
Evróputúrinn: Bourdy og Singh í efsta sæti á Opna írska eftir 1. dag
Í dag hófst á Royal Port Rush, Opna írska. Í forystu eftir fyrsta daginn eru Indverjinn Jeev Milkha Singh og Frakkinn Grégory Bourdy. Báðir spiluðu þeir Bourdy og Singh á 65 glæsihöggum eða á sjö undir pari.
Bourdy spilaði skollafrítt, skilaði „hreinu“ skorkorti með 7 fuglum á. Singh hins vegar fékk 8 fugla og 1 skolla á par-3 14. brautinni á Royal Portrush, sem reynst hefir mörgum kylfingnum erfið.
Fyrir mótið var mikið einblínt á Norður-Íranna og Írana frægu í golfheiminum sem þátt taka, en þeim gekk ekki sem skyldi í dag. Efstur af þeim er Pádraig Harrington, sem deilir 9. sæti ásamt 8 öðrum kylfingum, þ.á.m. Simon Dyson, sem á titil að verja. Þeir spiluðu á 5 undir pari.
Næstur Íranna er Mark O´Sullivan á 4 undir pari, Paul McGinley og Mark Murphy voru á 3 undir pari, líkt og Norður-Írarnir Rory McIlroy og Michael Hoey. Graeme McDowell og Darren Clarke voru á 1 undir pari, eða 71 höggi og deila 72. sætinu. Þeir mega því hafa sig alla við bara að komast í gegnum niðurskurð.
Lýst er eftir hinni margrómuðu heppni Íra! Það verður gaman að sjá á morgun hverjir komast í gegnum niðurskurðinn!!!
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Opna írska SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024