Sigurvegari í 3. móti sunnudagspúttmótaraðar FJ og Hraunkots, Atli Már Grétarsson, GK, Í
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2012 | 12:30

GK: Atli Már Grétarsson jafnaði vallarmet af bláum á Meistaramóti Keilis – spilaði á 68 glæsihöggum!!!

Atli Már Grétarsson, spilaði glæsilegt golf í strákaflokki á Meistaramóti Keilis í gær, en sá flokkur er einn sá mest spennandi og gaman að fylgjast með strákunum, framtíðarmönnum Keilis, sem setja hvert metið á fætur öðru. Eftir tvo keppnisdaga er Atli Már búinn að spila á 138 höggum (70 68) og undir pari báða daga þ.e. samtals 4 undir pari og er sá eini í strákaflokki, sem hefir afrekað það!

Í gær spilaði Atli Már á 68 höggum og jafnaði þar með vallarmet sem Henning Darri setti á sunnudaginn af bláum á Hvaleyrinni!!!

Atli Már fékk 4 fugla og 1 skolla á hringnum í gær, en skollinn kom á 8. braut.  Það var einkum glæsilegur lokakafli, sem innsiglaði vallarmetið en á síðustu 5 holunum fékk Atli Már 3 fugla  (á 14. 15 og 17. holu).

Henning Darri átti svartan dag í gær, kom í hús á 81 höggi og þreytan frá Finnlandi eflaust farin að segja til sín.  Atli Már hefir því yfirburðastöðu er með 11 högga forystu, sem erfitt verður að vinna upp.

Annars er staðan í strákaflokki hjá Keili eftirfarandi:

taða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 D5 D6 D7 Alls Mismunur
1 Atli Már Grétarsson GK 6 F 36 32 68 -3 70 68 138 -4
2 Henning Darri Þórðarson GK 2 F 41 40 81 10 68 81 149 7
3 Helgi Snær Björgvinsson GK 8 F 43 35 78 7 72 78 150 8
4 Gísli Þorgeir Kristjánsson GK 11 F 44 39 83 12 76 83 159 17
5 Alex Daði Reynisson GK 13 F 37 39 76 5 83 76 159 17
6 Aron Skúli Ingason GK 8 F 43 40 83 12 76 83 159 17
7 Ólafur Andri Davíðsson GK 17 F 44 37 81 10 85 81 166 24
8 Bjarki Geir Logason GK 7 F 44 42 86 15 83 86 169 27
9 Stefán Ingvarsson GK 14 F 42 42 84 13 85 84 169 27
10 Aron Atli Bergmann Valtýsson GK 11 F 41 45 86 15 83 86 169 27
11 Sverrir Kristinsson GK 11 F 45 42 87 16 90 87 177 35
12 Daníel Ísak Steinarsson GK 13 F 43 40 83 12 99 83 182 40
13 Enok Birgisson GK 17 F 45 50 95 24 89 95 184 42
14 Þór Breki Davíðsson GK 21 F 48 45 93 22 96 93 189 47
15 Arnar Gauti Arnarsson GK 21 F 47 49 96 25 94 96 190 48
16 Smári Snær Sævarsson GK 25 F 51 45 96 25 100 96 196 54
17 Viktor Helgi Benediktsson GK 14 F 49 49 98 27 105 98 203