Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2012 | 10:00

10 mestu kylfingar meðal Bandaríkjaforseta – myndskeið

Hverjir skyldu vera 10 bestu og mestu kylfingar meðal Bandríkjaforsetanna 44?  Er það Barack Obama, Dwight Eisenhower, Bush feðgar, Clinton eða Kennedy? Það hefir löngum ekki verið  vinsælt að Bandaríkjaforsetar væru að leika sér í golfi, þegar þeir áttu að vera að sinna ábyrgðarfyllri störfum fyrir land og þjóð. Það eru t.a.m. til mjög fáar myndir af Kennedy í golfi, svo mikið vildi hann fjarlægast ímynd ríks, iðjulauss forseta, sem hefði ekkert betra að gera en að vera í golfi, einkum m.t.t. gagnrýni sem aðeins var farið að gera vart við sig á dögum Eisenhower, sem var mikill kylfingur og fór ekkert leynt með ást sína á leiknum. Til þess Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2012 | 08:30

16 ára strákur Scotty Scheffler spilaði tvisvar á 61 höggi sömu vikuna!

Hinn 17 ára Beau Hossler sló í gegn á US Open. Það eru gamlar fréttir – yfir 2 vikna gamlar, en pilturinn er enn að spila gott golf, átti t.a.m. hring upp á 71 (par) á erfiða Congressional vellinum á fyrsta hring sínum á AT&T.  En Hossler, hvað? Nú er annar drengur sem fyllir forsíðufréttir golfvefmiðla, hinn 16 ára Scotty Scheffler frá Dallas Texas, sem setti tvö vallarmet sömu vikuna með fáránlega lágu skori. Á afmæli sínu í síðustu viku var Scheffler á 10 undir pari í Northwood Club, 61 höggi, þar sem Opna bandaríska (US Open) 1952 fór fram  1952 og einhver Hunter Mahan átti eldra vallarmet, sem Scheffler Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2012 | 18:15

GK: Atli Már Grétarsson klúbbmeistari GK 2012 í strákaflokki eftir æsispennandi bráðabana

Það var mikil dramatík á lokahring í strákaflokki í dag. Atli Már Grétarson, sem búinn var að spila svo vel undanfarna 2 daga (var á samtals 4 undir pari eftir 2 daga)  átti ekki sinn besta dag, í dag, spilaði á 80 höggum.  Fyrir hringinn í dag átti hann 11 högg á þann sem næstur kom, Henning Darra Þórðarson.  Atli Már lauk keppni (70 68 80) á samtals 218 höggum eða 5 yfir pari samtals. Henning Darri Þórðarson, sem átti hring vonbrigða í gær 81 högg, spilaði geysilega vel í dag, kom í hús á 69 höggum (sem er 2 undir pari!!!) í stuttu máli náði upp 11 högga muninum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2012 | 18:00

Saga Golfklúbbs Hellu í 60 ár – GHR í 60 ár (5. hluti af 12) – tekið saman af Ólafi Stolzenwald

Hér verður fram haldið með ágrip af sögu Golfklúbbs Hellu í samantekt Ólafs Stolzenwald, en klúbburinn fagnar 60 ára afmæli á árinu: Samstarf GHR og GSÍ   Golfklúbbur Hellu gekk formlega í GSÍ árið 1977.  Samstarf GSÍ hefur ætið verið gott við Golfklúbbinn og stjórnarmenn hans og má geta þess að bræðurnir Gunnar og Þórir Bragasynir meðlimir GHR hafa verði þar fremstir meðal jafningja og unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir GSÍ.  Gunnar var forseti GSÍ frá 1999-2001 og Þórir hefur unnið við dómarastörf til margra ára og er með landsdómararéttindi. Hann var m.a. dómari í Landsmótinu 1995 og  Íslandsmótinu í höggleik 2002 á Strandarvelli.  Einnig var Gunnar kosinn í mótanefnd EGA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2012 | 17:45

GGL: Anton Helgi Guðjónsson á besta skorinu á Opna Klofningsmótinu

Á sunnudaginn 1. júlí 2012 fór fram hjá Golfklúbbnum Glámu á Þingeyri, Opna Klofningsmótið.  Þátttakendur voru 60.  Spilaður var höggleikur með og án forgjafar. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Karlaflokkur án forgjafar  1. sæti  Anton Helgi Guðjónsson 71 GÍ 2. sæti  Janus Pawel Durszak 73 GBO 3. sæti  Auðunn Einarsson 73 GÍ 4. sæti  Magnús Gautur Gíslason 78 GÍ 5.sæti  Daði Arnarsson 81 GBO Karlaflokkur með forgjöf 1. sæti  Finnur Magnússon 66 GÍ 2. sæti Janus Pawel Durszak 69 GBO 3. sæti Daði Arnarsson 71 GBO 4. sæti Anton Helgi Guðjónsson 67 GBO 5. sæti Páll Guðmundsson  GBO  71 GBO Kvennflokkur án forgjafar  1. sæti Brynja Haraldsdóttir 90 GP 2. sæti Bjarney Guðmundsdóttir 93 GÍ 3. sæti Sólveig Pálsdóttir 94 GÍ Kvennaflokkur með forgjöf   1. sæti  Sólveig Pálsdóttir 75 GÍ 2. sæti Bjarney Guðmundsdóttir  77 GÍ 3. sæti Brynja Haraldsdóttir 78 GP Unglingaflokkur með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2012 | 16:00

