Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2012 | 08:30

16 ára strákur Scotty Scheffler spilaði tvisvar á 61 höggi sömu vikuna!

Hinn 17 ára Beau Hossler sló í gegn á US Open. Það eru gamlar fréttir – yfir 2 vikna gamlar, en pilturinn er enn að spila gott golf, átti t.a.m. hring upp á 71 (par) á erfiða Congressional vellinum á fyrsta hring sínum á AT&T.  En Hossler, hvað?

Nú er annar drengur sem fyllir forsíðufréttir golfvefmiðla, hinn 16 ára Scotty Scheffler frá Dallas Texas, sem setti tvö vallarmet sömu vikuna með fáránlega lágu skori.

Á afmæli sínu í síðustu viku var Scheffler á 10 undir pari í Northwood Club, 61 höggi, þar sem Opna bandaríska (US Open) 1952 fór fram  1952 og einhver Hunter Mahan átti eldra vallarmet, sem Scheffler sló.

Aðeins 2 dögum eftir þennan einstæða hring var Scheffler á 9 undir pari, aftur 61 höggi í Dallas Country Club og jafnaði vallarmet Kelly Kraft, sem 23 ára gerðist atvinnumaður eftir að hann varð í 62. sæti á Masters.

Þetta er algjörlega geggjuð frétt. Drengur sem getur spilað á 61 höggi tvisvar sömu vikuna? Blaðamaður Dallas Morning News, Bill Nichols tók stutt viðtal við Randy Smith, þjálfara Scheffler. Smith sagði að Scheffler væri einstakur hæfileikamaður.

„Hann er undantekningarhæfileikamaður,“ sagði Smith. „Og hann var bara að leika sér. Okkur langar til þess að sjá hann vera með þessi skor í móti.“

Já, það er ný og miklu betri kynslóð kylfinga að koma fram!

Heimild: CBS Sports