
Evróputúrinn: Mathias Vinson kaddý Jose Manuel Lara reyndi að fela aukakylfu Lara á BMW mótinu – Lara var vísað úr mótinu!
Kaddý spænska kylfingsins Jose Manuel Lara – Mathias Vinson – gerði nokkuð óheyrt nú um helgina á BMW International Open í Köln, hann reyndi að fela aukakylfu Lara í runnagróðri, til þess að forða húsbónda sínum frá því að hljóta víti vegna yfirsjónar sinnar fyrir að vera með 1 aukakylfu í pokanum. Þess í stað varð hann þess valdandi að Lara var vísað úr keppni.
Og þeir voru bara á 2. holu! En 15 kylfur í pokanum… úpppsss það er 1 kylfu of mikið!!!! Skv. reglu 4-4 í Golfreglubókinni mega kylfingar mest vera með 14 kylfur. Það sem Vinson hefði átt að gera var að segja Lara frá yfirsjóninni. Lara myndi af látið dómara og mótsstjórnendur vita og hefði hlotið viðeigandi víti þ.e. 2 víti fyrir hverja spilaða holu, 4 högg allt í allt – hann hefði enn átt sjéns í mótinu!
En kaddý Lara kaus að svindla. Hann reyndi að fela kylfuna í runnagróðri, en vakti bara athygli meðspilara Lara, Damien McGrane og Peter Hedblom á sér, þar sem þeim fannst skrítið að Vinson þyrfti að fara „að létta á blöðrunni“ með sett Lara með sér. Þeir spurðu því Vinson hvað hann hefði verið að gera og Vinson viðurkenndi strax sök sína.
Það er engum sem grunar – hvorki félögum Lara á túrnum né stjórnendum evrópsku mótaraðarinnar – að Lara hafi haft nokkra hugmynd um að hann væri með aukakylfu í pokanum né að hann hafi vitað hvað Vinson var að bauka. En… hann ætti kannski að hafa talið kylfur sínar sjálfur áður en hann fór út. Þetta er þörf lexía fyrir alla kylfinga: Áður en haldið er í mót … ætti að telja kylfurnar í pokanum og þar sem það á við…. ekki láta kaddýinn um það.
Kylfingar bera ábyrgð á kaddýum sínum og því fór sem fór að Lara var vísað úr keppni. Evrópska mótaröðin hefir í fréttatilkynningu tilkynnt að Vinson sé tímabundið bannað að vera kaddý á Túrnum.
Þetta minnir svolítið á Ian Woosnam, sem Golf 1 hefir fjallað um hér áður. SMELLIÐ HÉR:
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023