Rickie Fowler
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2012 | 15:30

Tiger og Rickie Fowler taka þátt í góðgerðarmóti Notah Begay

Tiger Woods og Rickie Fowler hafa í hyggju að fara til New York á Notah Begay Challenge seint í ágúst n.k. Í mótinu taka þátt kylfingar frá Bandaríkjunum og Asíu og leikformið er betri bolti.

Begay og Oneida Indian Nation, sem nýtur góðs af mótinu segir að 12 kylfingar muni tía upp þann 29. ágúst n.k. á golfvelli  Atunyote (borið fram: ah-DUNE’-yote) ) Golf Club í  Turning Stone Resort and Casino.

Aðrir sem taka þátt í mótinu eru  K.J. Choi, Gary Woodland, Y.E. Yang, Charlie Wi og Danny Lee. LPGA Tour kylfingar, sem þátt taka eru Yani Tseng, Cristie Kerr, Lexi Thompson og Se Ri Pak.

Notah Begay spilar að sjálfsögðu sjálfur í mótinu sínu, en hann og Tiger voru herbergisfélagar á háskólaárunum í Stanford.

Allar tekjur af mótinu renna til góðgerðarverkefnis Begay, en hann safnar peningum til þess að berjast gegn offitu og sykursýki meðal indjánabarna og unglinga.