Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2012 | 18:00

Mesta eftirsjá stórkylfinga (20. grein af 20): Colin Montgomerie

Hverju skyldi Colin Montgomerie sjá eftir á löngum og farsælum ferli? Það að hann komst ekki í gegnum úrtökumót fyrir Opna breska í gær?

Þessi 48 ára Skoti á met í að vera efstur á peningalista evrópsku mótaraðarinnar; alls 8 sinnum varð hann í 1. sæti þess lista og hann er regluleg Ryder bikars hetja bæði sem keppandi og sem fyrirliði. En Montgomerie vann aldrei í Bandaríkjunum og hann vann aldrei á risamóti. Monty var 5 sinnum í 2. sæti og sársaukafyllsta 2. sætið, sem hann hlaut var á US Open 2006 á  Winged Foot, þar sem hann fékk skramba á lokaholunni og tapaði með 1 höggs mun.

Það er mesta eftirsjáin.  Gefum Monty orðið:

„Það er augljóst hvaða högg ég myndi gjarnan vilja fá að spila aftur. Kylfuvalið var rétt – 7-járn. En það var algerlega misheppnað.  Tökum það ekki úr að mér mistókst. En ég er sannfærður um að ef ég hefði slegið eins og ég er vanur, sem er fremur hratt, þá myndi ég hafa unnið. Það hefði ekki verið hægt að dræva betur.  En sigurinn var fyrir bí með 2. högginu. Ég pull-hookaði höggið í tjald. Ég tók eitt víti síðan tvö.  Þetta tók 8 mínútur. Allt í lagi.  Hugurinn er líkt og í rússibana. Ég tók 7-járnið út, svo 6-una og svo aftur 7-járnið.  Allt sem ég þurfti að geta var að koma boltanum á miðju flatarinnar. Þetta var jafnauðvelt og að smyrja smjöri á brauð.  En hugurinn var bara eitthvað svo slævður. Ég hafði reynt að sigra á risamóti í 20 ár. Ég náði ekki baksveiflunni, því miður. Ég var allt of fljótur og ég sló þungt högg með kylfutánni og fór í z-stöðu. Hann steindó og það var það. Ég gæti hafa tekið heiðurinn af mótspilara mínum.  Enginn myndi muna eftir að ég hefði spilað á undan honum. Menn hefðu munað eftir að ég sigraði á US Open. Í hinum risamótunum var ég svo nærri því, en einhver gerði eitthvað betur en ég í öll skiptin. Steve Elkington og Ernie Els tvisvar og Tiger: Hvað sem öðru líður, frábært, fínt góður leikur og ég gekk af teig.  Þetta var sjálfum mér að kenna (að ég tapaði) og það er þess vegna sem það er alltaf sárt.

Heimild: Golf Digest