Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2012 | 08:00

Lexi æfir sig á Black Wolf Run fyrir Opna bandaríska kvennamótið

Hér má sjá mynd af Lexi Thompson, sem hún setti á heimasíðu sína. Á henni sést hvar hún er við æfingar fyrir Opna bandaríska kvenrisamótið (ens. US Women´s Open) risamótið, sem hefst í þessari viku. Með myndinni var eftirfarandi texti frá Lexi: „US Womens Open vikan er nú að hefjast á Black Wolf Run (vellinum) ! Ég er spennt að spila þessa vikuna:) Völlurinn er frábær.“ Það verður gaman að fylgjast með hvernig þessari ungu stúlku frá Flórída gengur í Kohler, Wisconsin, þar sem hinn frábæri Black Wolf Run völlur er. Sjá má myndir frá vellinum með því að skoða heimasíðu Black Wolf Run með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2012 | 07:00

Landsliðsþjálfari afar ánægður með íslensku unglingana

Hér að neðan er viðtal við Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfara, um árangur íslenskra ungmenna á Finnish Junior Open mótinu sem lauk um helgina: Fimm efnilegir íslenskir unglingar luku keppni á Finnish International Junior Championship s.l. föstudag. Að sögn Úlfars Jónssonar landsliðsþjálfara stóðu þau sig með stakri prýði.  Þessir 5 unglingar eru: Birgir Björn Magnússon, GK, Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, Gísli Sveinbergsson, GK, Henning Darri Þórðarson, GK og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR,  „Það er óhætt að segja að þau hafi verið landi og þjóð til sóma í þessu móti. Þau voru öll að keppa í fyrsta sinn fyrir þjóðina og það var virkilega gaman að vera með þeim þessa daga í Finnlandi, þau Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2012 | 21:30

Tiger enn í 4. sæti á heimslistanum þrátt fyrir sigur á AT&T National

Tiger Woods er enn í 4. sæti á heimslistanum þrátt fyrir 3. sigur sinn á keppnistímabilinu á PGA Tour. Hvað sem öðru líður þá hefir hann samt minnkað bilið umtalsvert milli sín og toppþrennunnar: Luke Donald, Rory McIlroy og Lee Westwood  eftir 2 högga sigur sinn á AT&T National á Congressional golfvellinum. Jamie Donaldson, sem vann svo frækinn sigur á Opna írska og fór úr 116. sætinu í 63. sætið  þökk sé fyrsta sigri hans á evrópsku mótaröðinni. Þeir sem eru á topp 20 á heimslistanum eru eftirfarandi: 1 Luke Donald 9.80 pkt., 2 Rory McIlroy 8.66, 3 Lee Westwood 8.21, 4 Tiger Woods 7.82, 5 Webb Simpson 6.55, 6 Bubba Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2012 | 21:00

GHD: Ólöf María Einarsdóttir og Sigurður Hreinsson sigruðu í Húsasmiðjumótinu

Laugardaginn 30. júní s.l. fór fram á Arnarholtsvelli á Dalvík hjá (GHD) Húsasmiðjumótið.  Leikformið var punktakeppni með og án forgjafar og var keppt  í flokki karla og kvenna.  Þátttakendur voru 20. Á besta skori var Sigurður Hreinsson, úr Golfklúbbi Húsavíkur og á besta skori kvenna var Ólöf María Einarsdóttir, úr Golfklúbbi Hamars á Dalvík. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Í kvennaflokki: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls H1 CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir +3 1 Ólöf María Einarsdóttir GHD 15 F 14 16 30 30 30 2 Harpa Gunnur Aðalbjörnsdóttir GH 34 F 17 13 30 30 30 3 Indíana Auður Ólafsdóttir GHD 20 F Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2012 | 20:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (4. grein af 34): Miriam Nagl

Í kvöld er komið að síðustu kynningunni á 1 af stúlkunum, sem tapaði í umspili 6 stúlkna á Q-school LET fyrr á árinu þ.e. í janúar 2012 á La Manga golfvellinum á Spáni, en þessar 6 stúlkur voru í umspilinu að keppa um 2 síðustu sætin (29. og 30. sætið) í flokk 8 a, sem veitti fullan keppnisrétt á LET 2012. Búið er að kynna Carly Booth, Hönnuh Burke og Mireiu Prat sem töpuðu í umspilinu og í kvöld verður síðasta stúlkan kynnt sem tapaði í bráðabananum: þýska stúlkan Miriam Nagl. Á morgun verða sigurvegararnir 2 í umspilinu sjarmadísin Sjarmila frá Indlandi og Laura Cabanillas frá Spáni síðan kynntar. Miriam Nagl Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2012 | 18:30

