Minningarmót Harðar Barðdal fer fram í dag kl. 18:00 í Hraunkoti hjá Golfklúbbnum Keili !!!
Í dag 26. júní 2012, fer fram minningarpúttmót Harðar Barðdal, en þetta er þriðja árið í röð sem mótið fer fram. Mótið verður haldið 18:00 í Hraunkoti, æfingarsvæði golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í flokki fatlaðra og ófattlaðra. Einnig verða hvatningarverðlaun GSFÍ veitt við sama tækifæri en það er farandbikar í minningu Harðar Barðdal, sem veitt er þeim aðila sem hefur sýnt gott fordæmi með ástundun og framförum á æfingum GSFÍ á árinu. Fjölmennið og takið þátt í skemmtilegu púttmóti!!!
Afmæliskylfingar dagsins: Benedikt Árni Harðarson og Símon Leví – 26. júní 2012
Það eru þeir Benedikt Árni Harðarson, GK og Símon Leví Héðinsson, GOS, sem eru afmæliskylfingar dagsins. Benedikt Árni er fæddur 26. júní 1995 og því 17 ára, en Símon Leví er fæddur 26. júní 1996 og því 16 ára. Báðir eru góðir kylfingar, sem m.a. spila eða hafa spilað á Unglingamótaröð Arion banka. Komast má á facebook síður afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér að neðan: Símon Levi (16 ára) Benedikt Árni Harðarson (17 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Babe Didrikson Zaharias, 26. júní 1911-d. 27. september 1956; Pamela Wright, 26. júní 1964 (48 ára); Joanne Bannerman (áströlsk), 26. júní 1974 (38 Lesa meira
GO: Hlynur Þór Haraldsson og Emil Þór Ragnarsson sigruðu í SKJÁR GOLF OPEN
Laugardaginn 23. júní fór fram hið stórglæsilega SKJÁR GOLF OPEN, á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi, en verðlaun í því móti voru sérlega glæsileg. Í verðlaun fyrir 1. sæti voru flugmiðar til Manchester og VIP-miðar á Opna breska risamótið, sem fram fer í næsta mánuði. Leikfyrirkomulag var Texas Scramble og voru 2 saman í liði. Alls tóku 116 lið þátt eða 232 keppendur. Tveir léku saman í liði og voru með samanlagða forgjöf deilt með 5, en fengu ekki hærri forgjöf en forgjafarlægri kylfingurinn hafði. Sigurvegarar í mótinu voru Haraldur Þór Haraldsson, GKG og Emil Þór Ragnarsson, GKG. Nettóskor þeirra var 61. 1. sæti Haraldur Þór Haraldsson og Emil Þór Ragnarsson. Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (3): Anna Sólveig Snorradóttir varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni! – Viðtal
Anna Sólveig Snorradóttir, GK, varð í 2. sæti í kvennaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni, en hún spilaði í úrslitaleiknum við Signýju Arnórsdóttur, GK, um Íslandsmeistaratitilinn. Anna Sólveig spilar bæði á Unglingamótaröð Arion banka og Eimskipsmótaröðinni og segist ætla að einbeita sér meira að Unglingamótaröðinni í ár, en reyna að taka þátt í eins mörgum mótum á Eimskipsmótaröðinni og hún geti. Anna Sólveig er í afrekshóp GSÍ og hún stóð sig vel þ.e. næstbest af 6 stúlkum sem tóku þátt í Opna írska undir 18 ára í maí s.l. Anna varð í 2. sæti á 1. móti Unglingamótaraðar Arion banka, og í 3. sæti á mótinu að Hellishólum og nú síðast Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (3): Anna Sólveig Snorradóttir varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni! – Viðtal
Anna Sólveig Snorradóttir, GK, varð í 2. sæti í kvennaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni, en hún spilaði í úrslitaleiknum við Signýju Arórsdóttur, GK, um Íslandsmeistaratitilinn. Anna Sólveig spilar bæði á Unglingamótaröð Arion banka og Eimskipsmótaröðinni og segist ætla að einbeita sér meira að Unglingamótaröðinni í ár, en reyna að taka þátt í eins mörgum mótum á Eimskipsmótaröðinni og hún geti. Anna Sólveig er í afrekshóp GSÍ og hún stóð sig vel þ.e. næstbest af 6 stúlkum sem tóku þátt í Opna írska undir 18 ára í maí s.l. Anna varð í 2. sæti á 1. móti Unglingamótaraðar Arion banka, og í 3. sæti á mótinu að Hellishólum og nú síðast Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum (20. grein af 21): Sam Hutsby varð í 2. sæti í Q-school
