Lee Westwood nógu hress til að taka þátt í Opna breska
Lee Westwood meiddist á hné og nára þegar hann hrasaði á leið á 1. teig á 3. hring Alstom Open de France í síðustu viku. Hann spilaði 3. hring á 76 höggum og var ekki að keppa til úrslita í því móti. Nokkrar vangaveltur hafa verið um hvort Westwood sé nógu hress til að taka þátt í Opna breska, sem hefst á Royal Lytham golfvellinum í næstu viku. Westwood fullyrðir að hann verði kominn í fínt form, en hann ætlar að hvíla og tekur því ekki þátt í Opna skoska, sem hefst á morgun. „Meiðslin virðast á undanhaldi, ég hef spilað mig í gegnum þau og það ætti að vera Lesa meira
Sunna Víðisdóttir í 14. sæti á EM Í Þýskalandi
Í dag hófst á St. Leon Rot golfvellinum Evrópumót stúlkna. Sex íslenskar stúlkur taka þátt: Anna Sólveig Snorradóttir, GK; Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK; Guðrún Pétursdóttir, GR; Högna Knútsdóttir, GK; Sunna Víðisdóttir, GR og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG. Þátttakendur eru 120 frá 20 þjóðlöndum. Sú sem búin er að standa sig best af íslensku stúlkunum er Sunna Víðisdóttir, GR, en hún er í 13. sæti, sem er frábær árangur! Sunna spilaði 1. hringinn í mótinu á 1 undir pari, 71 höggi. Í liðakeppninni er Ísland í 18. sæti en 5 bestu skor af 6 telja hjá hverju liði og verða 5 hringir spilaðir. Í efsta sæti bæði í einstaklings- og liðakeppni Lesa meira
Golfklúbbur Hellu í 60 ár – sögur og fleyg orð (10. hluti af 12) – tekið saman af Ólafi Stolzenwald
Mikill vilji til að vera í fyrsta flokks maður: Vert að segja frá hvað menn geta verið duglegir að reyna fá forgjöfina niður og metnaður mikill í þessu tilfelli. Rétt fyrir meistaramót á níunda áratugnum var félagi í GHR, Tómas nokkur Baldvinsson. Hann gat ekki unað sér það að vera i 2. flokki í meistaramóti og dreymdi um að fá að spila með fyrsta flokks mönnum. Nú skildi spila til forgjafar og dagurinn fyrir mót var eini möguleikinn, þannig að Tommi byrjaði seinni part dags að spila til forgjafar og lítið gekk eftir 36 holur en eftir 54 holur fékk hann loks góðan hring og komst niður í fyrsta flokk og Lesa meira
EPD: Stefán Már spilaði á 69 höggum á 2. degi Bayreuth Open
Stefán Már Stefánsson, GR, átti glæsihring á Bayreuth Open í dag. Hann spilaði á 3 undir pari, 69 höggum. Í gær var Stefán Már á 74 höggum og er því samtals á 143 höggum eða 1 undir pari samtals eftir 2 daga. Stefán Már er sem stendur í 26. sæti. Þórður Rafn Gissurarson er búinn að spila á 145 höggum samtals (71 74) þ.e. 1 yfir pari og er í 38. sæti. Báðir náðu þeir Þórður Rafn og Stefán Már í gegnum niðurskurð, sem miðaður var 2 yfir pari. Golf 1 óskar þeim Þórði Rafn og Stefáni Má góðs gengis á morgun! Sjá má stöðuna eftir 2. dag Bayreuth Open Lesa meira
Hver er þessi Ted Potter Jr. og hvað var hann að gera að vinna Greenbrier Classic mótið?
