Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2012 | 12:30

Ragnhildur Kristinsdóttir hefir lokið leik í Finnlandi

Keppni í flokki telpna er nú lokið í Vierumäki í Finnlandi á Finnish International Junior Championship.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, spilaði á samtals 253 höggum, samtals 37 yfir pari (81 83 89).  Hún lauk leik ein í 21. sæti.

Á lokahringnum í dag sá Ragnhildur varla til sólar; var bara með 1 fugl og 6 skolla og 5 skramba.

Ragnhildur spilaði mun betur á 2 fyrri dögunum t.a.m. fékk hún 4 fugla á 2. degi og spilaði skrambalaust á 1. degi og því margt gott í leik Ragnhildar!

Til þess að sjá úrslitin í telpnaflokki á Finnish International Junior Championship SMELLIÐ HÉR: