Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2012 | 07:00

PGA: Bo Van Pelt leiðir á AT&T mótinu – hápunktar og högg 1. dags

Í gær hófst í Congressional Country Club í Bethesda í Maryland í Bandaríkjunum AT&T mótið.  Efstur eftir 1. dag er Bo Van Pelt, en hann spilaði á 4 undir pari, 67 höggum.  Öðru sætinu deila Fidji-eyjingurinn Vijay Singh, Brendan de Jonge frá Zambíu og Bandaríkjamaðurinn Jimmy Walker.

Billy Hurley. Mynd: PGA.

Í 5. sæti er Bandaríkjamaðurinn Billy Hurley III, en hann hefir nokkra sérstöðu meðal þátttakenda í mótinu að því leyti að hann er hagfræðingur og liðsforingi í sjóher Bandaríkjanna.  Fimmta sætinu deilir Hurley með landa sínum Pat Perez og Ástralanum Jason Day.

Til að sjá stöðuna eftir 1. dag á AT&T National SMELLIÐ HÉR: 

Til að sjá hápunkta 1. dags á AT&T SMELLIÐ HÉR:

Til að sja högg 1. dags á AT&T SMELLIÐ HÉR: