Tiger Woods
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2012 | 11:00

Strange hvetur Tiger til að vera meira opinn

Tiger Woods verður að opinbera innri hugsanir sínar og tilfinningar á máta sem hann hefir aldrei gert áður til þess að tengjast milljónum aðdáendum sem fylgja honum um allan heim, sagði fyrrum Ryder bikar fyrirliðinn Curtis Strange.

Fjórtánfaldur risamótssigurvegarinn Tiger Woods hefir verið varkár með hvað hann segir í fjölmiðlum, þrátt fyrir beiðnir um það gagnstæða; hann hefir verið í vörn frá því að fréttir birtust um framhjáhald hans 2009.

„Ég held að hann sé að missa af yndislegu tækifæri að sýna persónuleika sinn og innri tilfinngar,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Strange við fréttamenn.

„Hann segir okkur aldrei neitt (af þýðingu) hann segir ekkert við okkur.“

„Fólk vill ekki allt en ég helda að almenningur og fjölmiðlar vilji fá eitthvað frá honum. Ég skil ekki og veit ekki af hverju hann vill vera svo fjarlægur frá heiminum.“

„Fólki um allan heim líkar enn við hann og það er fullt af fólki sem ekki virðir hann lengur en það fólk horfir enn og hann getur enn unnið það á sitt band. Fólk fyrirgefur,“ bætti US Open sigurvegarinn 1988 og 1989 (Curtis Strange) við.

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum hrundi niður listann eftir að hjónaband hans leið undir lok en tveir sigrar á þessu ári á Arnold Palmer Invitational í Flórída og á Memorial Tournament í Ohio hafa komið honum aftur í 4. sæti listans.

Strange sem var fyrirliði Woods í Ryder bikarnum 2002 sagði að Tiger myndi aldrei aftur ná að vera á toppnum eins og hann gerði fyrir áratug.

„Hann er næstum 37 ára. Hann mun ekki spila eins vel og hann gerði þegar hann var 22 en það þýðir ekki að hann geti ekki verið leiðandi afl,“ sagði Strange, sem verður golffréttaskýrandi ESPN á Opna breska á Royal Lytham í næsta mánuði.

ALDREI NÓG

„Við setjum enn spurningarmerki við leik hans, hversu vel hann spilar, hversu góð sveiflan hans er og berum hann saman við Tiger liðinna tíma án þess að viðkenna og óska honum til hamingju með tvo sigra hans á þessu ári. Þeir eru einfaldlega ekki nóg; þegar Tiger er annars vegar er  það aldrei nóg.“

„Fyrir og meðan á US Open stóð í þessum mánuði spurðum við: „Hvenær snýr hann aftur (í gamla leikformið?  Hvernig skilgreinum við að hann sé kominn aftur? Ég get mér þess til að við sameinumst um að það sé þegar hann sigrar á öðru risamóti,“ bætti hinn 57 ára Strange við.

„En jafnvel þá kemur fólk til með að segja að hann sé ekki kominn aftur vegna þess að hann er ekki að spila eins vel og hann gerði 2000 eða 2001.  Fyrir mér mun hann aldrei koma til með að spila aftur svo vel vegna þess að hann er eldri.“

Tiger er líka oft gagnrýndur fyrir að taka Ryder bikarskeppnina ekki eins alvarlega og hann tekur höggleiks mótum og sumir hafa sagt að bandaríska liðið væri betur sett án hans þegar það mætir evrópskum félögum sínum í mótinu nú í september.

Strange sagði að Tiger hafi verið fullkominn liðsfélagi 2002 og að hann ætti svo sannarlega að vera í liði Davis Love III í Illinois.

„Hann var auðveldasti liðsmaðurinn að fást við, hann var frábær,“ sagði fyrirliðinn fyrrverandi.

„Það eina sem ég vildi frá leikmönnum mínum til þess að auðvelda líf mitt var að þeir væru stundvísir og gætu skilið sumt af því sem gera þurfti þá vikuna, þannig að við gætum bara talað og spilað golf.

„Það að árita minjagripi, koma fram í útvarpi og sjónvarpi – hann var alltaf fyrstur allra að koma þessu úr heiminum vegna þess að hann vildi fara að spila golf. Ég get ekki hrósað honum nógu mikið þá vikuna,“ sagði Strange.

„Hann er ekkert af því sem þið lesið í fjölmiðlum þegar sagt er að hann sé ekki góður liðsfélagi og sé þetta eða hitt; hann var í einu orði frábær.“

„Það eina sem ég vildi að Tiger hefði sinnt meira var að vera leiðtogi sem talaði meir, í stað þess að vera svona þegindalegur.“

Heimild: Stuff.co.nz