PGA: Troy Matteson í 1. sæti á John Deere Classic – hápunktar og högg 1. dags
Það er Troy Matteson, sem leiðir eftir 1. dag John Deere Classic, sem hófst á TPC Deere Run, í Silvis, Illinois í gær. Matteson kom í hús á glæsilegu 61 höggi!!! Á hringnum sem var skollalaus fékk Matteson 10 fugla…. og skipti þeim jafnt fékk 5 á fyrri 9 og 5 á seinni 9. „Já, það er alltaf gott að vera hér í blaðamannaherberginu því það þýðir að ég er að gera eitthvað gott“ sagði Matteson m.a. eftir hringinn. „Ég hef ekki verið hér í langan tíma, þannig að það er gott að vera kominn aftur. Með hring sínum upp á 61 högg jafnaði Matteson besta skor sitt á PGA Lesa meira
Evróputúrinn: Francesco Molinari í efsta sæti eftir 1. dag Opna skoska
Í dag hófst á Castle Stewart Golf linksaranum Opna skoska, en mótið er hluti af Evróputúrnum. Í 1. sæti eftir 1. dag er Francesco Molinari, en hann spilaði á glæsilegum 62 höggum! Á hringnum, sem var hreinn og skollafrír fékk Molinari 10 fugla, á fyrri 9 og 6 á seinni 9. Francesco, sem er 29 ára, virðist í feykigóðu formi þessa dagana en hann varð m.a. í 2. sæti á Astom Open de France um síðustu helgi. Eldri bróðir Francesco, Eduardo er fjarri góðu gamni en hann er að ná sér eftir úlnliðsaðgerð og verður að öllum líkindum frá keppni það sem eftir er sumar. Eftir að ljóst var að Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2012 (5. grein af 34): Sharmila Nicolette
Í kvöld verður fram haldið greinaflokki á kylfingum, sem fóru í gegnum Q-school 2012 í janúar s.l. á La Manga golfvellinum og hlutu kortin sín á Evrópumótaröð kvenna. Sex stúlkur lentu í umspili um síðustu 2 kortin af 30, sem veitt voru og í kvöld verður sú stúlka kynnt sem var svo heppin að verða í 30. sæti þ.e. varð næstefst af þeim 6 í umspilinu. Það var indverska þokkadísin Sharmila Nicolette. Til þess að lesa kynningu á Sharmilu, sem Golf 1 hefir áður birt SMELLIÐ HÉR:
Golfklúbbur Hellu í 60 ár – Landsmót – Íslandsmót í höggleik 2012 – Stjórnir GHR 1952-2012 (12. hluti af 12) – tekið saman af Ólafi Stolzenwald
Nú er komið að 12. og síðustu grein samantektar Ólafs Stolzenwald á sögu GHR í 60 ár. Það er vert í lokin að taka fram að GHR hefur haldið landsmót árið 1991 og 1995 og Íslandsmót í höggleik fyrir 10 árum, þ.e. 2002. Nú í tilefni 60 ára afmælis Golfklúbbsins Hellu er Íslandsmótið í höggleik haldið að Strönd síðustu dagana í júlí. Fyrir 130 félaga klúbb er þetta mikið mál og undirbúningur stendur sem hæðst núna og völlurinn í góðu standi, þrátt fyrir þurrka á Suðurlandi. Það verður því svona skoskur bragur á vellinum og mikill hraði á brautum og flötum, kanski spilar vindurinn inn í líka og röffið hefur Lesa meira
Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst léku best af íslenska karlalandsliðinu – landsliðið í 3.-4. sæti
Það voru Haraldur Franklín Magnús, nýkrýndur klúbbmeistari GR og Íslandsmeistari í holukeppni 2012 og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, sem spiluðu Hvaleyrina best allra í íslenska karlalandsliðinu í dag á European Men´s Challenge Trophy; voru á 71 höggi hvor. Leik lauk nú fyrir skemmstu og eru Englendingar í 1. sæti í liðakeppninni á samtals 3 undir pari; Hollendingar í 2. sæti á samtals pari og síðan deila Íslendingar og Portúgalir 3. sætinu. Í einstaklingskeppninni eru Englendingar búnir að standa sig langbest eiga 3 kylfinga sem léku Hvaleyrina á 3 undir pari: Jack Hiluta; Garrick Porteous og Ben Stow, sem allir léku á 68 höggum. Eins var Pedro Figureiedo í portúgalska liðinu Lesa meira
GHH: Óli Kristján Benediktsson er klúbb- meistari Golfklúbbs Hafnar í Hornafirði 2012
Meistaramót GHH fór fram dagana 7. og 8. júlí s.l. Einvörðungu var spilað í einum flokki karla og voru þátttakendur 8. Klúbbmeistari Golfklúbbs Hafnar í Hornafirði 2012 er Óli Kristján Benediktsson. Sjá má úrslit að öðru leyti hér: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 Alls Mismunur 1 Óli Kristján Benediktsson GHH 8 F 40 40 80 10 78 80 158 18 2 Jóhann Bergur Kiesel GHH 10 F 38 39 77 7 84 77 161 21 3 Guðmundur Borgar GHH 9 F 45 48 93 23 81 93 174 34 4 Kristján Vífill Karlsson GHH 10 F 46 42 88 18 Lesa meira
Afmæliskylfingar dagins: Alexander Norén og Sophie Giquel-Bettan – 12. júlí 2012
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir sænski kylfingurinn Alexander Norén, sem er í uppáhaldi hjá sumum hérlendis og spilar á evrópsku mótaröðinni og franski kylfingurinn Sophie Giquel-Bettan, sem spilar á LET og er kannski minna þekkt. Þau eru bæði fædd 12. júlí 1982 og eiga því 30 ára stórafmæli í dag! Sophie Giquel-Bettan gerðist atvinnumaður í golfi 6. nóvember 2003. Hún er m.a. fjórfaldur franskur kvenmeistari í höggleik. Hún giftist Axel Bettan sem jafnframt er kaddýinn hennar. Hún er ein af þeim sem oft nær góðum árangri í mótum á LET en þar hefir henni aðeins tekist að sigra 1 sinni þ.e. í Ladies Open de Portugal 2007 á Gramacho golfvellinum í Lesa meira
Ernie Els telur að Lee Westwood geti sigrað á Opna breska
Lee Westwood var í golffréttunum (m.a. á Golf 1) í gær fyrir yfirlýsingu um að ætla að taka þátt í Opna breska þrátt fyrir meiðsl í hné og nára. Nú er annar þekktur kylfingur stiginn á stokk og telur Westwood eiga góða möguleika á sigri á Opna breska á Royal Lytham. Lee Westwood hefir enn ekki sigrað í risamóti og þetta er 58. risamótið sem hann spilar í. „Hann hefir svo sannarlega borgað fórnarkostnaðinn fyrir að komast svona langt. Og ef það er einhver sem á skilið að sigra þá er það hann,“ sagði Ernie. „Þetta gæti verið vika hans (Lee Westwood) – Lytham er draumur sérhverjar sleggju og hann Lesa meira
Undankeppni fyrir Evrópumót karlalandsliða hófst á Hvaleyrinni í morgun
European Challenge Trophy eða undankeppni fyrir Evrópumót karlalandsliða hófst á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili í morgun. Alls taka 8 lið þátt frá 8 þjóðlöndum. Spilaður eru höggleikur og gilda 5 bestu skor af 6 í hverju liði. Efstu 3 þjóðirnar ávinna sér rétt til þátttöku á Evrópumóti karlalandsliða, sem fram fer í Danmörku að ári liðnu. Lið Englands og Íslands hófu keppnina í morgun. Íslenska liðið byrjaði með stæl en Guðjón Henning fékk fugl á Alfararleið (1. holu Hvaleyrarinnar). Af Íslands hálfu spila þeir Andri Þór Björnsson, GR, Guðjón Henning Hilmarsson, GKG; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, Haraldur Franklín Magnús, GR, Kristján Þór Einarsson, GK og Ólafur Björn Loftsson, NK. Fylgjast Lesa meira
Talið þið við golfboltann ykkar?
Á Skygolf.com er skemmtileg grein sem ber ofannefnda fyrirsögn: Talið þið við golfboltann ykkar? Þar segir: Ég spilaði nýlega við vin sem gerði nokkuð sem ég er ekki vanur – hann talaði við golfboltann sinn næstum eftir hvert einasta högg: „Farðu hærra.“ „Niður.“ „Cut-aðu“ „Lentu …. mjúklega“ „Áfram, áfram, áfram….. sestu, sestu, sestu.“ Ég er penn kylfingur, sem ekki hef hátt (eða það var ég a.m.k.) og eftir síðustu holuna spurði ég hann: „Af hverju talarðu við golfboltann þinn? Hann heyrir ekkert í þér!“ „Au contraire (fra.: Þvert á móti)!“ svaraði hann. Vinur minn er fyrrum PGA leikmaður og hann sagði að það að tala við golfboltann væri einn af Lesa meira









