í Opna breska 2001, þar sem hann hlaut silfurmedalíuna eftirsóttu og var sá áhugamaður Lesa meira
Evróputúrinn: Mathias Vinson kaddý Jose Manuel Lara reyndi að fela aukakylfu Lara á BMW mótinu – Lara var vísað úr mótinu!
Kaddý spænska kylfingsins Jose Manuel Lara – Mathias Vinson – gerði nokkuð óheyrt nú um helgina á BMW International Open í Köln, hann reyndi að fela aukakylfu Lara í runnagróðri, til þess að forða húsbónda sínum frá því að hljóta víti vegna yfirsjónar sinnar fyrir að vera með 1 aukakylfu í pokanum. Þess í stað varð hann þess valdandi að Lara var vísað úr keppni. Og þeir voru bara á 2. holu! En 15 kylfur í pokanum… úpppsss það er 1 kylfu of mikið!!!! Skv. reglu 4-4 í Golfreglubókinni mega kylfingar mest vera með 14 kylfur. Það sem Vinson hefði átt að gera var að segja Lara frá yfirsjóninni. Lara Lesa meira
Mesta eftirsjá stórkylfinga (20. grein af 20): Colin Montgomerie
Hverju skyldi Colin Montgomerie sjá eftir á löngum og farsælum ferli? Það að hann komst ekki í gegnum úrtökumót fyrir Opna breska í gær? Þessi 48 ára Skoti á met í að vera efstur á peningalista evrópsku mótaraðarinnar; alls 8 sinnum varð hann í 1. sæti þess lista og hann er regluleg Ryder bikars hetja bæði sem keppandi og sem fyrirliði. En Montgomerie vann aldrei í Bandaríkjunum og hann vann aldrei á risamóti. Monty var 5 sinnum í 2. sæti og sársaukafyllsta 2. sætið, sem hann hlaut var á US Open 2006 á Winged Foot, þar sem hann fékk skramba á lokaholunni og tapaði með 1 höggs mun. Það er Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (3): Hlynur Geir Hjartarson varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni og útskrifaðist sem golfkennari úr Golfkennarskóla PGA – Viðtal
Helgin hjá Hlyni Geir Hjartarsyni, framkvæmdastjóri GOS, var viðburðarrík. Hann var í hópi 9 nýrra golfkennaranema, sem útskrifuðust sem fullgiltir PGA golfkennarar frá Golfkennaraskóla PGA. Síðan tók Hlynur líka þátt í Íslandsmótinu í holukeppni á Leirdalsvelli hjá GKG. Hann vann alla leiki sína í 32 manna undankeppninni þ.e. á móti þeim Arnari Snæ Hákonarsyni, GR; Magnúsi Lárussyni, GKJ og Árna Páli Hanssyni, GR, sem líka útskrifaðist frá Golfkennaraskóla PGA (og hlaut m.a. viðurkenningu fyrir hæstu meðaltalseinkunn úr golftækni og tímaseðlum). Í 8 manna undanúrslitunum vann Hlynur Geir Hjartarson, Guðjón Henning Hilmarsson, GKG, 3&2 og svo í 4 manna úrslitum vann Hlynur Geir, Birgi Leif Hafþórsson, GKG 1&0, sem einnig útskrifaðist úr Lesa meira
Tiger og Rickie Fowler taka þátt í góðgerðarmóti Notah Begay
Tiger Woods og Rickie Fowler hafa í hyggju að fara til New York á Notah Begay Challenge seint í ágúst n.k. Í mótinu taka þátt kylfingar frá Bandaríkjunum og Asíu og leikformið er betri bolti. Begay og Oneida Indian Nation, sem nýtur góðs af mótinu segir að 12 kylfingar muni tía upp þann 29. ágúst n.k. á golfvelli Atunyote (borið fram: ah-DUNE’-yote) ) Golf Club í Turning Stone Resort and Casino. Aðrir sem taka þátt í mótinu eru K.J. Choi, Gary Woodland, Y.E. Yang, Charlie Wi og Danny Lee. LPGA Tour kylfingar, sem þátt taka eru Yani Tseng, Cristie Kerr, Lexi Thompson og Se Ri Pak. Notah Begay spilar að sjálfsögðu sjálfur Lesa meira









