Evróputúrinn: Christian Nilson kominn í forystu snemma á 1. degi Alstom Open de France
Það er Svíinn Christian Nilson sem tekið hefir forystuna á Alstom Open de France, sem hófst á Le Golf National golfvellinum í París í morgun. Christian spilaði á 65 höggum. Hann fékk 7 fugla og 1 skolla, en skollinn kom á 9. braut. Margir eiga eftir að ljúka leik en keppnin er í fullum gangi þegar þetta er skrifað kl. 13:30. Þeir sem koma næstir eru kylfingar sem spilað hafa á 66 höggum en það eru Ítalinn Matteo Manassero, Englendingurinn Gary Boyd og Thaílendingurinn Thongchai Jaidee. Til þess að fylgjast með stöðunni á 1. degi Alstom Open de France SMELLIÐ HÉR:
GOS: Helgi Hjaltason fór holu í höggi á Meistaramóti GOS
Í gær var fyrsti dagur Meistaramóts GOS hjá 1. flokki og Meistaraflokki. Leikar eru því hafnir í öllum flokkum og mikil spenna víða. Helgi Hjaltason gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 3.braut. Hann smellhitti högg með 9 járni beint á holu. Kúlan lenti og rúllaði síðan beint ofan í. Frábært hjá Helga!!! Golf 1 óskar Helga innilega til hamingju með draumahöggið!
GN & GSF: GN sigraði í Sveitakeppni Austurlands – Yfirlýsing og upplýsingar frá GSF vegna Sveitakeppni Austurlands
Síðastliðna helgi fór fram Sveitakeppni Austurlands. Sigurvegarar varð sveit Golfklúbbs Norðfjarðar (GN) á Neskaupsstað og óskar Golf 1 sveitinni innilega til hamingju með sigurinn! Á klúbbasíðu GN er eftirfarandi frétt um mótið: „Sveitakeppni Austurlands fór fram á Ekkjufellsvelli GFH helgina 30/6. og 1/7. 2012 við góðar aðstæður. Veðrið var ágætt fyrri daginn en þó nokkur vindur en síðari dagurinn var með betri dögum til golfiðkunar sól og logn að mestu og vel heitt. Fimm sveitir mættu til leiks, eða sveitir heimamanna í GFH, GHH, GBE, GKF og GN. Seyðfirðingar voru fjarri góðu gamni, en þeir boðuðu forföll á síðustu stundu af óljósum ástæðum (voru eitthvað óánægðir með niðurröðun í riðla). Lesa meira
Yani Tseng gæti náð „Grand Slam“ sigri hún á Opna bandaríska kvennamótinu í þessari viku
Yani Tseng man eftir þegar hún fékk að fara á Opna bandaríska kvenamótið 13 ára og fékk þá eiginhandaáritanir og frítt snakk. Í þessari viku er hún sjálf meðal keppenda og það sem meira er getur sett met. Ef hún sigrar gæti hin 23 ára stúlka frá Taíwan orðið sú yngsta á LPGA til þess að ná Grand Slam þ.e. sigri í öllum risamótum kvennagolfsins. Hún myndi jafnvel slá við aldursmet Tiger, sem var ekki búinn að vinna öll risamót í karlagolfinu fyrr en hann var 24 ára. En eftir 3 sigra á LPGA Tour fyrr á þessu ári þá er Yani að ströggla og það fyrir fyrsta hringinn á Lesa meira
GL: Smári Viðar Guðjónsson GL sigraði í Landsbankamótaröð GL 2012.
