GA: Karl Jónsson sigraði á Arctic Open
Þann 28. og 29. júní í s.l. viku fór fram Arctic Open, tveggja daga mótið kunna og er það í 26. sinn sem mótið er haldið.
Á fimmtudeginum klukkan eitt var vegleg opnunarhátíð og mótið sett. Þar var boðið upp á mat og drykk fyrir þátttakendur, en að því loknu var haldin dræv-keppni á hvíta teignum á 8. braut. Í þeirri keppni fór sleggjan Elfar Halldórsson með sigur af hólmi, þrátt fyrir meiðsli á ökkla.
Mótið hófst svo klukkan 4 á fimmtudeginum, og var ræst út með sama hætti og undanfarin ár, þ.e. ræst út á öllum teigum samtímis, en skotið var upp flugeld sem merki um það hvenær mætti slá upphafshöggin. Seinni ræsingin var síðan klukkan 21:30, en á föstudeginum fóru þeir seint út sem voru snemma á fimmtudeginum og öfugt.
Fínasta veður var í mótinu, þó svo miðnætursólin hafi lítið látið sjá sig. Kylfingar létu það hins vegar ekkert á sig fá, því þeir höfðu meðferðis survival kit í boði Karls K. Karlssonar. Jafnframt fengu þátttakendur veglega teiggjöf frá Sun Mountain, þ.e. undirpeysu og vesti.
Úrslit mótsins voru eftirfarandi:
Höggleikur
Besta skor í 55+ Skúli Ágústsson 161 högg (bráðabani)
Besta skor Guðlaug M. Óskarsdóttir 179 högg
1.sæti án fogjafar Heiðar D. Bragason 142 högg
2.sæti án forgjafar Ólafur A. Gylfason 146 högg
3.sæti án forgjafar Fylkir Þ. Guðmundsson 149 högg (bráðabani)
Punktakeppni
1.sæti með forgjöf Karl Jónsson 75 punktar (talið til baka)
2.sæti með forgjöf Hjörtur Sigurðsson 75 punktar (talið til baka)
3.sæti með forgjöf Heimir Ö. Árnason 75 punktar (talið til baka)
Liðakeppni
Sigurvegarar Heimir Ö. Árnason 213 punktar(3 bestu skorin telja báða dagana)
Hallur Guðmundsson
Skúli Ágústsson
Hafliði Svavarsson
Lengsta teighögg og næst holu
Lengsta teighögg á 15. Braut 28/6 Jóhann H. Jónsson
Lengsta teighögg á 15. Braut 29/6 Örvar Samúelsson
Næst holu á 4. braut 28/6 Árni P. Jóhannsson 82 cm
Næst holu á 4. braut 29/6 Þorvaldur Þorsteinsson 82 cm
Næst holu á 6. braut 28/6 Allan Peng 35 cm
Næst holu á 6. braut 29/6 Marólína Erlendsdóttir 2,94 m
Næst holu á 11. braut 28/6 Björn Steinbekk 1,09 m
Næst holu á 11. braut 29/6 Garðar Bjarnason 1,38 m
Næst holu á 14. braut 28/6 Sigmundur Ófeigsson 83 cm
Næst holu á 14. braut 29/6 Andri Már Jónsson 1,02 m
Næst holu á 18. braut 28/6 Björgvin Björgvinsson 1,34 m
Næst holu á 18. braut 29/6 Ólafur Gylfason 13,5 cm
Nokkrir heppnir kylfingar voru að lokum dregnir út í happdrætti.
Vinningar mótsins voru í boði Hole in one, NTC, Rolf Johansen, Kúltúr, Vífilfell, Flugfélag Íslands, Golfbúðinni í Hafnarfirði og Cintamani.
Heimild: gagolf.is
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023