Ted Potter Jr. er í raun svo til óþekktur kylfingur, en hann vann engu að síður Greenbrier Classic mótið á PGA mótaröðinni nú um helgina, fór upp um 135 sæti á heimslistanum þ.e. var í 218. sæti en er nú kominn í 83. sætið!!! Og þetta kemur hjá kylfingi sem var í 148. sæti á peningalista Nationwide Tour 2010 og hóf árið í fyrra með engan keppnisrétt neinsstaðar. Hann byrjaði á því að fara í úrtökumót fyrir South Georgia Classic, komst í gegn vann mótið og hlaut aftur kortið sitt á Nationwide Tour og svo stóð hann sig svo vel að hann ávann sér rétt á PGA. Það gerðist m.a. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Margeir Ingi Rúnarsson – 10. júlí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Margeir Ingi Rúnarsson. Margeir Ingi er fæddur 10. júlí 1994 og er því 18 ára í dag. Margeir Ingi er í Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi og er góður kylfingur. Hann er m.a. klúbbmeistari GMS 2012. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan… Margeir Ingi Rúnarsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Murray Irwin „Moe“ Norman, f. 10. júlí 1929 – d. 4. september 2004; Scott Michael McCarron, 10. júlí 1965 (47 ára) ….. og …… Bergthora Margret Johannsdottir (56 ára) Guðmundur Gísli Geirdal, GO (47 ára) Helga Þóra Þórarinsdóttir (45 ára) Þæfðar Seríur Og Lopavörur Kara Lind Lesa meira
Donald Trump sló fyrsta höggið á nýja skoska linksaranum sínum
Billjónamæringurinn Donald Trump sló fyrsta höggið á nýja skoska linksaranum sínum í Aberdeenshire nú fyrir stundu. Viðskiptajöfurinn stóð á teig á Aberdeenshire golfvellinum ásamt fyrrum Ryder Cup fyrirliðanum Colin Montgomerie. Montgomerie sagði að það hefði verið „heiður“ að spila fyrsta hringinn á slíku „djásni“ sem golfvöllurinn er. Sandy Jones, framkvæmdastjóri PGA,og George O’Grady, framkvæmdastjóri European Tour, sögðu að þeir myndu vinna í því að stórmót yrðu spiluð á nýja vellinum. Trump skar á borðann á 1. teig og sagði við það tækifæri:„ Þegar ég keypti þetta land fyrir 7 árum vildum við búa til besta golfvöll heims og sumir eru þegar farnir að tala um að okkur hafi tekist það. Ég held Lesa meira
GA: Indíana Auður sigraði á Volare mótinu
Sunnudaginn 8. júlí fór fram glæsilegt kvennamót á Jaðrinum, mót sem býður upp á nokkuð sem ekkert annað golfmót hérlendis býður upp á þ.e. fótabað og dekurnudd að leik loknum!!! Mættu önnur mót taka sér það til fyrirmyndar. Þátttakendur í kvennamóti Volare 2012 voru alls 60. Leikið var við fínar aðstæður, bæði er völlurinn flottur og veðrið var gott. Eftir hringinn var svo boðið uppá fótabað og nudd, og jafnframt var kynning á vörum frá Volare. Keppnisfyrirkomulag mótsins var punktakeppni með forgjöf og voru úrslit eftirfarandi: 1. sæti – Indíana Auður Ólafsdóttir, GHD – 38 punktar 2. sæti – Leanne Carol Leggett, GA – 37 punktar (talið til baka) 3. sæti Lesa meira
GHÓ: Karl og Signý sigruðu á Hamingjumóti Hólmadrangs
Á Skeljavíkurvelli á Hólmavík fór fyrir rúmri viku þ.e. 1. júlí s.l. fram Hamingjumót Hólmadrangs. Leikfyrirkomulagið var punktakeppni með forgjöf og var keppt bæði í karla og kvennaflokki. Með sigur í karlaflokki fór Karl Loftsson, GKJ, var á 46 glæsipunktum. Í kvennaflokki var aðeins 1 keppandi: Signý Ólafsdóttir, Golfklúbbi Hólmavíkur tók hún því glæsileg verðlaun kvennaflokks. Kylfingar ættu að fjölmenna á Skeljavíkurvöll að ári, enda er hér um að ræða geysiskemmtilegt mót á fallegum Skeljavíkurvellinum!!! Úrslit í Hamingjumóti Hólmadrangs 2012 voru eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls H1 1 Karl Loftsson GKJ 15 F 22 24 46 46 46 2 Þorsteinn Paul Newton Lesa meira
GSK: Dagný Marín og Ingibergur klúbbmeistarar Golfklúbbs Skagastrandar 2012
Þann 4. og 5. júlí s.l. fór fram Meistaramóti Golfklúbbs Skagastrandar. Þátttakendur voru 7 og voru spilaðir 2 hringir. Klúbbmeistarar GSK 2012 eru Ingibergur Guðmundsson og Dagný Marín Sigmarsdóttir. Ingibergur spilaði Háagerðisvöll á samtals 171 höggi (83 88) en Dagný Marín var á 201 höggi (102 99). Úrslit í mótinu voru eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 Alls Mismunur 1 Ingibergur Guðmundsson GSK 12 F 41 47 88 16 83 88 171 27 2 Adolf Hjörvar Berndsen GSK 13 F 39 44 83 11 90 83 173 29 3 Skúli Tómas Hjartarson GSK 25 F 50 50 100 28 93 Lesa meira








