Afmæliskylfingur dagsins: Ómar Bogason – 30. júní 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Ómar Bogason. Ómar er fæddur 30. júní 1960 og er því 52 ára í dag. Ómar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar (GSF). Hann hefir m.a. leikið golfið erlendis og var t.d. í hópi Seyðfirðinga á Costa Ballena s.l. vor. Ómar er kvæntur Margréti Urði Snorradóttur og á börnin: Arnar Boga, Helga, Urði Örnu og Dagnýju Erlu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér til þess að óska honum til hamingju með daginn Ómar Bogason Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Veronica Felibert frá Venezuela, 30. júní 1985 (27 ára); William Park Sr., (30. júní 1833-25. júlí 1903) Lesa má um þann afmæliskylfing með því að Lesa meira
LPGA: Veronica Felibert leiðir á Walmart NW Arkansas Championship eftir 1. dag
Það er nýliðinn á LPGA, Veronica Felibert, frá Venezuela sem er efst á Walmart NW Arkansas Championship eftir 1. dag. Felibert spilaði á 6 undir pari, 65 höggum. Felibert fékk 7 fugla og 1 skolla á hringnum. Veronica fékk þátttökurétt í mótinu sem 2. varamaður og 1. sætið eftir 1. dag mótsins kemur eftir að hún komst þrívegis ekki í gegnum niðurskurð og viku eftir að hún fékk sér nýjan pútter. Fyrsta sætið er örugglega besta afmælisgjöf, sem Veronica hefir gefið sjálfri sér, en hún á afmæli í dag er 27 ára. Sjá má litla kynningu Golf 1 á Veronicu með því að SMELLA HÉR: Í 2. sæti 1 höggi Lesa meira
PGA: Hunter Mahan leiðir þegar AT&T mótið er hálfnað
Það er Hunter Mahan, sem tekið hefir forystu á AT&T mótinu, sem fram fer í Bethesda í Maryland á golfvelli Congressional CC. Hunter kom inn á flottu skori í gær 65 höggum, þ.e. fékk 7 fugla og 1 skolla. Samtals er hann búinn að spila á 7 undir pari (70 65). Í 2. sæti eru Bandaríkjamennirnir Robert Garrigus og Jimmy Walker og Brendan de Jonge frá Zambíu, tveimur höggum á eftir Mahan. Fimm kylfingar deila 5. sætinu, þ.á.m. Vijay Singh á 4 undir pari. Cameron Tringale er einn í 10. sæti á samtals 3 undir pari Tiger deilir 11. sæti er með 3 öðrum, er að spila ágætlega (72 68) Lesa meira
GB: Gullhamrinum frestað til 29. júlí vegna ónógrar þátttöku
Þeir hjá Golfklúbbi Borgarness sendu frá sér svohljóðandi tilkynningu um frestun á einu flottasta kvennamóti landsins: Gullhamrinum, sem fram átti að fara á Hamarsvelli, í Borgarnesi á morgun: „Því miður þurfum við að fresta Gullhamrinum vegna ónógrar þátttöku. Nýja dagsetningin er sunnudagurinn 29. júlí. Þær konur sem skráðu sig í rástíma á morgun eru enn skráðar fyrir honum (almenn skráning) þótt ekkert sé mótið. Þeim konum utan GB sem skráðu sig ætlum við að bjóða velkomna á völlinn (frítt) ef þær kæra sig að mæta, annars væri æskilegt að afskrá sig eða láta vita í skála 437-2000 eða til formanns kvennanefndar 437-1121.“
Evróputúrinn: Grégory Bourdy áfram í forystu þegar Opna írska er hálfnað
Það er Frakkinn Grégory Bourdy sem leiðir á Opna írska eftir 2. dag. Bourdy er búinn að spila á samtals 12 undir pari, samtals 132 höggum (65 67). Í 2. sæti er Englendingurinn Mark Foster. Hann er samtals búinn að spila á 11 undir pari, er semsagt aðeins 1 höggi á eftir Bourdy, og því 133 höggum (66 67). Þriðja sætinu deila landi Foster, Paul Warig, Ítalinn Lorenzo Gagli og „heimamaðurinn“ Pádraig Harrington. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Opna írska SMELLIÐ HÉR:
NÝTT! Nýju stúlkurnar á LET 2012 (1. grein af 34): Carly Booth
Hér á Golf 1 hafa allir þeir sem hlutu kortin sín í gegnum Q-school á PGA, LPGA og á Evróputúrinn, keppnistímabilið 2012, verið kynntir og nú á bara eftir að kynna þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LET í ár. Í janúar á þessu ári fór fram lokaúrtökumót Q-school LET á La Manga á Spáni. Meðal þeirra 72 sem komust af 1. stigi úrtökumótsins á lokaúrtökumótið var Tinna Jóhannsdóttir, GK. Alls voru 101 stúlka, sem spilaði á lokaúrtökumótinu og voru spilaðir 5 hringir og niðurskurður um helming þ.e. í 50 stúlkur eftir 4 hringi. Því miður var Tinna ekki ein af þeim sem komust í gegnum niðurskurð. Hún hlaut Lesa meira
Hilmar Halldórsson á 50 ára stórafmæli í dag!!!
Hilmar Halldórsson á 50 ára stórafmæli í dag!!! Hann fæddist 29. janúar 1962. Hilmar er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hann er kvæntur Kolbrúnu Ólafsdóttur og þau eiga 4 börn: Daníel, Ester, Ólaf og Helgu. Hjónin Hilmar og Kolbrún eru báðir miklir kylfingar, en auk þess eru þau dugleg að draga fyrir son sinn Daníel sem spilar á Eimskipsmótaröðinni. Í dag á merkisafmælisdaginn var þeim Hilmar og Kolbrúnu komið á óvart. Þau voru bókuð með vinahjónum sínum, þeim Gísla Vagni Jónssyni og Bryndísi Garðarsdóttur í golfhring á Kálfatjarnarvöll á Vatnsleysuströnd og þar komu vinirnir hjónunum á óvart með kampavíni, jarðaberjum og súkkulaði. Gerist ekki betra að spila golf í góðra Lesa meira
NÝTT! Saga Golfklúbbs Hellu í 60 ár – GHR í 60 ár (1. hluti af 12) – tekið saman af Ólafi Stolzenwald
Þann 22. júní s.l. hélt Golfklúbburinn á Hellu upp á 60 ára afmæli sitt. Ólafur Stolzenwald, prentsmiðjustjóri hefir varið drjúgum tíma í að taka saman sögu þessa 4. elsta golfklúbbs landsins og sendi góðfúslega samantekt sína sögu Golfklúbbs Hellu, sem hér birtist í 12 hlutum á Golf 1 í tilefni af merkisafmælinu. (Athugið að lesa má alla sögu Golfklúbbs Hellu í samtantekt Ólafs í heild, með því að smella á tengil hér fyrir neðan). Hér fer 1. hlutinn: Fyrsti völlurinn á Gaddstaðaflötum Golfklúbbur Hellu var stofnaður 22. júni 1952 og varð því 60 ára á þessu ári. Aðalhvatamenn og stofnendur klúbbsins vorur Ásgeir Ólafsson og Helmut Stolzenwald á Hellu, en Lesa meira
LET: Hver skyldi vera meðalhögglengd dræva stúlknanna á LET?
Þeir sem fylgjast með LET hafa væntanlega tekið eftir „Power Drive Test by Bushnell” þ.e. keppni sem gekk út á að geta upp á hver af stúlkunum á LET drævaði lengst á tveimur mótum: UniCredit Ladies German Open styrktu af Audi í maí og Raiffenseinbank Prague Masters í júní. Í verðlaun fyrir þann sem gat sér rétt til var glænýr Bushnell Pro 1M Laser Rangefinder, að vermæti $ 600 þ.e. u.þ.b. 76.000,- íslenskar krónur út úr búð í Bandaríkjunum, en með hefðbundinni álagningu hérlendis eitthvað í kringum 100.000,- íslenskar krónur út úr búð hér. LET bárust um 800 svör og voru hinir heppnu 2 Bandaríkjamenn, Don Stiffler og Greg Herrington. Varðandi fyrri spurninguna Lesa meira
Fannar Ingi lauk keppni í 3. sæti í Finnlandi!!!
Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis var aldeilis að spila gott golf á Finnish International Junior Championship í Vierumäki í Finnlandi. Hann lauk keppni á 3. hring í dag á 75 höggum en var þar áður búinn að spila á 80 höggum fyrsta dag og svo glæsihring í gær á 2 undir pari, 70 högg!!! Það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef Fannar Ingi hefði spilað aðeins betur 1. daginn, því sá sem var í 2. sæti í strákaflokki, Anti-Jussi Lintunen var aðeins 3 höggum á undan Fannari Inga. Sá sem sigraði, Finninn Oliver Lindel, sigraði nokkuð örugglega á 5 undir pari. Samtals spilaði Fannar Ingi á Lesa meira










