GB: Bjarki Pétursson fór holu í höggi á Meistaramóti Golfklúbbs Borgarness
Efnilegasti kylfingur Íslands 2011 og Íþróttamaður Borgarness, Bjarki Pétursson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 2. degi Meistaramóts Golfklúbbs Borgarness í gær. Höggið góða sló Bjarki á 14. holu Hamarsvallar. Fjórtánda braut er 139 metra af gulum teigum. Bjarki er búinn að spila vel það sem af er Meistaramóts; hann er í 1. sæti í Meistaraflokki karla eftir 2 daga. Hann er á samtals sléttu pari (72 70) og á 16 högg á þann sem næstur kemur, Finn Jónsson, sem er í 2. sæti. Fari svo að Bjarki sigri á Meistaramótinu er þetta 4. skiptið í röð sem hann verður klúbbmeistari Golfklúbbs Borgarness! Golf 1 óskar Lesa meira
Golfklúbbur Hellu í 60 ár – vísur (11. hluti af 12) – tekið saman af Ólafi Stolzenwald
Í kvöld verður næstsíðasti þ.e. 11. hluti þessarar samantektar Ólafs Stolzenwald birt, en hér fer hluti sögu Golfklúbbsins Hellu, sem fagnar 60 ára afmæli sínu í ár. Hér er komið að nokkrum góðum vísum, sem orktar hafa verið í gegnum tíðina af félagsmönnum GHR: „Svavar heitinn Friðleifsson hafði verið að kenna eldri borgurum að pútta. Þegar hann varð sjötugur fór hann í ferð og þurfti þá Svavar Hauksson að leysa hann af. Þetta varð tilefni eftirfarandi ljóðs. Dýrðlingurinn Svavar Friðleifs göfgar geð, golfið bregst ei honum, æfir pútt til yndis með eldri borguronum. Mælir hátt af hvellum róm, hvergi leggst í dvala, leggur sína list í dóm, lætur verkin Lesa meira
Sunna lék aftur á 71 höggi í dag og er í 12. sæti á European Girls Team Championship
Sunna Víðisdóttir, GR, er aldeilis að standa sig vel á European Girls Team Championship. Hún lék jafnt og gott golf í dag, kom inn á 71 höggi, sem er 1 undir pari á hinum erfiða St. Leon Rot golfvelli í Þýskalandi í dag, líkt og í gær og er því á samtals 142 höggum eftir 2. dag mótsins eða samtals 2 undir pari. Hún er búin að standa sig best íslensku stúlknanna, en 120 stúlkur taka þátt í mótinu og ljóst að Sunna er meðal topp10%. Sú sem geystist upp skortöfluna og stóð sig ekki síður vel en Sunna er Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Hún var í 71. sæti í Lesa meira
Jason Day tekur ekki þátt í Opna breska – ætlar að vera heima hjá nýfæddum syni sínum
Jason Day hefir sagt sig úr Opna breska og ætlar þess í stað að vera heima hjá nýfæddum syni sínum og konu sinnar Ellie. Þessi ákvörðun kemur ekki á óvart hjá hinum 24 ára Ástrala, sem alltaf hefir sagt að fjölskylda sín hafi algeran forgang. Ellie fæddi son þeirra, sem þegar hefir hlotið nafnið Dash James Day, kl. 10:15 í gær. Hann er fyrsta barn þeirra. Jason Day er sem stendur nr. 21 á heimslistanum. Fyrir ári síðan varð hann bæði nr. 2 á Masters og Opna bandaríska. Það er enginn sem kemur í stað Jason, á Opna breska, sem hefst 19. júlí, þar til tryggt er hversu mikið leikmannatala fari Lesa meira
EPD: Stefán Már í 16. sæti og Þórður Rafn í 27. sæti á Bayreuth Open
Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR, hafa nú lokið leik í Bayreuth Open mótinu í Bayreuth í Þýskalandi. Stefán Már lauk leik á 3 undir pari (74 69 70) átti enn einn flotta hringinn í dag þegar hann kom í hús á 70 höggum. Á hringnum fékk Stefán Már 4 fugla og 2 skolla. Hann varð í 16. sæti. Þórður Rafn bætti leik sinn frá því í gær var aftur á 71 höggi eins og fyrsta daginn. Á hringnum í dag fékk Þórður Rafn tvo fugla og 1 skolla. Samtals var Þórður Rafn á sléttu pari (71 74 71) og lauk leik í 27. sæti. Sjá má Lesa meira
GÞH: Golfnámskeið á Hellishólum n.k. laugardag 14. júlí hjá Sigurpáli og Víði
