Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2012 | 09:45

Suzann Pettersen kemur nakin fram

Suzann Pettersen er nýjasti kylfingurinn til að fækka fötum fyrir ESPN Magazine the Body Issue, samkvæmt CBSSports.com. Sú sem fyrst kom fram með þessa frétt er fréttamaður CBS, Shane Bacon og hún hafði eftirfarandi að segja:

„Á kaddý dögum mínum sá ég oft Suzann í ræktinni og hún er ofurmannleg. Æfingar hennar eru langar og erfiðar og hún vinnur virkilega mikið í líkama sínum til þess að fá það besta úr honum. Að vera með hana í Body Issue er upplagt fyrir ESPN og golfáhugamenn ættu að vera spenntir að sjá ofurkonuna í leiknum.“

Og nú hefir fréttin fengist staðfestst.

ESPN Magazine the Body Issue verður til sölu í bókabúðum og blaðasölum 13. júlí n.k. (í Bandaríkjunum). Norska frænka okkar, Suszann Petterson, er sem stendur í 5. sæti á heimslista kvenna.  Hún verður þar með í hóp  Belen Mozo, Christinu Kim, Sandra Gal og  Anna Grzebien að ónefndum Camillo Villegas sem setið hafa nakin fyrir í ESPN Magazine the Body Issue.