Jeev Milkha Singh
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2012 | 20:26

Evróputúrinn: Bourdy og Singh í efsta sæti á Opna írska eftir 1. dag

Í dag hófst á Royal Port Rush, Opna írska. Í forystu eftir fyrsta daginn eru Indverjinn Jeev Milkha Singh og Frakkinn Grégory Bourdy. Báðir spiluðu þeir Bourdy og Singh á 65 glæsihöggum eða á sjö undir pari.

Bourdy spilaði skollafrítt, skilaði „hreinu“ skorkorti með 7 fuglum á.  Singh hins vegar fékk 8 fugla og 1 skolla á par-3 14. brautinni á Royal Portrush, sem reynst hefir mörgum kylfingnum erfið.

Fyrir mótið var mikið einblínt á Norður-Íranna og Írana frægu í golfheiminum sem þátt taka, en þeim gekk ekki sem skyldi í dag.  Efstur af þeim er Pádraig Harrington, sem deilir 9. sæti ásamt 8 öðrum kylfingum, þ.á.m. Simon Dyson, sem á titil að verja. Þeir spiluðu á 5 undir pari.

Næstur Íranna er Mark O´Sullivan á 4 undir pari, Paul McGinley og Mark Murphy voru á 3 undir pari, líkt og Norður-Írarnir Rory McIlroy og Michael Hoey.  Graeme McDowell og Darren Clarke voru á 1 undir pari, eða 71 höggi og deila 72. sætinu.  Þeir mega því hafa sig alla við bara að komast í gegnum niðurskurð.

Lýst er eftir hinni margrómuðu heppni Íra!  Það verður gaman að sjá á morgun hverjir komast í gegnum niðurskurðinn!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Opna írska SMELLIÐ HÉR: