Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2012 | 10:00

Jónsmessumót 2012

S.l. helgi var haldið upp á Jónsmessu með pompi og prakt hjá 32 golfklúbbum  landsins, næstum helmingi golfklúbba landsins. En hvað er eiginlega verið að halda upp á, á Jónsmessu?

Hvaleyrin á Jónsmessunótt laugardaginn 23. júní 2012. Mynd: Golf 1

Jónsmessa er fæðingarhátíð Jóhannesar skírara og ber upp á 24. júní. Til eru ritaðar heimildir um að skrifa nafn Jóhannesar skírara Jón eða Jóan skírari eða baptisti og þaðan er heitið Jónsmessa, frekar en Jóhannesarmessa komið.

Í Rómarborg á fyrstu öld e.k. var haldið upp á 24. júní sem lengsta dag ársins samkvæmt júlíanska tímatalinu og þar var haldin forn sólhvarfahátíð sem og sambærileg vetrarsólhvarfahátíð 24. desember. Rómarkirkjan ákvað að haldið skyldi upp á fæðingardaga Jesú Krists og Jóhannesar skírara á þessum fornu sólstöðuhátíðum á stysta og lengsta degi ársins á norðurhveli, en samkvæmt Nýja testamentinu, Lúkasarguðspjalli 1:26 og 1.36, átti Jóhannes skírari að hafa fæðst sex mánuðum á undan Jesú. Jónsmessa er því við sumarsólstöður en jól, fæðingarhátíð Krists, við vetrarsólstöður.

Í Norður-Evrópu höfðu sólstöðuhátíðirnar ætíð haft enn meira gildi en sunnar í álfunni, væntanlega vegna þess hve mikill munur er á lengsta og stysta degi ársins þar. Voru til dæmis á þessum dögum mikil blót á Norðurlöndunum.

Jónsmessa virðist aldrei hafa verið mikil hátíð á Íslandi þótt ætla megi að yfir henni hafi verið mikil helgi í kaþólskum sið og jafnvel lengur. Helgina má mæla í því að milli tuttugu til þrjátíu kirkjur voru helgaðar Jóhannessi skírara einum eða honum ásamt einhverjum öðrum dyrlingi. Jónsmessa var einnig ekki feld niður úr tölu íslenskra helgidaga fyrr en 1770, löngu eftir siðaskipti, sem bendir til þess að yfir deginum hafi ríkt þónokkur helgi langt umfram kaþólskan sið.

Hve ólík hátíð Jónsmessa var á íslandi er talið að rekja megi til náttúrufarslega aðstæðna og hvenær hentugast var út frá þeim að halda Alþingi.
Á þessum tíma ársins var sauðburði oftast lokið, búið að rýja fé og reka á fjall. Búið að verka tún en sláttur ekki hafinn. Því var þessi tími einmitt hentugasti tími sumars til þess að kasta mæðinni og gera sér glaðan dag. En einmitt þessvega er talið að Alþingi hafi verið sett niður á þessum tíma því þetta var jafnframt sá tími sem flestir gátu komist frá til þess að þinga.
Á þjóðveldistímanum kom þingið saman um miðjan júní og stóð í tvær vikur. Er líklegt þótt ekki séu til af því neinar frásagnir eða ritaðar heimildir að fólk hafi gert sér þar glaðan dag samhliða alvarlegri fundarhöldum á þingstaðnum.

Eins er það með venjur á Jónsmessunótt, að á íslandi var ekki sama trúin á mikil drauga eða nornalæti, kanski vegna þess að þær verur þola illa dagsins ljós og þessi nótt nær dagsbjört og því ekki neitt myrkur til að hræðast hvað leynst gæti í því. Þó þótti Jónsmessunótt ein af fjórum mögnuðustu nóttum ársins ásamt jólanótt, nýjársnótt og þrettándanótt en allar þessar nætur eru nálægt sólhvörfum. Margur af þeim átrúnaði sem þessum nóttum tengdist var hinn sami, eins og að þær væru góðar til útisetu á krossgötum, kýr tali og selir fari úr hömum sínum.

Í dag eru það kylfingar landsins, sem viðhalda þessum forna sið að gera sér glaðan dag á björtustu nótt ársins … og það við golfleik og síðan góðum viðgjörningi í golfklúbbum landsins. Dagsetningin 24. júní er ekki eins heilög og 24. desember, aðfangadagur, en golfmótin haldin nálægt þeim degi – t.a.m. fór aðeins 1 Jónsmessumót af 31 í ár, 2012, fram á sjálfum Jónsmessudeginum, en það var á Krossdalsvelli hjá GKM, Golfklúbbi Mývatns, flest fóru fram aðfaranótt Jónsmessunnar, á laugardeginum eða alls 19.

Heimild: Wikipedia og Saga dagana e. Árna Björnsson

Búið var að taka út borð og stóla hjá Golfklúbbnum Keili, skreyta borðin með blómum að hætti Brynju og síðar um kvöldið var boðið upp á grill og glas af góðu víni gegn vægu gjaldi. Að spila golf og gera sér glaðan dag í mat og drykk á góðviðrisdegi – gerist það betra? Mynd: Golf 1.

Alls voru haldin 11 Jónsmessu eða miðnæturmót, föstudaginn 22. júní. Þetta voru eftirfarandi mót:

22.06.12 GKB Jónsmessumót Texas scramble 1 Almennt
22.06.12 GHR Jónsmessumót Annað – sjá lýsingu 1 Innanfélagsmót
22.06.12 GH Jónsmessumót. Annað – sjá lýsingu 1 Almennt
22.06.12 GHG Opna Miðnæturmót Hótel Arkar Höggleikur með og án forgjafar 1 Almennt
22.06.12 GG Jónsmessumót GG 2012 Punktakeppni 1 Almennt
22.06.12 GMS Jónsmessumót Texas scramble 1 Almennt
22.06.12 Jónsmessumót GÓ og Íslenska gámafélagsins Punktakeppni 2 Almennt
22.06.12 GL Jónsmessumót GL Almennt 1 Almennt
22.06.12 GSS Jónsmessugleði GSS innanfélagsmót Punktakeppni 1 Almennt
22.06.12 GV Jónsmessumót Snærisleikur Opið Annað – sjá lýsingu 1 Almennt
22.06.12 GD Jónsmessumót Dalbúa Annað – sjá lýsingu 1 Almennt

 

Hápunkti í fjölda Jónsmessumóta var náð á laugardeginum 23. júní en þá fóru eftirfarandi 19 Jónsmessumót fram:

23.06.12 GHD Jónsmessumót Holukeppni 1 Almennt
23.06.12 GF MidnightSun Open 2012 Punktakeppni 1 Almennt
23.06.12 GOS Jónsmessumót GOS Annað – sjá lýsingu 1 Innanfélagsmót
23.06.12 GOB Jónsmessu Mót Höggleikur með forgjöf 1 Almennt
23.06.12 GS Jónsmessa GS 2012 Almennt 1 Innanfélagsmót
23.06.12 GÞH Jónsmessumót Hellishóla opið Annað – sjá lýsingu 1 Almennt
23.06.12 GN Jónsmessufjör GN Almennt 1 Almennt
23.06.12 Jónsmessumót Höggleikur með forgjöf 1 Innanfélagsmót
23.06.12 NK Jónsmessan Annað – sjá lýsingu 1 Almennt
23.06.12 Jónsmessumót – börn Punktakeppni 1 Almennt
23.06.12 GSE Jónsmessa Almennt 1 Innanfélagsmót
23.06.12 GKS Afmælismót á Jónsmessu Punktakeppni 1 Innanfélagsmót
23.06.12 GK Jónsmessan 2012 Texas scramble 1 Innanfélagsmót
23.06.12 GGB Jónsmessumót Punktakeppni 1 Almennt
23.06.12 GVG Jónsmessumót Djúpakletts Annað – sjá lýsingu 1 Almennt
23.06.12 GÁS Jónsmessumót Punktakeppni 1 Almennt
23.06.12 Jónsmessumót GÖ Punktakeppni 1 Almennt
23.06.12 GG Hásumarmót Golfklúbbs Starfsmannafélags Íslandsbanka Punktakeppni 1 Almennt
23.06.12 GBE Jónsmessumót Texas scramble 1 Innanfélagsmót