Sam Hutsby varð í 2. sæti á Q-school evrópsku mótaraðarinnar í Girona á Spáni í desember á sl. ári. Sam fæddist í Portsmouth, Hampshire 29. október 1988 og er því 23 ára. Hutsby átti mjög farsælan feril sem áhugamaður í golfi. Þjálfari hans var Sam Torrance allt til ársins 2008. Árið 2009 tapaði hann í úrslitum á The Amateur Championship í Formby Golf Club fyrir Matteo Manassero, sem er yngsti sigurvegari á mótinu. Sam Hutsby sigraði á Spanish Amateur árið 2006, sem gaf honum rétt til að spila á Spanish Open 2009, en þar tapaði hann í úrslitum fyrir Reinier Saxton. Í apríl 2009 var Hutsby í 6. sæti á heimslista Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Hrafnkell Óskarsson. Hrafnkell er fæddur 25. júní 1952 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Hrafnkell er læknir með sérfræðileyfi í skurðlækningum frá Svíþjóð 1988. Hrafnkell er góður kylfingur. Hann er í Golfklúbbi Kiðjabergs og hefir m.a. verið sigursæll í opnum mótum, sem og á viðmiðunarmótum LEK í ár. Hrafnkell er kvæntur Þórhildi Sigtryggsdóttur, lækni og þau eiga dótturina Hrafnhildi og tvö barnabörn. Komast má á facebooksíðu Hrafnkels til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Hrafnkell Óskarsson (60 ára stórafmæli!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Vance Veazey, 25. júní 1965 (47 ára); Paul Affleck 25. júní 1966 (46 Lesa meira
GBB: Kristjana Andrésdóttir, Björg Sæmundsdóttir, Kristján Jónsson, Anton Helgi Guðjónsson og Ingólfur Daði Guðvarðarson sigruðu á Þórbergsmótinu á Litlueyrarvelli
Í gær fór fram á Litlueyrarvelli á Bíldudal Þórbergsmótið, en mótið er hluti af Sjávarútvegsmótaröðinni. Það voru 70 manns skráðir í mótið og 60 luku keppni. Leikformið var höggleikur með og án forgjafar. Keppt var í 3 flokkum: karla- kvenna- og unglinga. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Kvennaflokkur – höggleikur með forgjöf: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur H1 Alls Hola F9 S9 Alls Nettó Alls Nettó Alls Nettó 1 Kristjana Andrésdóttir GBB 23 F 49 43 92 69 92 69 92 69 2 Margrét G. Einarsdóttir GBB 28 F 48 53 101 73 101 73 101 73 3 Björg Sæmundsdóttir GP 7 F 41 40 81 74 81 74 81 Lesa meira
GKJ: Sveinn Kjartansson og Guðlaugur Þór Þorsteinsson sigruðu á Ballantines Open
Á laugardaginn, 23. júní 2012 fór fram Ballantines Open hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Þátttakendur voru 48, 2 manna lið (þ.e. 96 keppendur), en spilað var með Texas Scramble fyrirkomulagi. Allir voru ræstir út samtímis kl. 16:30. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: 1. sæti Mekka/Herefod Sveinn Kjartansson 14 & Guðlaugur Þór Þorsteinsson, GR, 7.2 Útreikn. fgj.: 3 Skor: 65 Nettó: 62 2. sæti Guðlaugur Rafnsson Guðlaugur Rafnsson, GJÓ 3,8 & Pétur Pétursson, GJÓ, 4.2 Útreikn. fgj.: 0 Skor: 63 Nettó: 63 3. sæti Páll Ólafsson Lesa meira
LEK: Sigurður Albertsson vann flokk 70+ og fór holu í höggi á 9. viðmiðunarmóti LEK! Úrslit og myndasería
Níunda viðmiðunarmóti LEK og Mp-banka er lokið en það fór fram laugardaginn 23. júní 2012 í blíðskaparveðri á Hamarsvelli, í Borgarnesi. Alls tóku 110 keppendur þátt og náðist ágætur árangur. Verðlaunahafar voru sem hér segir: Konur 50 ára og eldri: 1. Guðrún Sverrisdóttir 38 punktar 2. Þuríður Jóhannesdóttir 36 punktar 3. Magdalena S H Þórisdóttir 35 punktar Besta skori í höggleik náði Ásgerður Sverrisdóttir en hún lék völlinn á 78 höggum. Karlar 55 – 69 ára: 1. Óskar Sæmundsson 37 punktar 2. Eggert Eggertsson 37 punktar 3. Þráinn Gústafsson 37 punktar 4. Jóhann Ríkharðsson 37 punktar 5. Friðþjófur A Helgason 35 punktar Besta skori í höggleik náði Óskar Sæmundsson Lesa meira