GA: Hetjunum á Akureyri afhent ávísun upp á kr. 626 þúsund

Á hverju ári gefst keppendum kostur á því að styrkja gott málefni í Arctic Open golfmótinu. Að þessu sinni voru það hetjurnar  á Akureyri, sem hlutu styrk að upphæð kr. 626 þúsund. Keppendur leggja kr. 1.000.- undir á 18 teig og hitti þeir flötina voru fyrirtæki hér í bæ tilbúin að tvöfalda þá upphæð. Á meðfylgjandi mynd afhendir Ómar Pétursson formaður Arctic Open nefndar Maríu Sigurðardóttur frá Hetjunum ávísunina. Þau fyrirtæki sem studdu framtakið í ár voru: Atlantsolía, Eimskip, Enor, Finnur ehf, Höldur, KEA, Slippurinn/DNG, Steypustöðin og Þekking. GA þakkar öllum þeim sem tóku þátt í söfnuninni! Hetjurnar, félag aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi, er aðildarfélag Umhyggju sem er regnhlífarsamtök Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2012 | 18:00

Saga Golfklúbbs Hellu í 60 ár – GHR í 60 ár (4. hluti af 12) – tekið saman af Ólafi Stolzenwald

Hér í kvöld skal framhaldið með söguágrip af Golfklúbbi Hellu, sem fagnar 60 ára afmæli sínu í ár, í samantekt Ólafs Stolzenwald: Helstu síðari endurbætur á vellinum Ekki eru til nákvæmar heimildir um hvenær ráðist var i aðrar endurbætur en líklega hafa hvítir teigar verið gerðir rétt fyrir Landsmótið 1991 og síðar sextánda og þriðja flötin endurbyggð, sautjánda flöt stækkuð, fimmtánda flöt endurbyggð og síðast fimmta flötin.  Einnig hafa orðið teigabreytingar eins og á átjándu holu og þriðju holu en þær voru styttar og eru gömlu gulu teigarnir þar nú orðnir hvítir.   Einnig var stofnkerfi fyrir vökvun vallarinns sett niður á þessum tíma (miðað við röð vallarsins nú). Árið 1986 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2012 | 15:00

GKG: Ásgerður Þórey Gísladóttir og Freyja Sveinsdóttir sigruðu á Opna Sólstöðumóti kvenna

Á föstudeginum 29. júní s.l. fór fram Opna Sólstöðumót kvenna á Leirdalsvelli hjá GKG.  Þátttakendur voru alls 66 í þessu skemmtilega kvennamóti og var keppt flokkaskipt í 2 flokkum þ.e. í 1. flokki fgj. 0-24 og 2. flokki fgj. 24.1-40.  Í 1. flokki sigraði Ásgerður Þórey Gísladóttir, Golfklúbbi Hveragerðis, en hún var á 42 glæsipunktum og í 2. flokki sigraði heimakonan Freyja Sveinsdóttir, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar,  sem einnig var á fínu skori eða 38 punktum. Ræst var  út af öllum teigum samtímis kl. 18:15. Glæsileg verðlaun voru fyrir 1. til 4. sæti í forgjafarflokkunum tveimur og eins voru veitt nándarverðlaun og verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á 7. holu.  Í mótslok var boðið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2012 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Sigurjónsson – 2. júlí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Þór Sigurjónsson. Gunnar Þór fæddist 2. júlí 1994 og er því 18 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Gunnar Þór hefir spilað á Eimskipsmótaröðinni í sumar með góðum árangri og hefir m.a. unnið hjá Golfspjall.is. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Gunnar Þór Sigurjónsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Alfred Harry Padgham, f. 2. júlí 1906 – d. 4. mars 1966 ; Brianne Jade Arthur, 2. júlí 1988 (24 ára – áströlsk – á LET) … og …. Steinunn Olina Thorsteinsdottir Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2012 | 11:45

GL: Friðmey, Ellen og Hrafnhildur sigruðu á Helenu Rubinstein mótinu

Laugardaginn 30. júní fór fram Opna Helena Rubinstein mótið á Garðavelli, á Akranesi.  Leikfyrirkomulagið var punktakeppni með forgjöf og var mótið flokkaskipt þ.e. keppt í 3 flokkum.  95 konur tóku þátt í mótinu og 92 luku keppni í glampandi sól og góðu veðri á Skaganum. GL-konur voru sigursælar en þær sigruðu öllum forgjafarflokkunum. Á besta skorinu var Ingunn Einarsdóttir, GKG, en hún spilaði Garðavöll á 1 yfir pari, 73 höggum. Helstu úrslit í punktakeppni með forgjöf urðu eftirfarandi: Úrslit í forgjafarflokki 0-17,9:  Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls H1 CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir +1 1 Friðmey Jónsdóttir GL 11 F 16 21 37 Lesa meira