Birgir Björn lauk keppni í 7. sæti og Gísli í 9. sæti á Finnish International Junior Championship!
Birgir Björn Magnússon, GK lauk keppni á Finnish International Junior Championship á 77 höggum og einn í 7. sæti! Samtals spilaði Birgir Björn á 12 yfir pari, 228 höggum (74 77 77). Frábær árangur það hjá Birgi Birni! Gísli Sveinbergsson, GK lauk leik á samtals 14 yfir pari, samtals 230 höggum (76 74 80). Hann lauk leik í 9. sæti, sem hann deildi með 3 öðrum. Í 1. sæti í drengjaflokki varð Jeremy Freiburghaus frá Sviss, en hann spilaði á samtals 4 undir pari (70 74 68)! Til þess að sjá úrslitin á Finnish International Junior Championship í drengjaflokki SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Egill Ragnar Gunnarsson. Egill Ragnar er fæddur 29. júní 1996 og er því 16 ára í dag. Egill Ragnar er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hann hefir verið að spila á Unglingamótaröð Arion banka með góðum árangri. Komast má á facebook síðu Egils Ragnars til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Egill Ragnar Gunnarsson (16 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lonnie Dean Nielsen, 29. júní 1953 (59 ára) ….. og …… Kolbrún Kolbeinsdóttir (48 ára) Hans Steinar Bjarnason (39 ára) Þórir Tony Guðlaugsson (43 ára) Sigurður Pétursson (52 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira
Ragnhildur Kristinsdóttir hefir lokið leik í Finnlandi
Keppni í flokki telpna er nú lokið í Vierumäki í Finnlandi á Finnish International Junior Championship. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, spilaði á samtals 253 höggum, samtals 37 yfir pari (81 83 89). Hún lauk leik ein í 21. sæti. Á lokahringnum í dag sá Ragnhildur varla til sólar; var bara með 1 fugl og 6 skolla og 5 skramba. Ragnhildur spilaði mun betur á 2 fyrri dögunum t.a.m. fékk hún 4 fugla á 2. degi og spilaði skrambalaust á 1. degi og því margt gott í leik Ragnhildar! Til þess að sjá úrslitin í telpnaflokki á Finnish International Junior Championship SMELLIÐ HÉR:
Strange hvetur Tiger til að vera meira opinn
Tiger Woods verður að opinbera innri hugsanir sínar og tilfinningar á máta sem hann hefir aldrei gert áður til þess að tengjast milljónum aðdáendum sem fylgja honum um allan heim, sagði fyrrum Ryder bikar fyrirliðinn Curtis Strange. Fjórtánfaldur risamótssigurvegarinn Tiger Woods hefir verið varkár með hvað hann segir í fjölmiðlum, þrátt fyrir beiðnir um það gagnstæða; hann hefir verið í vörn frá því að fréttir birtust um framhjáhald hans 2009. „Ég held að hann sé að missa af yndislegu tækifæri að sýna persónuleika sinn og innri tilfinngar,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Strange við fréttamenn. „Hann segir okkur aldrei neitt (af þýðingu) hann segir ekkert við okkur.“ „Fólk vill ekki allt en ég Lesa meira
Suzann Pettersen kemur nakin fram
Suzann Pettersen er nýjasti kylfingurinn til að fækka fötum fyrir ESPN Magazine the Body Issue, samkvæmt CBSSports.com. Sú sem fyrst kom fram með þessa frétt er fréttamaður CBS, Shane Bacon og hún hafði eftirfarandi að segja: „Á kaddý dögum mínum sá ég oft Suzann í ræktinni og hún er ofurmannleg. Æfingar hennar eru langar og erfiðar og hún vinnur virkilega mikið í líkama sínum til þess að fá það besta úr honum. Að vera með hana í Body Issue er upplagt fyrir ESPN og golfáhugamenn ættu að vera spenntir að sjá ofurkonuna í leiknum.“ Og nú hefir fréttin fengist staðfestst. ESPN Magazine the Body Issue verður til sölu í bókabúðum og Lesa meira
PGA: Bo Van Pelt leiðir á AT&T mótinu – hápunktar og högg 1. dags