Landsbankamótaröðin hófst hjá GL 23. maí s.l. og lauk í gær. Þátttakendur voru 101. Það var Smári Viðar Guðjónsson, sem sigraði, lék á 36 punktum. Önnur úrslit voru þessi: 2. Heimir Eir Lárusson * 34 3. Davíð Búason * 33 4. Birgir Arnar Birgisson * 32 5. Friðrik Berg Sigþórsson * 32 6. Hannes Marinó Ellertsson * 31 7. Davíð Örn Gunnarsson * 31 8. Axel Fannar Elvarsson * 30 9. Einar Kristinn Gíslason * 29 10. Reynir Þorsteinsson * 28 11. Ingi Fannar Eiríksson * 27 12. Aron Máni Alfreðsson * 26 13. Halldór Karvel Bjarnason * Lesa meira
GKS: Tvö flott golfmót á Siglufirði um helgina
Golfklúbbur Siglufjarðar verður með tvö flott opin mót um helgina. Á laugardeginum verður Opið kvennamót Siglósports og á sunnudeginum verður Opna Olís mótið. Leikin verður punktakeppni með forgjöf þ.a. þessi mót eru bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Teiggjafir verða í báðum mótunum. Verðlaun í Opna kvennamóti Siglósports: 1. Verðlaun: 15.000 kr gjafabréf frá Siglósport 2. Verðlaun: 10.000 kr gjafabréf frá Siglósport 3. Verðlaun: 5.000 kr gjafabréf frá SiglósportNándarverðlaun á par 3 brautum (1., 8. og 9.) í boði Siglufjarðarapóteks. Nánari upplýsingar og skráning, SMELLIÐ HÉR: Verðlaun í Opna Olís mótinu: Karlaflokkur: 1. Verðlaun: 15.000 kr. inneign hjá Olís 2. Verðlaun: 10.000 kr. inneign hjá Olís 3. Verðlaun: 7.000 kr. inneign Lesa meira
Saga Golfklúbbs Hellu í 60 ár – GHR í 60 ár (6. hluti af 12) – tekið saman af Ólafi Stolzenwald
Hér í kvöld verður framhaldið ágripi af sögu Golfklúbbs Hellu í samantekt Ólafs Stolzenwald í tilefni af því að klúbburinn fagnar 60 ára afmæli sínu á árinu: Þeir GHR félagar sem hafa farið holu í höggi Til gamans er vert að hafa það með í sögunni og nefna þá félaga sem hafa farið holu í höggi. Arngrímur Benjamínsson 13. hola, Arnar Sigmarsson 8. Hola (gamla vellinum), Björgvin Guðmundsson, 11 hola, Einar Long, (erlendis), Garðar Jóhannsson 8,13. holu (á Oddi), Guðmundur Magnússon 9. Hola (gamla vellinum), Hermann Magnússon 8. hola (gamla vellinum), Jóhann Sigurðsson 2. hola, Kjartan Aðalbjörnsson 8. hola, Ólafur Stolzenwald 9. Hola (gamla vellinum) Óskar Pálsson 9. Hola (gamla Lesa meira
Evróputúrinn: Martin Kaymer og Lee Westwood hlakka til Alstom Open de France
Martin Kaymer og Lee Westwood hlakka ti Alstom Open de France mótsins, sem er hluti evrópsku mótaraðarinnar og hefst á morgun á Le Golf National golfvellinum. Á facebook síðu Westwood er m.a. að finna eftirfarandi mynd af kappanum: Undir myndinni stendur: „Skemmti mér reglulega í Frakklandi nú í vikunni og hlakka til að mótið hefjist á morgun. Flott málningarvinna á þessari kylfu – eða hvað finnst ykkur?“ Martin Kaymer sigraði á mótinu á Le Golf National vellinum árið 2009 og varð í 4. og 6. sæti næstu ár og ætlar sér að endurtaka leikinn, þ.e. sigra í ár. „Ef ég á að vera heiðarlegur, þá er, eins og ég hef Lesa meira
GK: Rúnar efstur eftir 1. dag í meistaraflokki – á Meistaramóti Keilis – spilaði á 66 höggum!!!
Rúnar Arnórsson, GK, spilaði glæsilegt golf á Hvaleyrinni á Meistaramóti GK í dag og sýndi enn og sannaði að hann er í framúrskarandi spilaformi. Skemmst er að minnast að hann sigraði í Opna Heimsferðarmótinu en þá spilaði hann á 69 höggum. Rúnar er efstur í meistaraflokki eftir 1. dag – kom í hús á 66 höggum!!! Á hringnum fékk Rúnar 6 fugla (á 2., 3., 7., 11., 15. og 16. braut) og 1 skolla, en skollinn kom á 1. braut. Í 2. sæti, 1 höggi á eftir Rúnari, er Íslandsmeistarinn í höggleik 2011, Axel Bóasson, sem spilaði skollafrítt golf, þ.e. fékk 4 fugla (á 5. 7. 8. og 17. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir – 4. júlí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Stefanía Kristín Valgeirsdóttir. Stefanía er fædd 4. júlí 1992 og á því 20 ára stórafmæli í dag! Stefanía er í Golfklúbbi Akureyrar og m.a. púttmeistari klúbbsins 2012. Hún útskrifaðist frá MA, 17. júní s.l. Til þess að sjá nýlegt viðtal Golf 1 við Stefaníu SMELLIÐ HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Yesmine Olsson Jón Ævarr Erlíngsson (39 ára) Örn Stefánsson (46 ára) Stefán Garðarsson (48 ára) Arnar Olsen Richardsson (44 ára) Mix DeTrix (37 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli Lesa meira








