Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Freyja Benediktsdóttir. Freyja er fædd 28. júní 1953 og er því 59 ára. Sambýlismaður Freyju er Einar Jóhann Herbertsson. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Freyja Benediktsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter H. Oakley, 28. júní 1949 (63 ára); Jim Nelford, 28. júní 1955 (57 ára); Warren Abery 28. júní 1973 (39 ára) ….. og ….. Kollu Keramik (59 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu Lesa meira
Kæresta Martin Kaymer í Big Break Atlantis
Kæresta þýska kylfingsins Martin Kaymer, Allison Micheletti tók þátt í Big Break Atlantis keppninni, sem vakið hefir athygli á mörgum kylfingum og komið þeim í golfkastljósið. Þeir sem náð hafa frægð í gegnum Big Break eru m.a. Ryann O´Toole, sem var í Solheim Cup liði Bandaríkjanna 2011, Matt Every, James Nitties, Kristy McPherson og „tveggja hanska“ Tom Gainey. Útsendingar á Big Break Atlantis þáttunum á Golf Channel hófust 14. maí s.l. í Bandaríkjunum. Þeir sem fylgjast með golfi á Golf Channel hafa eflaust séð kynningar á keppendunum 12 og þ.á.m. Allison, sem er meðal þekktari þátttakenda vegna frægðar kærestans. Allison Micheletti er 24 ára og fyrir utan að vera kæresta Lesa meira
Var val landsliðsþjálfara á karlalandsliðinu rétt? Hvað með Arnór Inga og Rúnar?
Nú rétt í þessu var tilkynnt hverjir skipa íslenska karlalandsliðið sem mun leika fyrir Íslands hönd í forkeppni fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer á Hvaleyrarvelli 12.-14. júlí næstkomandi. Liðið er skipað Ólafi Birni Loftssyni, NK, Kristjáni Þór Einarssyni, GK, Haraldi Franklín Magnús, GR, nýbökuðum Íslandsmeistara í holukeppni, Andra Þór Björnssyni, GR, Guðmundi Ágúst Kristjánssyni, GR og Guðjóni Henning Hilmarssyni, GKG. Úlfar Jónsson er ekki öfundsverður af því að setja saman 6 manna karlalandsliðið, með svo mikla hæfileikamenn að velja úr. Þó vekur val hans á liðinu nokkra furðu einkum m.t.t. nýlegs æfingamóts, sem haldið var sérstaklega í tilefni af forkeppninni, en það fór fram á Hvaleyrarvelli. Á umræddu 27 holu Lesa meira
Tveir nýliðar í íslenska karlalandsliðinu
Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, hefur valið þá sex kylfinga sem munu leika fyrir Íslands hönd í forkeppni fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer á Hvaleyrarvelli 12.-14. júlí næstkomandi. Eftirtaldir kylfingar skipa landsliðshópinn: Ólafur Björn Loftsson, Nesklúbbnum (Heimslisti áhugamanna) Kristján Þór Einarsson, Keili (Heimslisti áhugamanna) Haraldur Franklín Magnús, GR (Stigalisti) Andri Þór Björnsson, GR (Stigalisti) Guðjón Henning Hilmarsson, GKG (Val landsliðsþjálfara) Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (Val landsliðsþjálfara) Tveir efstu kylfingarnir á áhugaheimslistanum unnu sér inn sæti í liðinu en það eru þeir Ólafur Björn og Kristján Þór. Tveir efstu áhugakylfingarnir á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar spiluðu sig einnig inn í liðið og eru það þeir Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson, Lesa meira
Landslið LEK fyrir Evrópumótin klár!
Þá er niðurstaða fengin úr tíunda og síðasta viðmiðunarmóti LEK og MP-banka. Það urðu miklar breytingar í síðustu tveimur mótunum og með góðri spilamennsku tókst mörgum að spila sig inn í viðkomandi landslið. Sannaðist þá hið fornkveðna að keppninni er ekki lokið fyrr en síðasti keppandinn er kominn í hús. Samkvæmt niðurstöðinni munu eftirtaldir LEK-félagar skipa hin fjögur landslið LEK sem á næstu mánuðum munu taka þátt í skemmtilegri keppni á Evrópumótum. Golf 1 óskar þeim öllum til hamingju með góðan árangur! Landslið LEK 2012 Konur 50+ María Málfríður Guðnadóttir Steinunn Sæmundsdóttir Ásgerður Sverrisdóttir Guðrún Garðars Rut Marsibil Héðinsdóttir Þorbjörg Jónína Harðardóttir Magdalena S H Þórisdóttir – fyrsti varamaður Karlar Lesa meira
LEK: Aldís Björg Arnardóttir, María Málfríður Guðnadóttir, Magnús Þórarinsson, Sigurður H Hafsteinsson og Óttar Magnús G Yngvason sigruðu á 10. viðmiðunarmóti LEK
Tíunda og síðasta viðmiðunarmót LEK fór fram s.l. sunnudag, 24. júní 2012 í blíðskaparveðri á Garðavelli á Akranesi. Alls tóku rúmlega eitthundrað keppendur þátt og léku margir prýðisvel. Verðlaunahafar voru sem hér segir: Konur 50 ára og eldri: Aldís Björg Arnardóttir 32 punktar Rut Marsibil Héðinsdóttir 32 punktar María Málfríður Guðnadóttir 31 punktur Besta skori í höggleik náði María Málfríður Guðnadóttir en hún lék völlinn á 80 höggum. Karlar 55 – 69 ára: Magnús Þórarinsson 39 punktar Sigurður H Hafsteinsson 37 punktar Haraldur Örn Pálsson 37 punktar Steinn Mar Helgason 37 punktar Jón Haukur Guðlaugsson 36 punktar Besta skori í höggleik náði Sigurður H Hafsteinsson en hann lék völlinn á 73 Lesa meira
Skapstóru kylfingarnir í golfinu
Skapstóru kylfingarnir í golfinu – hverjir skyldu það nú vera? Með skapstórum kylfingum er hér átt við þá, sem t.d. láta skapið bitna á spilafélögum sínum, en líka hörkutól, sem ekki láta sér allt fyrir brjósti brenna. Það eru nokkrir á PGA Tour sem eru þekktir af því að vera „skapstórir“ (eru það sem Golf Digest nefnir „Badass“ kylfingar!) Sem lítið dæmi mætti nefna Rory Sabbatini, en það sem hann á m.a. á ferilsskránni er að hafa arkað á undan spilafélaga sínum, Golf Boys-num, Ben Crane, vegna þess að honum fannst Crane spila allt of hægt! Og það í móti! Golf Digest hefir tekið saman lista yfir 20 „badass “ Lesa meira
Henning Darri á 79 höggum – Fannar Ingi á 80 höggum í Finnlandi eftir 1. dag
Henning Darri Þórðarson, GK, spilaði 1. hring á Finnish International Junior Championship á 79 höggum í dag. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, sem líka spilar í strákaflokk á mótinu var á 80 höggum. Enn eiga nokkrir eftir að ljúka leik þannig að ekki er vitað í hvaða sæti Henning Darri og Fannar Ingi eru á þessari stundu. Eins og staðan er núna er Henning Darri í 15. sæti og Fannar Ingi í 18. sæti, sem er góður árangur, en þátttakendur í strákaflokki eru 54. Á besta skorinu eins og er, er Finninn Nicholas Jenkins á 1 undir pari. Í 2. sæti er Oliver Lindell á sléttu pari og á eftir að spila Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Catherine Lacoste – 27. júní 2012
Afmæliskylfingur dagsins er franski kylfingurinn Catherine Lacoste. Catherine fæddist í París 27. júní 1945 og er því 67 ára í dag. Cat er dóttir frönsku tennisgoðsagnarinnar Rene Lacoste, sem stofnaði Lacoste tískuvörufyrirtækið. Móðir hennar er Simone Thione de la Chaume, sem vann breska áhugamannamót kvenna árið 1927, sama mót og Cat vann 42 árum síðar. Cat byrjaði að spila golf í Cantaco Golf Club – sem stofnaður var af foreldrum hennar -í Saint-Jean-de-Luz í Frakklandi og var fljótlega yfirburðakylfingur í unglingastarfinu þar. Cat varð aldrei atvinnumaður í golfi en sigraði 2 stærstu áhugamannamót í heiminum og þar að auki 1 risamót atvinnukylfinga, US Women´s Open og er enn þann dag Lesa meira
Birgir Björn í 5. sæti í Finnlandi eftir 1. hring
Það er Birgi Björn Magnússon, GK, sem búinn er að spila geysigott golf á Finnish International Junior Championship mótinu, sem fram fer í bænum Vierumäki, í Finnlandi. Eftir 1. hring í U16 drengjaflokknum deilir Birgir Björn 5. sætinu með 2 öðrum, en hann spilaði á 74 glæsihöggum. Klúbbfélagi Birgis, Gísli Sveinbergsson, GK, er líka að gera góða hluti en hann er skammt undan á 76 höggum og deilir 11. sætinu með 5 öðrum, sem er góður árangur. Alls eru 54 þátttakendur í drengjaflokk. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er líkt og Gísli í T-11 í sínum flokki, 16 ára og yngri eftir 1. spilaðan hring. Ragnhildur var á 81 höggi, sem er Lesa meira









