Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2012 | 16:50

Gísli Sveinbergsson í 7. sæti í Finnlandi!

Drengja- og telpnaflokkur spilaði eftir hádegi á 2. degi Finnish International Junior Championship.

Gísli Sveinbergsson, GK,  bætti sig um 2 högg í dag í Vierumäki. Samtals er Gísli búinn að spila á 6 yfir pari, 150 höggum (76 74).  Hann deilir sem stendur 7. sæti ásamt 2 öðrum, sem er frábær árangur hjá Gísla, en hann fór með leik sínum í dag upp um 4 sæti !!!

Birgir Björn Magnússon, GK, er skammt undan, aðeins 1 höggi á eftir Gísla, á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (74 77).  Árangurinn er frábær hjá drengjunum því þeir eru báðir meðal 10 efstu af 54 keppendum þ.e. í topp 20 prósentunum.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR lék á 83 höggum í dag á 2. mótsdegi. Samtals er hún því búin að spila á 20 yfir pari, eða 163 höggum (81 83). Hún deilir 15. sæti með svissneskri stúlku Azeliu Meichtry og er í miðjum keppnishópnum en 30 telpur keppa í mótinu. Geysifínn árangur hjá Ragnhildi!

Það er spennandi að sjá hvað gerist á lokadeginum á morgun.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag í Vierumäki SMELLIÐ HÉR: