Sigurvegari í 3. móti sunnudagspúttmótaraðar FJ og Hraunkots, Atli Már Grétarsson, GK, Í
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2012 | 18:15

GK: Atli Már Grétarsson klúbbmeistari GK 2012 í strákaflokki eftir æsispennandi bráðabana

Það var mikil dramatík á lokahring í strákaflokki í dag. Atli Már Grétarson, sem búinn var að spila svo vel undanfarna 2 daga (var á samtals 4 undir pari eftir 2 daga)  átti ekki sinn besta dag, í dag, spilaði á 80 höggum.  Fyrir hringinn í dag átti hann 11 högg á þann sem næstur kom, Henning Darra Þórðarson.  Atli Már lauk keppni (70 68 80) á samtals 218 höggum eða 5 yfir pari samtals.

Henning Darri Þórðarson, sem átti hring vonbrigða í gær 81 högg, spilaði geysilega vel í dag, kom í hús á 69 höggum (sem er 2 undir pari!!!) í stuttu máli náði upp 11 högga muninum og sýndi því mikinn karakter.  Hann lauk keppni (68 81 69) á samtals 218 höggum eða 5 yfir pari samtals.

Allt jafnt hjá þeim Henning Darra og Atla Má eftir 3 hringi og því var spilaður 3 holu bráðabani og þar hafði Atli Már betur!!! Tja, hringirnir í dag voru svo sannarlega ekki eitthvað fyrir þá sem slappir eru á taugum – þetta var æsispenna í golfi eins og best gerist og það hjá þeim yngstu!!!

Úrslit í strákaflokki á Meistaramóti Keilis voru eftirfarandi:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 D5 D6 D7 Alls Mismunur
1 Atli Már Grétarsson GK 6 F 38 42 80 9 70 68 80 218 5
2 Henning Darri Þórðarson GK 2 F 35 34 69 -2 68 81 69 218 5
3 Helgi Snær Björgvinsson GK 8 F 40 39 79 8 72 78 79 229 16
4 Gísli Þorgeir Kristjánsson GK 11 F 39 38 77 6 76 83 77 236 23
5 Aron Skúli Ingason GK 8 F 40 39 79 8 76 83 79 238 25
6 Alex Daði Reynisson GK 13 F 42 42 84 13 83 76 84 243 30
7 Ólafur Andri Davíðsson GK 17 F 43 40 83 12 85 81 83 249 36
8 Aron Atli Bergmann Valtýsson GK 11 F 43 43 86 15 83 86 86 255 42
9 Bjarki Geir Logason GK 7 F 44 47 91 20 83 86 91 260 47
10 Stefán Ingvarsson GK 14 F 43 50 93 22 85 84 93 262 49
11 Sverrir Kristinsson GK 11 F 43 44 87 16 90 87 87 264 51
12 Daníel Ísak Steinarsson GK 13 F 44 44 88 17 99 83 88 270 57
13 Arnar Gauti Arnarsson GK 21 F 45 44 89 18 94 96 89 279 66
14 Enok Birgisson GK 17 F 49 51 100 29 89 95 100 284 71
15 Smári Snær Sævarsson GK 25 F 44 45 89 18 100 96 89 285 72
16 Þór Breki Davíðsson GK 21 F 60 47 107 36 96 93 107 296 83
17 Viktor Helgi Benediktsson GK 14 F 54 46 100 29 105 98 100 303 90