Í gær hófst í Congressional Country Club í Bethesda í Maryland í Bandaríkjunum AT&T mótið. Efstur eftir 1. dag er Bo Van Pelt, en hann spilaði á 4 undir pari, 67 höggum. Öðru sætinu deila Fidji-eyjingurinn Vijay Singh, Brendan de Jonge frá Zambíu og Bandaríkjamaðurinn Jimmy Walker. Í 5. sæti er Bandaríkjamaðurinn Billy Hurley III, en hann hefir nokkra sérstöðu meðal þátttakenda í mótinu að því leyti að hann er hagfræðingur og liðsforingi í sjóher Bandaríkjanna. Fimmta sætinu deilir Hurley með landa sínum Pat Perez og Ástralanum Jason Day. Til að sjá stöðuna eftir 1. dag á AT&T National SMELLIÐ HÉR: Til að sjá hápunkta 1. dags á AT&T SMELLIÐ Lesa meira
Evróputúrinn: Bourdy og Singh í efsta sæti á Opna írska eftir 1. dag
Í dag hófst á Royal Port Rush, Opna írska. Í forystu eftir fyrsta daginn eru Indverjinn Jeev Milkha Singh og Frakkinn Grégory Bourdy. Báðir spiluðu þeir Bourdy og Singh á 65 glæsihöggum eða á sjö undir pari. Bourdy spilaði skollafrítt, skilaði „hreinu“ skorkorti með 7 fuglum á. Singh hins vegar fékk 8 fugla og 1 skolla á par-3 14. brautinni á Royal Portrush, sem reynst hefir mörgum kylfingnum erfið. Fyrir mótið var mikið einblínt á Norður-Íranna og Írana frægu í golfheiminum sem þátt taka, en þeim gekk ekki sem skyldi í dag. Efstur af þeim er Pádraig Harrington, sem deilir 9. sæti ásamt 8 öðrum kylfingum, þ.á.m. Simon Dyson, sem Lesa meira
Gísli Sveinbergsson í 7. sæti í Finnlandi!
Drengja- og telpnaflokkur spilaði eftir hádegi á 2. degi Finnish International Junior Championship. Gísli Sveinbergsson, GK, bætti sig um 2 högg í dag í Vierumäki. Samtals er Gísli búinn að spila á 6 yfir pari, 150 höggum (76 74). Hann deilir sem stendur 7. sæti ásamt 2 öðrum, sem er frábær árangur hjá Gísla, en hann fór með leik sínum í dag upp um 4 sæti !!! Birgir Björn Magnússon, GK, er skammt undan, aðeins 1 höggi á eftir Gísla, á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (74 77). Árangurinn er frábær hjá drengjunum því þeir eru báðir meðal 10 efstu af 54 keppendum þ.e. í topp 20 prósentunum. Ragnhildur Kristinsdóttir, Lesa meira
Að lenda í vatnshindrun….. fær aðra þýðingu þegar bandarískir ruðningskappar eru annars vegar!
Nokkrir kappar í bandarísku NFL deildinni í bandaríska ruðningsboltanum komu saman föstudaginn fyrir viku, 22. júní, til þess að spila golf til styrktar góðu málefni. Mótið var haldið til styrktar börnum og unglingum, sem eru í áhættuhóp að gerast afbrotamenn. Meðal þeirra sem þátt tóku voru sigurvegari mótsins Troy Smith, Doug Datish og AJ Hawk hjá Packers, allt þekkt nöfn í bandaríska ruðningsboltanum. Þegar á golfsvæðið var komið var mun meira heillandi að henda ruðningsboltatuðrunni á milli manna en að slá golfbolta. Aumingja Bill Griffin, (uppnefndur „the Cable Guy“ í ruðningsboltanum), fékk að kenna á því hjá AJ. Segja má að það að lenda í vatnshindrun fái aðra þýðingu þegar bandarískir ruðningboltakappar Lesa meira
Frábær árangur hjá Fannari Inga í Finnlandi – spilaði 2. hring á 70. höggum og er í 2. sæti í strákaflokki!!!
Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, spilaði frábært golf á 2. hring Finnish International Junior Championship, í Vierumäki, í Finnlandi í dag. Hann kom í hús á 70 höggum og er í 2. sæti í strákaflokki, eftir 2. dag!!! Samtals er Fannar Ingi því búinn að spila á 150 höggum (80 70) eða 6 yfir pari og er sem segir í 2. sæti af 54 keppendum!!! Stórglæsilegt hjá Fannari Inga!!! Henning Darri Þórðarson, GK, var á 80 höggum á 2. hring. Samtals er Henning Darri búinn að spila á 160 höggum (79 81), eða 16 yfir pari. Hann deilir sem stendur í 14. sæti með 2 öðrum keppendum, sem er fínn árangur! „Strákarnir okkar“ Lesa meira