GKB: Snorri og Brynhildur unnu hjóna- og parakeppnina

Hjóna og parakeppni GKB fór fram á Kiðjabergsvelli sunnudaginn 1. júlí og var TVG Zimsen helsti styrktaraðili mótsins. 27 lið tóku þátt og veðrið þokkalegt, þurrt en nokkuð kalt. Hjónakornin Snorri Hjaltason og Brynhildur Sigursteinsdóttir sigruðu með skor upp á 65 högg nettó. Þórhallur Einarsson og Guðný Kristín Tómasdóttir komu næst með 66 högg nettó. Úrslit í mótinu voru sem hér segir:  1. Snorri Hjaltason og Brynhildur Sigursteinsdóttir 65 högg nettó 2. Þórhalli Einarsson og Guðný Kristín S Tómasdóttir 66 högg nettó 3. Gunnar Albert Traustason og Ásta Birna Stefánsdóttir 69 högg nettó. 4. Gunnar Þorláksson og Kristín Eyjólfsdóttir 70 högg nettó 5. Grímur Þórisson og Anna Ingileif Erlendsdóttir 70 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2012 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Örn Berndsen – 3. júlí 2012

Það er Baldvin Örn Berndsen, sem er afmæliskylfingur dagsins. Baldvin Örn er fæddur 3. júlí 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Eitt af fjölmörgum áhugamálum Baldvins Arnar er golf. Baldvin Örn er kvæntur Berglindi Helgadóttur og eiga þau saman 3 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Baldvin Örn Berndsen Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John C. Palmer, 3. júlí 1918 – 14. september 2006; Guillaume Cambis, 3. júlí 1988 (24 ára) …. og ….. Marsibil Saemundardottir Halldór Örn Sudsawat Oddsson (48 ára) Anna Jóna Jósepsdóttir (25 ára) Ragnhildur Sesselja Gottskálksdóttir (56 ára) Postulín Svönu (53 ára) Golf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2012 | 13:15

GA: Guðlaug María Óskarsdóttir vann kvennaflokkinn á Arctic Open

Það var Guðlaug María Óskarsdóttir, GA, sem sigraði glæsilega kvennaflokkinn  á Arctic Open, sem fram fór fimmtudag og föstudag 28. og 29. júní í s.l. viku. Auk verðlauna fyrir punktakeppni í opnum flokki eru ætíð veitt sérstök verðlaun í öldungaflokki karla þ.e. 55+ og í liðakeppni, sem og í kvennaflokki, þar sem Guðlaug María sigraði, í ár á 26. Arctic Open mótinu. Af 140 þátttakendum á Arctic Open í ár voru 12 konur.  Þar af voru 11 íslenskar konur og komu að þessu sinni aðeins úr 2 klúbbum GA og GR og voru heimakonur fjölmennastar eða 7 talsins. Þær voru líka sigursælastar, því þær röðuðu sér í 4 efstu sætin. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2012 | 12:30

GK: Atli Már Grétarsson jafnaði vallarmet af bláum á Meistaramóti Keilis – spilaði á 68 glæsihöggum!!!

Atli Már Grétarsson, spilaði glæsilegt golf í strákaflokki á Meistaramóti Keilis í gær, en sá flokkur er einn sá mest spennandi og gaman að fylgjast með strákunum, framtíðarmönnum Keilis, sem setja hvert metið á fætur öðru. Eftir tvo keppnisdaga er Atli Már búinn að spila á 138 höggum (70 68) og undir pari báða daga þ.e. samtals 4 undir pari og er sá eini í strákaflokki, sem hefir afrekað það! Í gær spilaði Atli Már á 68 höggum og jafnaði þar með vallarmet sem Henning Darri setti á sunnudaginn af bláum á Hvaleyrinni!!! Atli Már fékk 4 fugla og 1 skolla á hringnum í gær, en skollinn kom á 8. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2012 | 09:00

GA: Karl Jónsson sigraði á Arctic Open

Þann 28. og 29. júní í s.l. viku fór fram Arctic Open, tveggja daga mótið kunna og er það í 26. sinn sem mótið er haldið. Á fimmtudeginum klukkan eitt var vegleg opnunarhátíð og mótið sett. Þar var boðið upp á mat og drykk fyrir þátttakendur, en að því loknu var haldin dræv-keppni á hvíta teignum á 8. braut. Í þeirri keppni fór sleggjan Elfar Halldórsson með sigur af hólmi, þrátt fyrir meiðsli á ökkla. Mótið hófst svo klukkan 4 á fimmtudeginum, og var ræst út með sama hætti og undanfarin ár, þ.e. ræst út á öllum teigum samtímis, en skotið var upp flugeld sem merki um það hvenær mætti Lesa meira