Nú á laugardaginn n.k. 14. júlí verður haldið frábært golfnámskeið að Hellishólum. Námskeiðið stendur frá kl. 09.00-17.00 Námskeiðið skiptist í eftirfarandi þætti: 120 mín á æfingasvæðinu (Videogreining á staðnum) 120 mín í stutta spilinu (vipp og pútt) 9-holu spilakennsla á vellinum. Þetta námskeið er fyrir kylfinga á öllum aldri og öllum getustigum leiksins. Einnig er þetta námskeið upplagt tækifæri til að laga golfleikinn ef hann hefur ekki skilað þeim árangri sem ætlast var til ásamt því að vera flottur dagur til að taka sín fyrstu skref og fá öll grunnatriði golfleiksins á hreint. Kennari á námskeiðinu verður Sigurpáll Sveinsson, PGA kennari og formaður samtaka atvinnukylfinga á Íslandi. Honum til aðstoðar Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þuríður Sigmundsdótttir – 11. júlí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Þuríður Sigmundsdóttir. Þuríður er fædd 11. júlí 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Þuríður er í Golfklúbbi Ólafsfjarðar. Hún er gift Guðmundi Garðarssyni og eiga þau 3 börn Garðar, Halldór og Guðrúnu Elísabetu. Komast má á facebook síðu Þuríðar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Þuríður Sigmundsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Martin Wiegele, 11. júlí 1978 (34 ára – Hann er Austurríkismaður á Evróputúrnum); Laura Cabanillas, 11. júlí 1981 (31 árs); Sean M. O’Hair, 11. júlí 1982 (30 ára) ….. og ….. Carsten Schwippe Ella María Gunnarsdóttir (37 ára) Ísak Jasonarson (17 ára) Golf 1 óskar Lesa meira
GK: Ólafur Þór:„Hvaleyrarvöllur er mjög fínn og undirbúningur fyrir European Challenge Trophy hefir gengið mjög vel.“
Á morgun hefst European Challenge Trophy mótið á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Mótið er undankeppni fyrir Evrópumót karlalandsliða sem fram fer í Danmörku á næsta ári og komast þrjú efstu liðin á Hvaleyrarvelli í þá keppni. Alls taka átta þjóðir þátt í mótinu hér á landi og því er mikið undir helgina. Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis og mótsstjóri, er fullur tilhlökkunar fyrir mótinu. „Þetta er í fyrsta sinn sem Keilir tekur að sér mót sem tilheyrir evrópska golfsambandinu og viljum auðvitað gera allt eins vel og mögulegt er. Við höfum haft mjög gaman af þessum undirbúningi og hlökkum til næstu daga. Það er líklega svipaður fjöldi sjálfboðaliða sem starfar að Lesa meira
Ný Rory McIlroy veggmynd í Belfast
Er einhver kylfingur á leið til Belfast í golf? Ef svo er, er ekki úr vegi að koma við í Damascus Street í suðurhluta borgarinnar og líta á nýjasta listaverk, listamannsins Danny Devenny, sem unnið var að beiðni húseigandans Declan Boyle. Þetta er veggmynd af nr. 2 á heimslista karlkylfinga, Rory McIlroy, sem teygir sig eftir heilli húshlið. Skoðanir eru skiptar um verkið; það átti að lífga upp á fremur fátæklegt umhverfi sitt og þótt flestum sé slétt sama um veggmyndina eða séu alveg búnir að venjast henni, þá er alltaf einhverjum sem finnst hún gera lítið úr fólkinu í hverfinu og tilgangurinn sé enginn að hafa hana á þessum Lesa meira
Suzann Pettersen kemur nakin fram
Nú eru nýjustu myndirnar af nöktum íþróttamönnum í ESPN Body Issue farnar að flæða um vefinn. Þ.á.m. er mynd af „norsku frænku okkar“, nr. 3 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Suzann Pettersen, sem kemur nakin fram í blaðinu. Í viðtali við Sports Illustrated sagði Suzann m.a. um myndatökuna: „Margt af bestu íþróttamönnum heims hafa setið fyrir og mér fannst frábært að ég var beðin að sitja fyrir. Ég hugsaði um að vera nakin og allt en ég í raun hugsaði aldrei um að taka þetta ekki að mér. Ég varð bara að ganga úr skugga um að mér finndist þægilegt að gera þetta. Þetta er eins náttúrulegt og það gerist. Þetta er Lesa meira








