Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2012 | 15:00

Að lenda í vatnshindrun….. fær aðra þýðingu þegar bandarískir ruðningskappar eru annars vegar!

Nokkrir kappar í bandarísku NFL deildinni í bandaríska ruðningsboltanum komu saman föstudaginn fyrir viku, 22. júní,  til þess að spila golf til styrktar góðu málefni. Mótið var haldið til styrktar börnum og unglingum, sem eru í áhættuhóp að gerast afbrotamenn.  Meðal þeirra sem þátt tóku voru sigurvegari mótsins Troy Smith, Doug Datish og AJ Hawk hjá Packers, allt þekkt nöfn í bandaríska ruðningsboltanum.

Þegar á golfsvæðið var komið var mun meira heillandi að henda ruðningsboltatuðrunni á milli manna en að slá golfbolta. Aumingja Bill Griffin, (uppnefndur „the Cable Guy“ í ruðningsboltanum)fékk að kenna á því hjá AJ. Segja má að það að lenda í vatnshindrun fái aðra þýðingu þegar bandarískir ruðningboltakappar eru annars vegar!

Sjá má myndskeið af leik bandarísku fótboltakappanna í Avalon Lakes Golf & Country Club í Warren Ohio með því að SMELLA HÉR: