
Eimskipsmótaröðin (3): Signý Arnórsdóttir er Íslandsmeistari kvenna í holukeppni 2012 – Viðtal
Signý Arnórsdóttir, GK, er Íslandsmeistari kvenna í holukeppni 2012. Hún vann þær Hansínu Þorkelsdóttur, GKG og Heiðu Guðnadóttur, GKJ í undankeppninni, en tapaði naumlega fyrir Sunnu Víðisdóttur, GR en sá leikur fór á 20. holu. Í 4 manna úrslitunum vann Signý, klúbbfélaga sinn, Tinnu Jóhannsdóttur, 3&2. Hér á eftir fer stutt viðtal við Signýju:
Golf 1: Hvernig var tilfinningin að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni?
Signý: Hún var mjög góð. Hún er alltaf góð. Þetta var sætur sigur og ég er mjög ánægð.
Golf 1: Er þetta 1. Íslandsmeistaratitillinn?
Signý: Nei. ég varð fyrst Íslandsmeistari í holukeppni í Kiðjaberginu, 2009.
Golf 1: Í undankeppninni vannstu Hansínu Þorkelsdóttur, GKG og Heiðu Guðna, GKJ, en tapaðir fyrir Sunnu Víðisdóttur, GR. Hver af þessum leikjum var erfiðastur?
Signý: Í undankeppninni var leikurinn á móti Sunnu erfiðastur því við fórum á 20. holu. Ég var búin að vera yfir allan tímann, en í lokin var allt jafnt og við urðum að fara í bráðabana.
Golf 1: Leikurinn við Tinnu fór 3&2. Hvað er eftirminnilegast frá þeim hring og síðan sigurhringnum, sem þú spilaðir við Önnu Sólveigu?
Signý: Ég vissi það að ég þyrfti að spila mitt besta golf á móti Tinnu. Á þeim hring spilaði ég undir pari. Eftirminnilegast frá hringnum við Önnu Sólveigu var 17. holan, en það var mjög sérstakt að bæði í leiknum við Tinnu og svo við Önnu lentu boltar þeirra fyrir aftan sama steininn í 2. höggi þeirra (sem þær urðu síðan að taka víti frá).
Golf 1: Hver eru markmiðin fyrir sumarið?
Signý: Ég kýs að halda þeim fyrir mig.
Golf 1: Ætlar þú að taka þátt í Íslandsmótinu í holukeppni á Hellu?
Signý: Já, að sjálfsögðu.
Golf 1: Að lokum: Hvað gerir þú til þess að verða svona góð í golfi?
Signý: Ég veit það ekki. Ég er ekki sú duglegasta að æfa. Mér finnst ekki gaman að standa klukkustundum saman á æfingasvæðinu og slá bolta. Það sem er gaman er að spila golf með bróður mínum og kæresta. Annars er ég bara með þetta í blóðinu og er þar að auki tapsár og mikil keppnismanneskja.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024