Gísli og Birgir Björn mætast á morgun í 4. manna undanúrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni, 3. mótinu á Íslandsbankamótaröðinni. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2012 | 16:20

Birgir Björn lauk keppni í 7. sæti og Gísli í 9. sæti á Finnish International Junior Championship!

Birgir Björn Magnússon, GK lauk keppni á Finnish International  Junior Championship á 77 höggum og einn  í 7. sæti!  Samtals spilaði Birgir Björn á 12 yfir pari, 228 höggum (74 77 77).  Frábær árangur það hjá Birgi Birni!

Gísli Sveinbergsson, GK lauk leik á samtals 14 yfir pari, samtals 230 höggum (76 74 80). Hann lauk leik í 9. sæti, sem hann deildi með 3 öðrum.

Í 1. sæti í drengjaflokki varð Jeremy Freiburghaus frá Sviss, en hann spilaði á samtals 4 undir pari (70 74 68)!

Til þess að sjá úrslitin á Finnish International  Junior Championship í drengjaflokki SMELLIÐ HÉR: