
Eimskipsmótaröðin (3): Haraldur Franklín Magnús er Íslandsmeistari í holukeppni 2012 – Viðtal
Haraldur Franklín Magnús, GR er Íslandsmeistari í holukeppni 2012. Haraldur Franklín vann alla leiki sína í 32 manna undanúrslitunum þ.e. þá Sigmund Einar Másson, GKG; Ísak Jasonarson, GK og Kjartan Dór Kjartansson, GKG. Í 8 manna úrslitum sigraði hann klúbbfélaga sinn Andra Þór Björnsson, GR, á 21. holu og í 4 manna úrslitum vann hann Rúnari Arnórsson, GK 3&1.
Haraldur Franklín mætti síðan Hlyni Geir Hjartarsyni, GOS í keppni um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni og vann þann leik 2&0. Haraldur Franklín gaf sér tíma til að svara nokkrum spurningum Golf 1:
Golf 1: Hvernig verður maður svona góður í golfi eins og þú?
Haraldur Franklín: Bara með því að æfa mikið. Það er ekkert annað sem gerir mann góðan.
Golf 1: En andlegi þátturinn, hversu stór hluti í prósentum talið telur þú hann vera í leik þínum í keppnum?
Haraldur Franklín: Það er stór hluti. Binni Eldon þjálfari segir að það sé mín sterka hlið. Ætli ég segi ekki bara 50%.
Golf 1: Hvernær gerðir þú þér grein fyrr að þú væri búinn að sigra – orðinn Íslandsmeistari í holukeppni?
Haraldur Franklín: Eiginlega bara þegar Hlynur Geir gaf mér púttið.
Golf 1: Hvernig var tilfinningin?
Haraldur Franklín: Rosa góð. Get ekki sagt annað en það.
Golf 1: Hvort kanntu betur við holukeppni eða höggleik?
Haraldur Franklín: Höggleik. Vegna þess að á því leikformi sést best hver er bestur í móti heilt yfir. Í holukeppni getur maður verið að spila rosa illa en samt unnið og öfugt verið að spila vel og tapað.
Golf 1: Ætlarðu að vera með á Hellu á Íslandsmótinu í höggleik?
Haraldur Franklín: Að sjálfsögðu. Það er aðalmótið. Það hefir enginn GR-ingur unnið það mót frá árinu 1985 þegar Sigurður Pétursson vann, þannig að það er kominn tími á GR-ingur vinni mótið.
Golf 1: Hvað er framundan hjá þér núna á næstunni?
Haraldur Franklín: Í golfinu ætla ég að æfa mig og undirbúa mig fyrir haustið. Núna í kvöld er ég á leið í bíó.
Golf 1: Hvert er markmiðið fyrir sumarið?
Haraldur Franklín: Það er að vinna hitt Íslandsmótið.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024